Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Kristján Már Unnarsson skrifar 11. febrúar 2025 22:50 Séð yfir trjágróðurinn í Öskjuhlíð og flugbrautina, sem búið er að loka. Skjáskot/Stöð 2 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti því yfir á Alþingi í dag að ríkisstjórn sín stæði með Reykjavíkurflugvelli og að hann væri ekki á förum á næstu árum. Spá um stífa austanátt gæti kallað á krefjandi hliðarvindslendingar á vellinum á morgun, miðvikudag. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá starfsmenn Reykjavíkurborgar munda vélsagirnar í Öskjuhlíð. Þeir hófu laust fyrir hádegi að saga niður trén eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti síðdegis í gær að það ætti að hefja verkið strax. Stofnarnir eru orðnir sverir á grenitrjánum sem felld voru í Öskjuhlíð í dag.Vilhelm Í síðustu viku, áður en borgarstjórnarmeirihlutinn sprakk, lá honum ekki svona mikið á, talaði um að fyrst yrði að gera aðgerðaáætlun. En núna á að saga fyrst fimmtíu tré og samtímis er borgin að semja aðgerðaáætlun um næstu skref til að leggja fyrir Samgöngustofu. Það virðist vera á reiki og mismunandi túlkanir á því hve mörg tré þarf að fella áður en hægt verður að opna austur/vestur flugbrautina á ný. Henni var lokað á laugardag samkvæmt fyrirskipun Samgöngustofu. Þverskurðarmynd af Öskjuhlíð sýnir hvernig trjágróður er vaxinn upp fyrir hindranafleti.Isavia innanlands Þverskurðarmynd frá Isavia sýnir hvernig trén í Öskjuhlíð eru búin að vaxa upp fyrir hindranafleti, samkvæmt flugöryggisstöðlum, annars vegar svokallaðan OCS-flöt (Obstacle Clearance Surface) og hins vegar VSS-flöt (Visual Segment Surface). Þeir skera mismunandi mikið af trjánum. Annar þeirra leyfir viss frávik en þá með skilyrðum. Einfaldari mynd sýnir betur þann vanda sem við er að glíma. Flugvélar koma venjulega inn með þriggja gráðu aðflugshorni. Fyrir fjórtán árum var byrjað að gera kröfur um brattara aðflug yfir Öskjuhlíð vegna trjánna og það er núna komið í 4,45 gráður. Fjórtán ár eru frá því að fyrst þurfti að auka aðflugsbrattann vegna hækkandi trjágróðurs. Einnig hefur þurft að færa lendingarþröskuld innar á flugbrautina.Isavia innanlands Til að fara í brattara aðflug en þetta þyrfti að setja flugmenn í sérþjálfun. Auk þess þyrfti að afla sérstakrar heimildar fyrir hverja tegund flugvélar fyrir svo bröttu aðflugshorni. Jafnframt hafa menn neyðst til að færa þröskuld flugbrautarinnar innar, það er í raun að stytta brautina, og Samgöngustofa virðist telja að ekki verði gengið lengra í þá átt. Borgin virðist hafa litið svo á að það dygði að miða við OCS-hindranflöt, og þá nægði að fella kannski 100-200 tré. Myndin sýnir þau tré sem mælast fyrir ofan VSS-hindranaflöt. Fjöldi trjánna er 1.412.Isavia innanlands Ef miða á við VSS-hindranaflöt virðist hins vegar þurfa að fella strax yfir 1.400 tré og svo sennilega 800 tré til viðbótar innan fárra ára. Sumir spyrja: Dugar ekki bara ein flugbraut? Þegar vindrós flugvallarins er skoðuð sést að vindurinn blæs úr öllum áttum í Reykjavík. Austan og suðaustanáttir eru þó algengastar en einnig norðan og sunnanáttir en meginreglan er sú að lenda flugvélum sem næst upp í vindinn, svo fremi að viðkomandi flugbraut sé nægilega löng. Vindrós frá Veðurstofunni sýnir tíðni vindátta á Reykjavíkurflugvelli á árabilinu 2001 til 2009.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þannig að ef það er til dæmis stíf austanátt, eins og spáð er á morgun, myndu flugmenn yfirleitt velja að lenda til austurs á austur/vestur brautinni. Í slíkri vindátt gæti orðið erfitt að lenda á norður-suðurbrautinni en þá stæði vindur þvert á braut. Það gæti verið ófært fyrir sumar tegundir flugvéla en kallað á krefjandi hliðarvindslendingar fyrir aðrar. Málefni Reykjavíkurflugvallar voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, krafði Kristrúnu Frostadóttir forsætisráðherra svara um afstöðu Samfylkingarinnar til flugvallarins, eins og heyra má í frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fréttir af flugi Tré Sjúkraflutningar Samgöngur Tengdar fréttir Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Flugrekstrarstjóri segist hafa þurft að hafna sjúkraflugi vegna lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Hefjast verði handa við að fella tré í Öskjuhlíðinni strax í vikunni og hætta pólitískum þrætum. Mannslíf séu í húfi. 9. febrúar 2025 19:00 Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Sveitarstjórn Norðurþings hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfu miðstöðvar sjúkraflugs um að Reykjavík tryggi opnun flugbrauta 13 og 31 með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðgengi að Reykjavíkurflugvelli sé lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. 9. febrúar 2025 18:09 Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá starfsmenn Reykjavíkurborgar munda vélsagirnar í Öskjuhlíð. Þeir hófu laust fyrir hádegi að saga niður trén eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti síðdegis í gær að það ætti að hefja verkið strax. Stofnarnir eru orðnir sverir á grenitrjánum sem felld voru í Öskjuhlíð í dag.Vilhelm Í síðustu viku, áður en borgarstjórnarmeirihlutinn sprakk, lá honum ekki svona mikið á, talaði um að fyrst yrði að gera aðgerðaáætlun. En núna á að saga fyrst fimmtíu tré og samtímis er borgin að semja aðgerðaáætlun um næstu skref til að leggja fyrir Samgöngustofu. Það virðist vera á reiki og mismunandi túlkanir á því hve mörg tré þarf að fella áður en hægt verður að opna austur/vestur flugbrautina á ný. Henni var lokað á laugardag samkvæmt fyrirskipun Samgöngustofu. Þverskurðarmynd af Öskjuhlíð sýnir hvernig trjágróður er vaxinn upp fyrir hindranafleti.Isavia innanlands Þverskurðarmynd frá Isavia sýnir hvernig trén í Öskjuhlíð eru búin að vaxa upp fyrir hindranafleti, samkvæmt flugöryggisstöðlum, annars vegar svokallaðan OCS-flöt (Obstacle Clearance Surface) og hins vegar VSS-flöt (Visual Segment Surface). Þeir skera mismunandi mikið af trjánum. Annar þeirra leyfir viss frávik en þá með skilyrðum. Einfaldari mynd sýnir betur þann vanda sem við er að glíma. Flugvélar koma venjulega inn með þriggja gráðu aðflugshorni. Fyrir fjórtán árum var byrjað að gera kröfur um brattara aðflug yfir Öskjuhlíð vegna trjánna og það er núna komið í 4,45 gráður. Fjórtán ár eru frá því að fyrst þurfti að auka aðflugsbrattann vegna hækkandi trjágróðurs. Einnig hefur þurft að færa lendingarþröskuld innar á flugbrautina.Isavia innanlands Til að fara í brattara aðflug en þetta þyrfti að setja flugmenn í sérþjálfun. Auk þess þyrfti að afla sérstakrar heimildar fyrir hverja tegund flugvélar fyrir svo bröttu aðflugshorni. Jafnframt hafa menn neyðst til að færa þröskuld flugbrautarinnar innar, það er í raun að stytta brautina, og Samgöngustofa virðist telja að ekki verði gengið lengra í þá átt. Borgin virðist hafa litið svo á að það dygði að miða við OCS-hindranflöt, og þá nægði að fella kannski 100-200 tré. Myndin sýnir þau tré sem mælast fyrir ofan VSS-hindranaflöt. Fjöldi trjánna er 1.412.Isavia innanlands Ef miða á við VSS-hindranaflöt virðist hins vegar þurfa að fella strax yfir 1.400 tré og svo sennilega 800 tré til viðbótar innan fárra ára. Sumir spyrja: Dugar ekki bara ein flugbraut? Þegar vindrós flugvallarins er skoðuð sést að vindurinn blæs úr öllum áttum í Reykjavík. Austan og suðaustanáttir eru þó algengastar en einnig norðan og sunnanáttir en meginreglan er sú að lenda flugvélum sem næst upp í vindinn, svo fremi að viðkomandi flugbraut sé nægilega löng. Vindrós frá Veðurstofunni sýnir tíðni vindátta á Reykjavíkurflugvelli á árabilinu 2001 til 2009.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þannig að ef það er til dæmis stíf austanátt, eins og spáð er á morgun, myndu flugmenn yfirleitt velja að lenda til austurs á austur/vestur brautinni. Í slíkri vindátt gæti orðið erfitt að lenda á norður-suðurbrautinni en þá stæði vindur þvert á braut. Það gæti verið ófært fyrir sumar tegundir flugvéla en kallað á krefjandi hliðarvindslendingar fyrir aðrar. Málefni Reykjavíkurflugvallar voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, krafði Kristrúnu Frostadóttir forsætisráðherra svara um afstöðu Samfylkingarinnar til flugvallarins, eins og heyra má í frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fréttir af flugi Tré Sjúkraflutningar Samgöngur Tengdar fréttir Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Flugrekstrarstjóri segist hafa þurft að hafna sjúkraflugi vegna lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Hefjast verði handa við að fella tré í Öskjuhlíðinni strax í vikunni og hætta pólitískum þrætum. Mannslíf séu í húfi. 9. febrúar 2025 19:00 Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Sveitarstjórn Norðurþings hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfu miðstöðvar sjúkraflugs um að Reykjavík tryggi opnun flugbrauta 13 og 31 með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðgengi að Reykjavíkurflugvelli sé lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. 9. febrúar 2025 18:09 Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Flugrekstrarstjóri segist hafa þurft að hafna sjúkraflugi vegna lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Hefjast verði handa við að fella tré í Öskjuhlíðinni strax í vikunni og hætta pólitískum þrætum. Mannslíf séu í húfi. 9. febrúar 2025 19:00
Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Sveitarstjórn Norðurþings hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfu miðstöðvar sjúkraflugs um að Reykjavík tryggi opnun flugbrauta 13 og 31 með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðgengi að Reykjavíkurflugvelli sé lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. 9. febrúar 2025 18:09
Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20
Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent