Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar 5. október 2025 08:00 Stjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, ætlar að láta fara fram atkvæðagreiðslu meðal stöðva í almannaþágu um hvort heimila eigi fulltrúum Ísraels að taka þátt í Söngvakeppninni Eurovision. Stjórnin tekur loksins tillit til gríðarlegra mótmæla vegna framgöngu ríkisstjórnar Ísraels gegn almennum borgurum á Gasa og Vesturbakkanum. Á aðalfundi EBU í sumar var ákveðið að gera út erindreka sem færi á milli fulltrúa þátttökuríkja og kannaði hug þeirra. Því samráðsferli var ekki lokið þegar ákveðið var að ganga til atkvæða í nóvember. Á næstu dögum koma saman í Reykjavík útvarpsstjórar Norðurlandanna og gestur á þeim fundi verður erindreki EBU sem ætlað er að kanna hug þátttökuríkja. Ég skrifa hér sem formaður stjórnar RÚV í eigin nafni og lýsi því eindregið yfir að víkja beri Ísrael úr keppninni tafarlaust. Rökin eru m.a. eftirfarandi: 1) Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús fremji þjóðarmorð (e.genocide) á Gasa. Öllum hefur verið ljóst lengi að ríkisstjórn Ísarels margbrýtur alþjóðalög, fremur glæpi gegn mannkyni, beitir hungri gegn almenningi og skipuleggur fjöldamorð sem leitt hafa til þess að tugir þúsunda almennra borgara hafa verið drepnir. Læknar án landamæra sem nú hafa dregið sig út af árásarsvæðum Ísraels nota orðið „slátrun“. 2) Yfir 200 alþjóðlegar stofnanir, samtök og félög hafa harðlega fordæmt Ísraelsstjórn, þar á meðal Alþjóða rauði krossinn og hálfmáninn, Amnesty International, Human Rights Watch, undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna og ekki síst mannúðar- og mannréttindasamtök innan Ísraelsríkis. Á Íslandi sameinuðust um 200 félög í mótmælunum „Þjóð gegn þjóðarmorði“ með samstöðufundum þúsunda þar sem forseti verkalýðshreyfingarinnar krafðist viðskiptabanns á Ísrael og sniðgöngu menningar-, lista- og fræðastofnana eins og háskóla og Ríkisútvarpsins. Samtök unnenda Eurovision á Norðurlöndum hafa fordæmt þátttöku Ísraels. 3) Mörg fordæmi eru fyrir því að víkja ríkjum tímabundið úr keppninni, það nýjasta var í kjölfar árásar Rússa á Úkraínu, þegar EBU vísaði sérstaklega til þess að Rússar (ekki útvarpsstöð þeirra) hefðu valdið „krísu“ í Úkraínu sem er nú vægt til orða tekið og „skaðað orðspor söngvakeppninnar” sem er nákvæmlega það sem ríkisstjórn Ísraels hefur einnig gert. Stjórn EBU hefur algjörlega brugðist því að vera sjálfri sér samkvæm og sek um tvöfalt siðgæði sem er kurteislegt orðalag um þá þvælu sem borin hefur verið á borð til að réttlæta þátttöku Ísraels en ekki Rússa. Engum dettur í hug að bera saman ólíkar forsendur herferðanna í Úkraínu og á Gasa, en það skiptir engu máli fyrir fórnarlömb á hvorum stað og ómældar þjáningar þeirra. Þar eru þeir Netjanjahú og Pútín samsekir enda báðir eftirlýstir stríðsglæpamenn. 4) Ríkisstjórn Ísraels hefur notað gleðileika Evrópu sem áróðursmaskínu fyrir sjálfa sig og kostað til miklu fé víða um lönd til að hafa áhrif á úrslit. Svo ótrúlegt sem það kann að hljóma hefur framkvæmdastjórn keppninnar falsað hljóðútsendingar frá henni til að kæfa óánægjuraddir gesta í sal gegn þátttöku Ísraels. Það er ekkert ,,ópólitískt” við að halda gleðileika með fulltrúum ríkis sem stundar fjöldamorð og notar söngakveppni til að kaupa sér lögmæti. 5) Stjórn Ísraels vinnur beinlínis gegn megintilgangi stöðvanna innan EBU, sem hafa ábyrgðarhlutverk gagnvart almenningi og eru skuldbundnar til að þjóna með ábyrgum fréttaflutningi og áreiðanlegum upplýsingum. Þessar grundvallarreglur braut ríkisstjórn Ísraels með því að banna aðgang fjölmiðlamanna (þar á meðal frá stöðvum innan EBU!) og ritstýra fréttaflutningi af ástandinu á Gasa. Þetta er í sjálfu sér næg ástæða til að víkja Ísrael strax úr EBU. Þegar svo bætast við skipulögð morð og aftökur á fréttamönnum er refsileysi EBU yfirgengilegt og óafsakanlegt. Hvað er eiginlega í gangi þarna? 6) Um þetta má hafa miklu ítarlegra mál og hefur verið gert í samskiptum þeirra útvarpsstöðva innan EBU sem nú hafa tilkynnt að þær séu andsnúnar þátttöku Ísraels í keppninni og muni ekki stíga á svið verði Ísrael með. Allir vona að friðartillögur nái fram að ganga en raunsætt mat segir okkur að treysta aðeins gjörðum en ekki orðum. Það er tímabært að norrænu stöðvarnar allar segi: Hingað og ekki lengra. Ég vil því hvetja norræna útvarpsstjóra til að sameinast um þau gildi sem forseti Finnlands lýsti svo vel í ræðu sinni á Allsherjarþingi SÞ á dögunum. Þar mátti heyra þann hljóm sem Norðurlöndin eru þekkt fyrir víða um lönd í alþjóðlegu samstarfi. Því leyfi ég mér að segja við norrænu stöðvarnar sem starfa í almannaþágu: Kære nordiske kolleger. Nu er det slut med a hygga sig med Benjamin Netanyahu. Höfundur er formaður stjórnar Ríkisútvarpsins; þessi grein er frá höfundi en ekki í nafni stjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Innrás Rússa í Úkraínu Stefán Jón Hafstein Eurovision 2026 Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Stjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, ætlar að láta fara fram atkvæðagreiðslu meðal stöðva í almannaþágu um hvort heimila eigi fulltrúum Ísraels að taka þátt í Söngvakeppninni Eurovision. Stjórnin tekur loksins tillit til gríðarlegra mótmæla vegna framgöngu ríkisstjórnar Ísraels gegn almennum borgurum á Gasa og Vesturbakkanum. Á aðalfundi EBU í sumar var ákveðið að gera út erindreka sem færi á milli fulltrúa þátttökuríkja og kannaði hug þeirra. Því samráðsferli var ekki lokið þegar ákveðið var að ganga til atkvæða í nóvember. Á næstu dögum koma saman í Reykjavík útvarpsstjórar Norðurlandanna og gestur á þeim fundi verður erindreki EBU sem ætlað er að kanna hug þátttökuríkja. Ég skrifa hér sem formaður stjórnar RÚV í eigin nafni og lýsi því eindregið yfir að víkja beri Ísrael úr keppninni tafarlaust. Rökin eru m.a. eftirfarandi: 1) Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús fremji þjóðarmorð (e.genocide) á Gasa. Öllum hefur verið ljóst lengi að ríkisstjórn Ísarels margbrýtur alþjóðalög, fremur glæpi gegn mannkyni, beitir hungri gegn almenningi og skipuleggur fjöldamorð sem leitt hafa til þess að tugir þúsunda almennra borgara hafa verið drepnir. Læknar án landamæra sem nú hafa dregið sig út af árásarsvæðum Ísraels nota orðið „slátrun“. 2) Yfir 200 alþjóðlegar stofnanir, samtök og félög hafa harðlega fordæmt Ísraelsstjórn, þar á meðal Alþjóða rauði krossinn og hálfmáninn, Amnesty International, Human Rights Watch, undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna og ekki síst mannúðar- og mannréttindasamtök innan Ísraelsríkis. Á Íslandi sameinuðust um 200 félög í mótmælunum „Þjóð gegn þjóðarmorði“ með samstöðufundum þúsunda þar sem forseti verkalýðshreyfingarinnar krafðist viðskiptabanns á Ísrael og sniðgöngu menningar-, lista- og fræðastofnana eins og háskóla og Ríkisútvarpsins. Samtök unnenda Eurovision á Norðurlöndum hafa fordæmt þátttöku Ísraels. 3) Mörg fordæmi eru fyrir því að víkja ríkjum tímabundið úr keppninni, það nýjasta var í kjölfar árásar Rússa á Úkraínu, þegar EBU vísaði sérstaklega til þess að Rússar (ekki útvarpsstöð þeirra) hefðu valdið „krísu“ í Úkraínu sem er nú vægt til orða tekið og „skaðað orðspor söngvakeppninnar” sem er nákvæmlega það sem ríkisstjórn Ísraels hefur einnig gert. Stjórn EBU hefur algjörlega brugðist því að vera sjálfri sér samkvæm og sek um tvöfalt siðgæði sem er kurteislegt orðalag um þá þvælu sem borin hefur verið á borð til að réttlæta þátttöku Ísraels en ekki Rússa. Engum dettur í hug að bera saman ólíkar forsendur herferðanna í Úkraínu og á Gasa, en það skiptir engu máli fyrir fórnarlömb á hvorum stað og ómældar þjáningar þeirra. Þar eru þeir Netjanjahú og Pútín samsekir enda báðir eftirlýstir stríðsglæpamenn. 4) Ríkisstjórn Ísraels hefur notað gleðileika Evrópu sem áróðursmaskínu fyrir sjálfa sig og kostað til miklu fé víða um lönd til að hafa áhrif á úrslit. Svo ótrúlegt sem það kann að hljóma hefur framkvæmdastjórn keppninnar falsað hljóðútsendingar frá henni til að kæfa óánægjuraddir gesta í sal gegn þátttöku Ísraels. Það er ekkert ,,ópólitískt” við að halda gleðileika með fulltrúum ríkis sem stundar fjöldamorð og notar söngakveppni til að kaupa sér lögmæti. 5) Stjórn Ísraels vinnur beinlínis gegn megintilgangi stöðvanna innan EBU, sem hafa ábyrgðarhlutverk gagnvart almenningi og eru skuldbundnar til að þjóna með ábyrgum fréttaflutningi og áreiðanlegum upplýsingum. Þessar grundvallarreglur braut ríkisstjórn Ísraels með því að banna aðgang fjölmiðlamanna (þar á meðal frá stöðvum innan EBU!) og ritstýra fréttaflutningi af ástandinu á Gasa. Þetta er í sjálfu sér næg ástæða til að víkja Ísrael strax úr EBU. Þegar svo bætast við skipulögð morð og aftökur á fréttamönnum er refsileysi EBU yfirgengilegt og óafsakanlegt. Hvað er eiginlega í gangi þarna? 6) Um þetta má hafa miklu ítarlegra mál og hefur verið gert í samskiptum þeirra útvarpsstöðva innan EBU sem nú hafa tilkynnt að þær séu andsnúnar þátttöku Ísraels í keppninni og muni ekki stíga á svið verði Ísrael með. Allir vona að friðartillögur nái fram að ganga en raunsætt mat segir okkur að treysta aðeins gjörðum en ekki orðum. Það er tímabært að norrænu stöðvarnar allar segi: Hingað og ekki lengra. Ég vil því hvetja norræna útvarpsstjóra til að sameinast um þau gildi sem forseti Finnlands lýsti svo vel í ræðu sinni á Allsherjarþingi SÞ á dögunum. Þar mátti heyra þann hljóm sem Norðurlöndin eru þekkt fyrir víða um lönd í alþjóðlegu samstarfi. Því leyfi ég mér að segja við norrænu stöðvarnar sem starfa í almannaþágu: Kære nordiske kolleger. Nu er det slut med a hygga sig med Benjamin Netanyahu. Höfundur er formaður stjórnar Ríkisútvarpsins; þessi grein er frá höfundi en ekki í nafni stjórnar.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun