
Hafnarfjörður

Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum
Mótmælendur spörkuðu ítrekað í hurðir á Ásvöllum í gær þar sem umspilsleikur Ísland og Ísraels fór fram í handbolta. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra gekk öryggisgæsla að öðru leyti vel. Næsti leikur fer fram í kvöld og verður tekið mið af gærdeginum við gæsluna.

Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga
Nokkrir af virkustu andstæðingum kolefnisförgunarstöðvar sem Carbfix vildi reisa í Straumsvík reyna nú að hafa áhrif á afstöðu Húsvíkinga til hugmynda um slíka stöð þar. Sveitarstjóri segir eðlilegt að fólk hafi skiptar skoðanir á því sem sé nýtt og framandi.

Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð
Hafnarfjarðarbær hefur hafnað hugmyndum Carbfix um niðurdælingu á CO2-streymi undir iðnaðarsvæðið við Vellina. Umfangið á þessari framkvæmd var gríðarlegt og fyrirsjáanleg mikil umhverfis- og samfélagsleg áhrif.

Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst
Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg.

Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér
Tilraun varð gerð til að sprengja upp hraðbanka við útibú Landsbankans við Fjarðargötu í Hafnarfirði aðfaranótt laugardags. Í lok síðasta árs var gerð tilraun til að stela úr sama hraðbanka.

Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk
Kvikugangurinn stóri, sem myndaðist í eldsumbrotunum við Grindavík í síðustu viku, minnir óþyrmilega á þá ógn sem Reykjavíkursvæðinu gæti stafað af Reykjaneseldum. Nýlegt dæmi sýnir að kvikugangar geta brotist upp með eldgosi tugi kílómetra frá megineldstöðinni.

Fangageymslur fullar eftir nóttina
Fangageymslur lögreglunnar á Hverfisgötu voru fullar eftir eril næturinnar og kvöldsins. Samkvæmt dagbók lögreglunnar gistu tólf í fangageymslu í nótt. Alls voru 97 mál bókuð í kerfum lögreglunnar.

Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi
Sé horft er til kosta og ókosta sameiningu sveitarfélaganna má færa rök fyrir því að kostir sameiningar séu ótvíræðir.

Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði
Margir Hafnfirðingar ráku upp stór augu þegar þeir litu myndarlegan stafla af innlendum skógarvið á kæjanum þar í bæ augum. Timbrið bíður þess að vera lestað í skip sem siglt verður til Eskifjarðar. Þar verður timbrið sagað niður í borðvið.

Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar
Banaslys sem varð á Reykjanesbraut við Straumsvík í janúar í fyrra orsakaðist af því að ökumaður jepplings missti stjórn á honum og ók yfir á rangan vegarhelming að hluta. Þar lenti jepplingurinn framan á vörubifreið. Ökumaður jepplingsins lést átta dögum eftir slysið.

Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir
Erlendir ferðamenn voru gripnir við þjófnað í matvöruverslun eftir hádegi á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu
Svana Lovísa Kristjánsdóttir, vöruhönnuður og áhrifavaldur, býr ásamt manni sínum, Andrési Andréssyni og börnum þeirra tveimur á fallegu heimili í hjarta Hafnarfjarðar sem hefur verið innréttað af mikilli smekkvísi.

„Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“
Hópur manna skaut upp flugeldatertum á bílaplani rétt hjá Ölstofunni í Hafnarfirði um tvöleytið í nótt. Íbúar beindu reiði sinni að barnum á hverfissíðu en eigandi Ölstofunnar segir flugeldana ekki tengjast barnum.

Sigaði löggunni á blaðbera
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um að fólk væri að reyna að komast inn til þess sem hringdi í Hafnarfirði. Lögreglumenn voru sendir á vettvang og kom í ljós að um blaðburðarfólk væri að ræða.

Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman
Kristján Markús Sívarsson var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá því í lok síðasta árs verður dregið frá refsingunni.

Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa
Þónokkrir bæjarstjórar á Íslandi eru með yfir þrjár milljónir króna á mánuði. Verkalýðsleiðtogi segir þessi háu laun óforsvaranleg og vanvirðingu við skattgreiðendur.

Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar
Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti samkomulag um að bærinn greiddi Rio Tinto rúmar 26 milljónir króna vegna lands sem var tekið undir breikkun Reykjanesbrautar. Vegagerðin neitaði að bæta fyrirtækinu landið þar sem Hafnarfjörður seldi það á sínum tíma án samþykkis.

Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix
Formaður Lofstlagsráðs segir liggja mikið á að finna Carbfix - verkefni Coda Terminal - nýjan stað eftir að hætt var við það vegna mótmæla íbúa í Hafnarfirði. Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn verkefninu.

Búið að slökkva eldinn
Búið er að slökkva eld sem kom upp á svæði Hringrásar í Hellnahverfinu í Hafnarfirði.

Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti
Slökkviliðinu gengur vel að ráða niðurlögum elds á svæði Hringrásar í Hellnahverfinu í Hafnarfirði. Mikinn reyk lagði yfir Hafnarfjörð vegna eldsins.

Tvær konur slógust í Hafnarfirði
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöld eða nótt afskipti af tveimur konum. Þær munu hafa verið í slagsmálum fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði.

Felldi tár þegar hætt var við áformin í bakgarðinum
Íbúi í Hafnarfirði segist hafa fellt tár þegar fregnir bárust af því í gær að Carbfix væri hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík. Léttirinn hafi verið gríðarlegur.

Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði
Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað.

Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi eða nótt þrjú börn í Hafnarfirði, fyrir líkamsárás og skemmdarverk. Börnin voru látin laus að loknu viðtali við lögreglu og barnavernd.

Henda minna og flokka betur
Höfuðborgarbúar hentu töluvert minna af rusli í fyrra en árið 2020. Vel hefur gengið að flokka matarleifar eftir að byrjað var að flokka lífrænan úrgang sérstaklega árið 2023.

Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir!
Nú hefur Rósa Guðbjartsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs og stjórnarkona í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga tjáð sig um stjórnarsetu sína í sambandinu.

Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn
Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar segir ekki víst að fyrirhuguð kolefnisförgunarstöð Carbfix verði lögð fyrir bæjarstjórn. Enn standi á svörum frá Carbfix um fjárhagslegan ávinning af verkefninu sem bærinn hafi gengið eftir. Annar sjálfstæðismaður leggst gegn verkefninu.

Þingmanni blöskrar svör Rósu
Þingmaður Samfylkingarinnar segir galið að Rósa Guðbjartsdóttir ætli að halda áfram störfum í bæjarstjórn og sitja í stjórn sveitarfélaga meðfram þingmennsku. Það feli í sér hagsmunaárekstur og trúnaðarbrest við sveitarfélögin í landinu.

Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins ætlar ekki að hætta í bæjarstjórn í Hafnarfirði á næstu vikum. Þá ætlar hún einnig að halda setu áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún sé með heilan hug á báðum stöðum og hún vilji fylgja ákveðnum málum eftir.

Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn
Fangageymsla á lögreglustöðinni á Flatahrauni í Hafnarfirði er ekki viðeigandi vistunarstaður fyrir börn. Umboðsmaður Alþingis beinir því til Barna- og fjölskyldustofu og mennta- og barnamálaráðherra að endurskoða þá tilhögun að nýta fangaklefa fyrir neyðarvistun barna á Stuðlum. Í fangageymslunni sofa börn á plastklæddum dýnum á steyptum bekkjum. Vistun hefur varað í allt að sex daga.