Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir og Magnús Þór Jónsson skrifa 5. október 2025 08:00 Dagurinn í dag, fimmti október, er helgaður kennurum um allan heim. Markmiðið er að vekja athygli á kennarastarfinu og öllu því faglega, góða starfi sem unnið er í skólum árið um kring. Kennarar helga líf sitt því að mennta börnin okkar, efla gagnrýna hugsun þeirra og hvetja þau áfram. Kennararnir okkar ásamt foreldrum og forsjáraðilum móta þannig framtíðina saman. Árið hefur ekki verið tíðindalaust hjá kennurum og skólafólki er kemur að kjarabaráttu og umræðu um faglega þætti skólastarfs. Langdregnar kjaraviðræður og verkföll settu mark sitt á síðasta vetur. Þeim átökum lauk með kjarasamningum fyrir öll aðildarfélög Kennarasambands Íslands (KÍ), samningum sem við getum verið stolt af. Við getum líka verið stolt af samstöðu kennara allan þennan tíma, samstöðu sem er söguleg. Í fyrsta skipti, í 25 ára sögu Kennarasambandsins, gengu öll aðildarfélögin saman til samninga; kennarar og stjórnendur í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og tónlistarskólum. Við fundum fyrir gríðarlegum stuðningi okkar félagsfólks og dugnaðinum sem blasti við um land allt, með viðburðum, fjöldafundum, samstöðugöngum og greinaskrifum sem vöktu verðskuldaða athygli um samfélagið allt. Samtakamáttur félagsfólks KÍ skilaði sannarlega árangri en leiðangrinum er ekki lokið. Vinna við virðismatsvegferð, sem ætlað er að leiða verkefnið um jöfnun launa milli markaða áfram, er hafin. Þá verður kosið til sveitarstjórna næsta vor og við þurfum öll að tryggja að skólamálin fái þann sess sem þeim ber. Raddir kennara þurfa að heyrast. Skólinn er hjartsláttur samfélagsins og því eigum við sífellt að velta fyrir okkur hlutverki kennarans og gæðum kennslu með fagmennsku að leiðarljósi. Það er áskorun á öllum tímum að útskrifa hæfa nemendur sem geta haldið áfram að mennta sig og geta staðið á eigin fótum í samfélaginu. Verum einnig minnug þess að það er sameiginlegt verkefni samfélagsins að tryggja að skólarnir okkar verði vettvangur enn betra náms, byggt á sköpun, fagmennsku og gleði fyrir hvern einasta nemanda í skólum landsins. Til hamingju með daginn kennarar, nemendur, skólafólk og samfélagið allt. Saman mótum við framtíðina! Höfundar eru varaformaður og formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Magnús Þór Jónsson Jónína Hauksdóttir Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Dagurinn í dag, fimmti október, er helgaður kennurum um allan heim. Markmiðið er að vekja athygli á kennarastarfinu og öllu því faglega, góða starfi sem unnið er í skólum árið um kring. Kennarar helga líf sitt því að mennta börnin okkar, efla gagnrýna hugsun þeirra og hvetja þau áfram. Kennararnir okkar ásamt foreldrum og forsjáraðilum móta þannig framtíðina saman. Árið hefur ekki verið tíðindalaust hjá kennurum og skólafólki er kemur að kjarabaráttu og umræðu um faglega þætti skólastarfs. Langdregnar kjaraviðræður og verkföll settu mark sitt á síðasta vetur. Þeim átökum lauk með kjarasamningum fyrir öll aðildarfélög Kennarasambands Íslands (KÍ), samningum sem við getum verið stolt af. Við getum líka verið stolt af samstöðu kennara allan þennan tíma, samstöðu sem er söguleg. Í fyrsta skipti, í 25 ára sögu Kennarasambandsins, gengu öll aðildarfélögin saman til samninga; kennarar og stjórnendur í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og tónlistarskólum. Við fundum fyrir gríðarlegum stuðningi okkar félagsfólks og dugnaðinum sem blasti við um land allt, með viðburðum, fjöldafundum, samstöðugöngum og greinaskrifum sem vöktu verðskuldaða athygli um samfélagið allt. Samtakamáttur félagsfólks KÍ skilaði sannarlega árangri en leiðangrinum er ekki lokið. Vinna við virðismatsvegferð, sem ætlað er að leiða verkefnið um jöfnun launa milli markaða áfram, er hafin. Þá verður kosið til sveitarstjórna næsta vor og við þurfum öll að tryggja að skólamálin fái þann sess sem þeim ber. Raddir kennara þurfa að heyrast. Skólinn er hjartsláttur samfélagsins og því eigum við sífellt að velta fyrir okkur hlutverki kennarans og gæðum kennslu með fagmennsku að leiðarljósi. Það er áskorun á öllum tímum að útskrifa hæfa nemendur sem geta haldið áfram að mennta sig og geta staðið á eigin fótum í samfélaginu. Verum einnig minnug þess að það er sameiginlegt verkefni samfélagsins að tryggja að skólarnir okkar verði vettvangur enn betra náms, byggt á sköpun, fagmennsku og gleði fyrir hvern einasta nemanda í skólum landsins. Til hamingju með daginn kennarar, nemendur, skólafólk og samfélagið allt. Saman mótum við framtíðina! Höfundar eru varaformaður og formaður Kennarasambands Íslands.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun