Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar 4. október 2025 08:02 Tæmer, rímænder, kontakts og erpleinmód. Hefur þú notað þessi orð nýlega? Því það hef ég svo sannarlega gert. Í frábærum pistli sem birtist hér á vísi fyrr í vikunni benti Friðrik Björnsson á að „Mest lesnu orð á Íslandi“ væru líklega þau sem birtast okkur daglega í snjallsímunum okkar. Friðrik leiddi því að því líkum að sú staðreynd að stýrikerfi Apple bjóði ekki upp á íslensku gæti verið töluvert sterkur áhrifavaldur á tungumálið okkar. Baráttan fyrir íslensku í Apple er ekki sú fyrsta fyrir hönd íslenskunnar í tækniheiminum. Fyrir aldamót unnu ötulir Íslendingar að því að tryggja íslenska stafi á lyklaborð svo það væri yfir höfuð hægt að skrifa íslensku í tölvur! Í kjölfarið tók við baráttan um íslenskt viðmót í Office-umhverfi Microsoft, um íslenskar þýðingarvélar og tölvuraddir og nú síðast að tryggja að gervigreind, og þá einkum stór mállíkön, skilji og svari á íslensku og geri það vel. Fyrir ríflega áratug tók fjöldi fyrirtækja og samtaka sig saman um stofnun Almannaróms – miðstöðvar máltækni. Eitt af okkar hlutverkum er einmitt þetta; að tryggja stafræna framtíð íslenskunnar með því byggja opin gagnasöfn og hugbúnað sem einfaldi erlendum tæknifyrirtækjum að innleiða íslensku og ekki síður að eiga í stöðugu samtali við hin erlendu fyrirtæki og minna á mikilvægi þess að framtíðin tali íslensku. Það er ekki bara af því að okkur er annt um varðveislu tungumálsins heldur líka af því að við viljum að Ísland njóti jafnra tækifæra og stærri lönd í yfirstandandi tæknibyltingu. Það að geta notað tækni á okkar móðurmáli er einfaldlega forsenda þess að svo megi vera. Við höfum nú þegar náð stórmerkilegum árangri á þessari vegferð. Ofarlega í huga er að íslenska var annað tungumálið sem mállíkanið Chat GPT var þjálfað á, eftir ensku. Við áttum líka eitt af fyrstu tungumálunum í þýðingarvél Google þegar hún voru kynnt. „Copilot“, gervigreindarþjónusta Microsoft, var kynnt á íslensku í sumar eftir töluverða baráttu. Síðan hafa ráðamenn Microsoft verið mjög móttækilegir fyrir samtali og endurgjöf um hvernig megi bæta íslenskuvirkni í hugbúnaði fyrirtækisins. Þetta sýnir að það er hægt að ná árangri í baráttunni við risana. En af öllum þeim tæknirisum sem við höfum leitað til hefur Apple verið tregast í taumi. Við erum í góðu samstarfi við ráðherra og ráðuneyti og leitum nú sem áður betri leiða til að koma okkar málstað á framfæri gagnvart Apple. Samhliða því leitum við svo til ykkar. Verkefnið er eftirfarandi: 1. Smellið á eftirfarandi hlekk: Endurgjöf til Apple 2. Veljið iphone (eða aðra vöru sem þið notið mikið) 3. Skráið inn nafn og heimaland og veljið „feature request“ þegar spurt er um „feedback type“ 4. Skrifið í athugasemdagluggann „We would like Apple to add Icelandic!“ Takk fyrir að leggja okkur lið! Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Tækni Apple Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Tæmer, rímænder, kontakts og erpleinmód. Hefur þú notað þessi orð nýlega? Því það hef ég svo sannarlega gert. Í frábærum pistli sem birtist hér á vísi fyrr í vikunni benti Friðrik Björnsson á að „Mest lesnu orð á Íslandi“ væru líklega þau sem birtast okkur daglega í snjallsímunum okkar. Friðrik leiddi því að því líkum að sú staðreynd að stýrikerfi Apple bjóði ekki upp á íslensku gæti verið töluvert sterkur áhrifavaldur á tungumálið okkar. Baráttan fyrir íslensku í Apple er ekki sú fyrsta fyrir hönd íslenskunnar í tækniheiminum. Fyrir aldamót unnu ötulir Íslendingar að því að tryggja íslenska stafi á lyklaborð svo það væri yfir höfuð hægt að skrifa íslensku í tölvur! Í kjölfarið tók við baráttan um íslenskt viðmót í Office-umhverfi Microsoft, um íslenskar þýðingarvélar og tölvuraddir og nú síðast að tryggja að gervigreind, og þá einkum stór mállíkön, skilji og svari á íslensku og geri það vel. Fyrir ríflega áratug tók fjöldi fyrirtækja og samtaka sig saman um stofnun Almannaróms – miðstöðvar máltækni. Eitt af okkar hlutverkum er einmitt þetta; að tryggja stafræna framtíð íslenskunnar með því byggja opin gagnasöfn og hugbúnað sem einfaldi erlendum tæknifyrirtækjum að innleiða íslensku og ekki síður að eiga í stöðugu samtali við hin erlendu fyrirtæki og minna á mikilvægi þess að framtíðin tali íslensku. Það er ekki bara af því að okkur er annt um varðveislu tungumálsins heldur líka af því að við viljum að Ísland njóti jafnra tækifæra og stærri lönd í yfirstandandi tæknibyltingu. Það að geta notað tækni á okkar móðurmáli er einfaldlega forsenda þess að svo megi vera. Við höfum nú þegar náð stórmerkilegum árangri á þessari vegferð. Ofarlega í huga er að íslenska var annað tungumálið sem mállíkanið Chat GPT var þjálfað á, eftir ensku. Við áttum líka eitt af fyrstu tungumálunum í þýðingarvél Google þegar hún voru kynnt. „Copilot“, gervigreindarþjónusta Microsoft, var kynnt á íslensku í sumar eftir töluverða baráttu. Síðan hafa ráðamenn Microsoft verið mjög móttækilegir fyrir samtali og endurgjöf um hvernig megi bæta íslenskuvirkni í hugbúnaði fyrirtækisins. Þetta sýnir að það er hægt að ná árangri í baráttunni við risana. En af öllum þeim tæknirisum sem við höfum leitað til hefur Apple verið tregast í taumi. Við erum í góðu samstarfi við ráðherra og ráðuneyti og leitum nú sem áður betri leiða til að koma okkar málstað á framfæri gagnvart Apple. Samhliða því leitum við svo til ykkar. Verkefnið er eftirfarandi: 1. Smellið á eftirfarandi hlekk: Endurgjöf til Apple 2. Veljið iphone (eða aðra vöru sem þið notið mikið) 3. Skráið inn nafn og heimaland og veljið „feature request“ þegar spurt er um „feedback type“ 4. Skrifið í athugasemdagluggann „We would like Apple to add Icelandic!“ Takk fyrir að leggja okkur lið! Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun