Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar 6. október 2025 07:00 Árið 1996 urðu stórar breytingar í íslenskri stjórnsýslu. Þá var rekstur grunnskólanna fluttur frá ríki til sveitarfélaga. Með því fylgdi hækkun á útsvari, úr 10,12% í 12%, sem átti að mæta auknum útgjöldum sveitarfélaga. Í dag, tæpum þremur áratugum síðar, blasir við að þessi tilfærsla hefur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir fjárhag sveitarfélaga – og þar með fyrir íbúa landsins. Útsvarstekjur duga ekki fyrir kostnaðinum Í Hafnarfirði er áætlað að rekstur grunnskóla kosti um 12,5 milljarða króna á þessu ári. Tekjur sveitarfélagsins af 1,88 prósentustiga hækkun útsvarsins nema hins vegar um fjórum milljörðum króna. Það vantar því rúmlega átta milljarða króna til að brúa bilið. Svipaða mynd má sjá víða annars staðar á landinu. Tekjustofninn sem sveitarfélögin fengu 1996 stendur engan veginn undir raunverulegum kostnaði við grunnskólareksturinn. Skuldasöfnun og hækkandi lóðaverð Afleiðingarnar eru skýrar. Sveitarfélög hafa orðið háð því að selja lóðir, innheimta gatnagerðargjöld og taka lán til að fjármagna hallann á grunnrekstrinum. Þessi þróun hefur haft áhrif á lóðaverð sem hefur hækkað margfalt, jafnvel hundraðfalt frá miðjum tíunda áratugnum. Skuldir sveitarfélaga hafa á sama tíma rokið upp. Rekstur sem stendur vart undir sér skilar litlu sem engu til fjárfestinga og stundum minna en engu. Það er skýr vísbending um að kerfið, eins og það er hannað, sé ósjálfbært. Hvert skal stefna? Þörf er á endurskoðun. Í dag má sjá þrjá mögulega kosti: Að ríkið taki grunnskólana aftur til sín. Að sveitarfélög fái hærra útsvar til að standa undir kostnaðinum. Að gerður verði þjónustusamningur milli ríkis og sveitarfélaga, þar sem ríkið greiðir fyrir þá þjónustu sem það setur lög um og krefst að sé veitt. Af þessum kostum tel ég að þjónustusamningur sé skynsamlegastur. Ríkið setur lagaramma og kröfur til grunnskólans – því ætti það einnig að fjármagna þjónustuna að mestu leiti. Það er einfaldlega ekki eðlilegt að sveitarfélögin niðurgreiði ríkisrekstur í gegnum ósjálfbært fyrirkomulag. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum . Það þarf að endurskoða tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga strax. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Hafnarfjörður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Árið 1996 urðu stórar breytingar í íslenskri stjórnsýslu. Þá var rekstur grunnskólanna fluttur frá ríki til sveitarfélaga. Með því fylgdi hækkun á útsvari, úr 10,12% í 12%, sem átti að mæta auknum útgjöldum sveitarfélaga. Í dag, tæpum þremur áratugum síðar, blasir við að þessi tilfærsla hefur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir fjárhag sveitarfélaga – og þar með fyrir íbúa landsins. Útsvarstekjur duga ekki fyrir kostnaðinum Í Hafnarfirði er áætlað að rekstur grunnskóla kosti um 12,5 milljarða króna á þessu ári. Tekjur sveitarfélagsins af 1,88 prósentustiga hækkun útsvarsins nema hins vegar um fjórum milljörðum króna. Það vantar því rúmlega átta milljarða króna til að brúa bilið. Svipaða mynd má sjá víða annars staðar á landinu. Tekjustofninn sem sveitarfélögin fengu 1996 stendur engan veginn undir raunverulegum kostnaði við grunnskólareksturinn. Skuldasöfnun og hækkandi lóðaverð Afleiðingarnar eru skýrar. Sveitarfélög hafa orðið háð því að selja lóðir, innheimta gatnagerðargjöld og taka lán til að fjármagna hallann á grunnrekstrinum. Þessi þróun hefur haft áhrif á lóðaverð sem hefur hækkað margfalt, jafnvel hundraðfalt frá miðjum tíunda áratugnum. Skuldir sveitarfélaga hafa á sama tíma rokið upp. Rekstur sem stendur vart undir sér skilar litlu sem engu til fjárfestinga og stundum minna en engu. Það er skýr vísbending um að kerfið, eins og það er hannað, sé ósjálfbært. Hvert skal stefna? Þörf er á endurskoðun. Í dag má sjá þrjá mögulega kosti: Að ríkið taki grunnskólana aftur til sín. Að sveitarfélög fái hærra útsvar til að standa undir kostnaðinum. Að gerður verði þjónustusamningur milli ríkis og sveitarfélaga, þar sem ríkið greiðir fyrir þá þjónustu sem það setur lög um og krefst að sé veitt. Af þessum kostum tel ég að þjónustusamningur sé skynsamlegastur. Ríkið setur lagaramma og kröfur til grunnskólans – því ætti það einnig að fjármagna þjónustuna að mestu leiti. Það er einfaldlega ekki eðlilegt að sveitarfélögin niðurgreiði ríkisrekstur í gegnum ósjálfbært fyrirkomulag. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum . Það þarf að endurskoða tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga strax. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun