Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar 4. október 2025 08:02 Tæmer, rímænder, kontakts og erpleinmód. Hefur þú notað þessi orð nýlega? Því það hef ég svo sannarlega gert. Í frábærum pistli sem birtist hér á vísi fyrr í vikunni benti Friðrik Björnsson á að „Mest lesnu orð á Íslandi“ væru líklega þau sem birtast okkur daglega í snjallsímunum okkar. Friðrik leiddi því að því líkum að sú staðreynd að stýrikerfi Apple bjóði ekki upp á íslensku gæti verið töluvert sterkur áhrifavaldur á tungumálið okkar. Baráttan fyrir íslensku í Apple er ekki sú fyrsta fyrir hönd íslenskunnar í tækniheiminum. Fyrir aldamót unnu ötulir Íslendingar að því að tryggja íslenska stafi á lyklaborð svo það væri yfir höfuð hægt að skrifa íslensku í tölvur! Í kjölfarið tók við baráttan um íslenskt viðmót í Office-umhverfi Microsoft, um íslenskar þýðingarvélar og tölvuraddir og nú síðast að tryggja að gervigreind, og þá einkum stór mállíkön, skilji og svari á íslensku og geri það vel. Fyrir ríflega áratug tók fjöldi fyrirtækja og samtaka sig saman um stofnun Almannaróms – miðstöðvar máltækni. Eitt af okkar hlutverkum er einmitt þetta; að tryggja stafræna framtíð íslenskunnar með því byggja opin gagnasöfn og hugbúnað sem einfaldi erlendum tæknifyrirtækjum að innleiða íslensku og ekki síður að eiga í stöðugu samtali við hin erlendu fyrirtæki og minna á mikilvægi þess að framtíðin tali íslensku. Það er ekki bara af því að okkur er annt um varðveislu tungumálsins heldur líka af því að við viljum að Ísland njóti jafnra tækifæra og stærri lönd í yfirstandandi tæknibyltingu. Það að geta notað tækni á okkar móðurmáli er einfaldlega forsenda þess að svo megi vera. Við höfum nú þegar náð stórmerkilegum árangri á þessari vegferð. Ofarlega í huga er að íslenska var annað tungumálið sem mállíkanið Chat GPT var þjálfað á, eftir ensku. Við áttum líka eitt af fyrstu tungumálunum í þýðingarvél Google þegar hún voru kynnt. „Copilot“, gervigreindarþjónusta Microsoft, var kynnt á íslensku í sumar eftir töluverða baráttu. Síðan hafa ráðamenn Microsoft verið mjög móttækilegir fyrir samtali og endurgjöf um hvernig megi bæta íslenskuvirkni í hugbúnaði fyrirtækisins. Þetta sýnir að það er hægt að ná árangri í baráttunni við risana. En af öllum þeim tæknirisum sem við höfum leitað til hefur Apple verið tregast í taumi. Við erum í góðu samstarfi við ráðherra og ráðuneyti og leitum nú sem áður betri leiða til að koma okkar málstað á framfæri gagnvart Apple. Samhliða því leitum við svo til ykkar. Verkefnið er eftirfarandi: 1. Smellið á eftirfarandi hlekk: Endurgjöf til Apple 2. Veljið iphone (eða aðra vöru sem þið notið mikið) 3. Skráið inn nafn og heimaland og veljið „feature request“ þegar spurt er um „feedback type“ 4. Skrifið í athugasemdagluggann „We would like Apple to add Icelandic!“ Takk fyrir að leggja okkur lið! Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Tækni Apple Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Tæmer, rímænder, kontakts og erpleinmód. Hefur þú notað þessi orð nýlega? Því það hef ég svo sannarlega gert. Í frábærum pistli sem birtist hér á vísi fyrr í vikunni benti Friðrik Björnsson á að „Mest lesnu orð á Íslandi“ væru líklega þau sem birtast okkur daglega í snjallsímunum okkar. Friðrik leiddi því að því líkum að sú staðreynd að stýrikerfi Apple bjóði ekki upp á íslensku gæti verið töluvert sterkur áhrifavaldur á tungumálið okkar. Baráttan fyrir íslensku í Apple er ekki sú fyrsta fyrir hönd íslenskunnar í tækniheiminum. Fyrir aldamót unnu ötulir Íslendingar að því að tryggja íslenska stafi á lyklaborð svo það væri yfir höfuð hægt að skrifa íslensku í tölvur! Í kjölfarið tók við baráttan um íslenskt viðmót í Office-umhverfi Microsoft, um íslenskar þýðingarvélar og tölvuraddir og nú síðast að tryggja að gervigreind, og þá einkum stór mállíkön, skilji og svari á íslensku og geri það vel. Fyrir ríflega áratug tók fjöldi fyrirtækja og samtaka sig saman um stofnun Almannaróms – miðstöðvar máltækni. Eitt af okkar hlutverkum er einmitt þetta; að tryggja stafræna framtíð íslenskunnar með því byggja opin gagnasöfn og hugbúnað sem einfaldi erlendum tæknifyrirtækjum að innleiða íslensku og ekki síður að eiga í stöðugu samtali við hin erlendu fyrirtæki og minna á mikilvægi þess að framtíðin tali íslensku. Það er ekki bara af því að okkur er annt um varðveislu tungumálsins heldur líka af því að við viljum að Ísland njóti jafnra tækifæra og stærri lönd í yfirstandandi tæknibyltingu. Það að geta notað tækni á okkar móðurmáli er einfaldlega forsenda þess að svo megi vera. Við höfum nú þegar náð stórmerkilegum árangri á þessari vegferð. Ofarlega í huga er að íslenska var annað tungumálið sem mállíkanið Chat GPT var þjálfað á, eftir ensku. Við áttum líka eitt af fyrstu tungumálunum í þýðingarvél Google þegar hún voru kynnt. „Copilot“, gervigreindarþjónusta Microsoft, var kynnt á íslensku í sumar eftir töluverða baráttu. Síðan hafa ráðamenn Microsoft verið mjög móttækilegir fyrir samtali og endurgjöf um hvernig megi bæta íslenskuvirkni í hugbúnaði fyrirtækisins. Þetta sýnir að það er hægt að ná árangri í baráttunni við risana. En af öllum þeim tæknirisum sem við höfum leitað til hefur Apple verið tregast í taumi. Við erum í góðu samstarfi við ráðherra og ráðuneyti og leitum nú sem áður betri leiða til að koma okkar málstað á framfæri gagnvart Apple. Samhliða því leitum við svo til ykkar. Verkefnið er eftirfarandi: 1. Smellið á eftirfarandi hlekk: Endurgjöf til Apple 2. Veljið iphone (eða aðra vöru sem þið notið mikið) 3. Skráið inn nafn og heimaland og veljið „feature request“ þegar spurt er um „feedback type“ 4. Skrifið í athugasemdagluggann „We would like Apple to add Icelandic!“ Takk fyrir að leggja okkur lið! Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar