Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Kristján Már Unnarsson skrifar 11. febrúar 2025 22:50 Séð yfir trjágóðurinn í Öskjuhlíð og flugbrautina, sem búið er að loka. Skjáskot/Stöð 2 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti því yfir á Alþingi í dag að ríkisstjórn sín stæði með Reykjavíkurflugvelli og að hann væri ekki á förum á næstu árum. Spá um stífa austanátt gæti kallað á krefjandi hliðarvindslendingar á vellinum á morgun, miðvikudag. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá starfsmenn Reykjavíkurborgar munda vélsagirnar í Öskjuhlið. Þeir hófu laust fyrir hádegi að saga niður trén eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti síðdegis í gær að það ætti að hefja verkið strax. Í síðustu viku, áður en meirihlutinn sprakk, lá honum ekki svona mikið á, talaði um að fyrst yrði að gera aðgerðaáætlun. En núna á að saga fyrst fimmtíu tré og samtímis er borgin að semja aðgerðaáætlun um næstu skref til að leggja fyrir Samgöngustofu. Stofnarnir eru orðnir sverir á grenitrjánum sem felld voru í Öskjuhlíð í dag.Vilhelm Það virðist vera á reiki og mismunandi túlkanir á því hve mörg tré þarf að að fella áður en hægt verður að opna austur/vestur flugbrautina á ný. Henni var lokað á laugardag samkvæmt fyrirskipun Samgöngustofu. Þverskurðarmynd frá Isavia sýnir hvernig trén í Öskjuhlíð eru búin að vaxa upp fyrir hindranafleti, samkvæmt flugöryggisstöðlum, annars vegar svokallaðan OCS-flöt og hins vegar VSS-flöt. Þeir skera mismunandi mikið af trjánum. Annar þeirra leyfir viss frávik en þá með skilyrðum. Þverskurður af Öskjuhlíð hvernig trjágróður er vaxinn upp fyrir hindranafleti.Isavia innanlands Einfaldari mynd sýnir betur þann vanda sem við er að glíma. Flugvélar koma venjulega inn með þriggja gráðu aðflugshorni en fyrir fjórtán árum var byrjað að gera kröfur um brattara aðflug yfir Öskjuhlíð vegna trjánna og það er núna komið í 4,45 gráður. Til að fara í brattara aðflug þarf að setja flugmenn í sérþjálfun. Jafnframt hafa menn neyðst til að færa þröskuld flugbrautarinnar innar, það er í raun að stytta brautina, og Samgöngustofa virðist telja að ekki verði gengið lengra í þá átt. Fjórtán ár eru frá því að fyrst þurfti að auka aðflugsbrattann vegna hækkandi trjágróðurs. Einnig hefur þurft að færa lendingarþröskuld innar á flugbrautina.Isavia innanlands Borgin virðist hafa litið svo á að það dygði að miða við OCS-hindranflöt, og þá nægði að fella kannski 100-200 tré. Ef miða á við VSS-hindranaflöt virðist hins vegar þurfa að fella strax yfir 1.400 tré og svo sennilega önnur 800 tré innan fárra ára. Sumir spyrja: Dugar ekki bara ein flugbraut? Þegar vindrós flugvallarins er skoðuð sést að vindurinn blæs úr öllum áttum í Reykjavík. Austan og suðaustanáttir eru þó algengastar en einnig norðan og sunnanáttir en meginreglan er sú að lenda flugvélum sem næst upp í vindinn. Vindrós frá Veðurstofunni sýnir tíðni vindátta á Reykjavíkurflugvelli.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þannig að ef það er til dæmis stíf austanátt, eins spáð og er á morgun, myndu flugmenn velja á lenda til austurs á austur/vestur brautinni. Í slíkri vindátt gæti orðið erfitt að lenda á norður-suðurbrautinni. Það gæti verið ófært fyrir sumar flugvélar en fyrir aðrar kallað á krefjandi hliðarvindslendingar. Málefni Reykjavíkurflugvallar voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, krafði Kristrúnu Frostadóttir forsætisráðherra svara um afstöðu Samfylkingarinnar til flugvallarins, eins og heyra má í frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fréttir af flugi Tré Mest lesið Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá starfsmenn Reykjavíkurborgar munda vélsagirnar í Öskjuhlið. Þeir hófu laust fyrir hádegi að saga niður trén eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti síðdegis í gær að það ætti að hefja verkið strax. Í síðustu viku, áður en meirihlutinn sprakk, lá honum ekki svona mikið á, talaði um að fyrst yrði að gera aðgerðaáætlun. En núna á að saga fyrst fimmtíu tré og samtímis er borgin að semja aðgerðaáætlun um næstu skref til að leggja fyrir Samgöngustofu. Stofnarnir eru orðnir sverir á grenitrjánum sem felld voru í Öskjuhlíð í dag.Vilhelm Það virðist vera á reiki og mismunandi túlkanir á því hve mörg tré þarf að að fella áður en hægt verður að opna austur/vestur flugbrautina á ný. Henni var lokað á laugardag samkvæmt fyrirskipun Samgöngustofu. Þverskurðarmynd frá Isavia sýnir hvernig trén í Öskjuhlíð eru búin að vaxa upp fyrir hindranafleti, samkvæmt flugöryggisstöðlum, annars vegar svokallaðan OCS-flöt og hins vegar VSS-flöt. Þeir skera mismunandi mikið af trjánum. Annar þeirra leyfir viss frávik en þá með skilyrðum. Þverskurður af Öskjuhlíð hvernig trjágróður er vaxinn upp fyrir hindranafleti.Isavia innanlands Einfaldari mynd sýnir betur þann vanda sem við er að glíma. Flugvélar koma venjulega inn með þriggja gráðu aðflugshorni en fyrir fjórtán árum var byrjað að gera kröfur um brattara aðflug yfir Öskjuhlíð vegna trjánna og það er núna komið í 4,45 gráður. Til að fara í brattara aðflug þarf að setja flugmenn í sérþjálfun. Jafnframt hafa menn neyðst til að færa þröskuld flugbrautarinnar innar, það er í raun að stytta brautina, og Samgöngustofa virðist telja að ekki verði gengið lengra í þá átt. Fjórtán ár eru frá því að fyrst þurfti að auka aðflugsbrattann vegna hækkandi trjágróðurs. Einnig hefur þurft að færa lendingarþröskuld innar á flugbrautina.Isavia innanlands Borgin virðist hafa litið svo á að það dygði að miða við OCS-hindranflöt, og þá nægði að fella kannski 100-200 tré. Ef miða á við VSS-hindranaflöt virðist hins vegar þurfa að fella strax yfir 1.400 tré og svo sennilega önnur 800 tré innan fárra ára. Sumir spyrja: Dugar ekki bara ein flugbraut? Þegar vindrós flugvallarins er skoðuð sést að vindurinn blæs úr öllum áttum í Reykjavík. Austan og suðaustanáttir eru þó algengastar en einnig norðan og sunnanáttir en meginreglan er sú að lenda flugvélum sem næst upp í vindinn. Vindrós frá Veðurstofunni sýnir tíðni vindátta á Reykjavíkurflugvelli.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þannig að ef það er til dæmis stíf austanátt, eins spáð og er á morgun, myndu flugmenn velja á lenda til austurs á austur/vestur brautinni. Í slíkri vindátt gæti orðið erfitt að lenda á norður-suðurbrautinni. Það gæti verið ófært fyrir sumar flugvélar en fyrir aðrar kallað á krefjandi hliðarvindslendingar. Málefni Reykjavíkurflugvallar voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, krafði Kristrúnu Frostadóttir forsætisráðherra svara um afstöðu Samfylkingarinnar til flugvallarins, eins og heyra má í frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fréttir af flugi Tré Mest lesið Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira