Hafnarfjörður

Fréttamynd

Skip­verji brotnaði og mót­töku frestað

Móttöku nýs hafrannsóknaskips, Þórunnar Þórðardóttur HF 300, hefur verið frestað um tæpa viku. Ástæðan er sú að koma þurfti handleggsbrotnum áhafnarmeðlimi undir læknishendur. 

Innlent
Fréttamynd

„Stein­hissa“ þegar honum var birt á­kæra

„Ég er ekki að skilja hvernig ég á að geta misþyrmt manneskju dögum saman, án þess að lögreglan komi. Ég er þekktur og er undir eftirliti,“ sagði Kristján Markús Sívarsson við aðalmeðferð sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Kristján er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa um nokkurra daga skeið beitt konu miklu ofbeldi á heimili hans í nóvember síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Vönduð vinnu­brögð í um­hverfis­málum

Carbfix hefur í nokkur ár verið að vinna að Coda Terminal í Hafnarfirði og framkvæmt ítarlegt umhverfismat sem sérfræðingar óháðra stofnana hafa farið yfir. Álit Skipulagsstofnunar er að umhverfismatið uppfylli skilyrði laganna og stofnunin leggst ekki gegn framkvæmdinni.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­vissu­ferð Hafn­firðinga í boði Orku­veitu Reykja­víkur

Á síðustu mánuðum hafa fjölmargar spurningar vaknað meðal Hafnfirðinga vegna fyrirhugaðs verkefnis Coda Terminal, Carbfix, í Straumsvík. Upphaflega var þetta gæluverkefni Orkuveitu Reykjavíkur sem nú virðist vera að snúast í andstöðu sína og þá helst vegna mótmæla íbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Fleiri ótímabundin verk­föll boðuð

Félagsfólk Félags leikskólakennara, sem starfar í leikskólum í Hafnarfirði og Fjarðabyggð hefur samþykkt að fara í ótímabundin verkföll, hafi samningar ekki náðst fyrir 17. mars annars vegar og 24. mars hins vegar.

Innlent
Fréttamynd

Viltu vinna með fram­tíðinni?

Kíktu þá á atvinnuvef Hafnarfjarðar. Það vantar ungt fólk með hreint sakavottorð til þess að sjá um forfallakennslu og „aðrar“ afleysingar í skólum bæjarins, það vantar allskonar fólk í allskonar störf á sviði menntunar og /eða uppeldi barna.

Skoðun
Fréttamynd

Harka­leg um­ræða fái kennara til að hugsa sína stöðu

Kristín Björnsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, furðar sig á því að skilyrðin fyrir því að vera ráðinn til afleysinga í Hafnarfirði séu ekki meiri en að vera orðinn tvítugur og með hreint sakavottorð. Hún segir marga kennara orðna þreytta á stöðunni og skoði nú atvinnuauglýsingar. 

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir mann­dráp af gá­leysi á Völlunum

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir manndráp af gáleysi, með því að hafa ekið vörubíl yfir hinn átta ára gamla Ibrahim Shah í október 2023. Honum er gert að greiða foreldrum Ibrahims alls átta milljónir króna í miskabætur. Rannsókn á slysinu bendir til þess að Ibrahim hafi sést í baksýnisspegli vörubílsins í rúma hálfa mínútu áður en hann varð undir bílnum.

Innlent