752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar 3. október 2025 12:31 Þjóðaröryggisráð hefur verið kallað saman vegna fjölþáttaógnar sem steðja að Íslandi. Samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis hefur enginn dáið úr fjölþáttaógn á Íslandi. Á tíu ára tímabili, 2014 til 2023, létust hins vegar 752 Íslendingar vegna geðheilsutengds vanda (sjálfsvíg og lyfjaeitranir). Þjóðaröryggisráð hefur aldrei komið saman vegna ótímabæra dauðsfalla vegna geðræns vanda. Á þessi tíu ára tímabili dóu 17 Íslendingar yngri en 18 ára vegna geðheilsutengds vanda. Það dóu 160 á aldrinum 18 til 29 ára úr geðheilsutengdum vanda og 234 á aldrinum 30 til 44 ára. Samtals dóu 304 Íslendingar á aldrinum 10 til 29 ára á þessu 10 ára tímabili. Dánarorsök 177 þeirra var geðheilsutengdur. Þetta þýðir að 58% þeirra, sem dóu á þessum aldri, dóu vegna geðheilsutengds vanda. Vindmyllur og raunveruleiki Frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar til ársins 1991 voru Sovétríkin ógn okkar á Vesturlöndum. Þegar kaldastríðinu lauk þurftum við nýja ógn og hana fundum við í hryðjuverkum og Osama Bin Laden. Þegar búið var að ráðast inn í fjölmörg ríki og lýsa yfir sigri í „stríðinu gegn hryðjuverkum“ þurfti að finna nýja ógn. Hún er nú fundin og kallast: fjölþáttaógn. Og peningarnir streyma í þessa vá – rétt eins þeir streymdu í aðrar vindmyllur alheimsógna vopnaframleiðenda. Þjóðaröryggisráðið ítrekað kallað saman og brúnaþungir ráðamenn eru ómyrkir í máli. Á 10 árum dóu 177 á aldrinum 10 til 29 ára vegna geðheilsubrests. Það þýðir 17,7 að meðaltali á ári bara í þessum aldursflokki. Þetta er hin raunverulega ógn sem steðjar að okkar samfélagi. Það hefur hins vegar enginn farið í málþóf eða kallað eftir neyðarfundi í þjóðaröryggisráði vegna þessarar banvænu ógnar. Á henni er ekki tekið í fjárlagafrumvarpi ársins 2026 – hvorki í umfjöllun eða aðgerðum. Orðið geð, sem orð eða hluti af orði, kemur 12 sinnum fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Orðin öryggi og varnar, sem heil orð eða hluti af öðrum, koma hins vegar fyrir 69 sinnum í sama frumvarpi. Þá er búið að draga frá öryggisvistun og öryggisúrræði sem tengjast fangelsis og geðheilbrigðismálum. Hver er hin raunverulega ógn sem steðjar að íslensku samfélagi? Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Geðheilbrigði Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þjóðaröryggisráð hefur verið kallað saman vegna fjölþáttaógnar sem steðja að Íslandi. Samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis hefur enginn dáið úr fjölþáttaógn á Íslandi. Á tíu ára tímabili, 2014 til 2023, létust hins vegar 752 Íslendingar vegna geðheilsutengds vanda (sjálfsvíg og lyfjaeitranir). Þjóðaröryggisráð hefur aldrei komið saman vegna ótímabæra dauðsfalla vegna geðræns vanda. Á þessi tíu ára tímabili dóu 17 Íslendingar yngri en 18 ára vegna geðheilsutengds vanda. Það dóu 160 á aldrinum 18 til 29 ára úr geðheilsutengdum vanda og 234 á aldrinum 30 til 44 ára. Samtals dóu 304 Íslendingar á aldrinum 10 til 29 ára á þessu 10 ára tímabili. Dánarorsök 177 þeirra var geðheilsutengdur. Þetta þýðir að 58% þeirra, sem dóu á þessum aldri, dóu vegna geðheilsutengds vanda. Vindmyllur og raunveruleiki Frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar til ársins 1991 voru Sovétríkin ógn okkar á Vesturlöndum. Þegar kaldastríðinu lauk þurftum við nýja ógn og hana fundum við í hryðjuverkum og Osama Bin Laden. Þegar búið var að ráðast inn í fjölmörg ríki og lýsa yfir sigri í „stríðinu gegn hryðjuverkum“ þurfti að finna nýja ógn. Hún er nú fundin og kallast: fjölþáttaógn. Og peningarnir streyma í þessa vá – rétt eins þeir streymdu í aðrar vindmyllur alheimsógna vopnaframleiðenda. Þjóðaröryggisráðið ítrekað kallað saman og brúnaþungir ráðamenn eru ómyrkir í máli. Á 10 árum dóu 177 á aldrinum 10 til 29 ára vegna geðheilsubrests. Það þýðir 17,7 að meðaltali á ári bara í þessum aldursflokki. Þetta er hin raunverulega ógn sem steðjar að okkar samfélagi. Það hefur hins vegar enginn farið í málþóf eða kallað eftir neyðarfundi í þjóðaröryggisráði vegna þessarar banvænu ógnar. Á henni er ekki tekið í fjárlagafrumvarpi ársins 2026 – hvorki í umfjöllun eða aðgerðum. Orðið geð, sem orð eða hluti af orði, kemur 12 sinnum fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Orðin öryggi og varnar, sem heil orð eða hluti af öðrum, koma hins vegar fyrir 69 sinnum í sama frumvarpi. Þá er búið að draga frá öryggisvistun og öryggisúrræði sem tengjast fangelsis og geðheilbrigðismálum. Hver er hin raunverulega ógn sem steðjar að íslensku samfélagi? Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun