Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson og Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifa 3. október 2025 10:47 Nýjar tillögur Reykjavíkurborgar um styttri dvalartíma, skráningarskyldu og hækkun gjaldskrár leikskóla eru reiðarslag fyrir barnafjölskyldur og jafnrétti. Þær valda ASÍ og BSRB gríðarlegum áhyggjum. Í stað raunverulegra aðgerða til að fjölga starfsfólki, og treysta grundvöll leikskólastarfsins, er verið að þrýsta á foreldra að draga úr leikskóladvöl barna sinna og hækka gjaldskrá verulega á þau sem ekki hafa tök á því. Ný gjaldskrá er ósanngjörn og mjög flókin Uppbyggingin á drögum að nýrri gjaldskrá er mjög flókin og tekjutengingar og afslættir eru margþættir. Það verður erfitt fyrir foreldra að átta sig á endanlegu gjaldi og þeim áhrifum sem breytingar á tekjum eða þörf fyrir fulla dagvistun munu hafa á leikskólagjöld. ASÍ og BSRB hafa greint áhrif tillagnanna á gjöld foreldra fyrir leikskóladvöl barna sinna. Tekjumörkin í tillögum að nýrri gjaldskrá, sem afslættir miðast við, eru mjög lág. Þannig fá einstæðir foreldrar með laun talsvert undir meðallaunum á vinnumarkaði engan afslátt og foreldrar í sambúð sem bæði eru með laun rétt yfir lægstu launum greiða fullt gjald. Breytingarnar á gjaldskránni, sem ætlað er að mynda hvata til að stytta dvalartíma en eru í raun refsing fyrir þau sem þurfa heilsdagspláss, hafa lang mest áhrif til hækkunar hjá einstæðum foreldrum með mánaðartekjur yfir 542.000 kr. Þá auka breytingarnar einnig verulega gjaldtöku á sambúðarfólk með mánaðartekjur yfir 396.000 kr. á mann sem þurfa á dagvistun að halda í 8 stundir á dag eða meira. Sem dæmi hækka leikskólagjöld einstæðra foreldra sem nýta skráningardaga og eru með tekjur á bilinu 542.000 til 792.000 á mánuði um 65% ef barnið er 8 tíma á dag á leikskólanum og um 100% ef dvalartíminn er 8,5 tímar. Hafi foreldrið tekjur yfir 792.000 kr. á mánuði, sem er rétt undir miðgildi tekna, hækka leikskólagjöldin um 120% fyrir 8 tímana og 185% fyrir 8,5 tíma. Leikskólinn er fjöregg fjölskyldustefnunnar Leikskólinn er eitt helsta jöfnunar- og jafnréttistæki sem byggt hefur verið upp hér á landi. Skólarnir eru grundvöllur farsællar mennta- og fjölskyldustefnu og allar breytingar sem veikja þessa þætti kerfisins grafa undan velferð barnafjölskyldna. Foreldrar treysta á leikskólana sem eru lykilforsenda fyrir atvinnuþátttöku beggja foreldra og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Leikskólanir hafa auk þess veitt barnafjölskyldum mikilvægan stuðning í daglegu lífi Mörg þeirra sem starfa í leikskólunum eru félagsfólk í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Þau, flest konur, starfa á lágum launum undir miklu álagi vegna manneklu og húsnæðisvanda. Val Reykjavíkurborgar stendur á milli þess að fjölga starfsfólki og bæta starfsaðstæður eða fækka leikskólastundum barna með þeim áhrifum sem að ofan er lýst. Koma má í veg fyrir það með því að gera störfin á leikskólunum eftirsóknarverðari með betri kjörum. Nú reynir á forystuhlutverk Reykjavíkur Vandi leikskólastigsins er kerfisbundinn, snýr að vanfjármögnun og skorti á langtímastefnu. Viðbrögð sveitarfélaga hafa hingað til einkennst af bráðabirgðalausnum sem varpa byrðum yfir á foreldra og starfsfólk og hér bætist Reykjavíkurborg í hópinn. Sveitarfélög eiga að hafa metnað til að byggja samfélag okkar áfram á grunngildum jafnaðar og jafnréttis. Það veldur vonbrigðum að Reykjavíkurborg sem hefur verið leiðandi í þjónustu við fjölskyldur skuli leggja fram tillögur sem þessar. Við skorum á meirihlutann í Reykjavík að draga þessar tillögur til baka og finna lausnir sem marka upphafið að endurreisn leikskólakerfisins á Íslandi. Finnbjörn A. Hermannsson er forseti ASÍ Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Sonja Ýr Þorbergsdóttir Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Sjá meira
Nýjar tillögur Reykjavíkurborgar um styttri dvalartíma, skráningarskyldu og hækkun gjaldskrár leikskóla eru reiðarslag fyrir barnafjölskyldur og jafnrétti. Þær valda ASÍ og BSRB gríðarlegum áhyggjum. Í stað raunverulegra aðgerða til að fjölga starfsfólki, og treysta grundvöll leikskólastarfsins, er verið að þrýsta á foreldra að draga úr leikskóladvöl barna sinna og hækka gjaldskrá verulega á þau sem ekki hafa tök á því. Ný gjaldskrá er ósanngjörn og mjög flókin Uppbyggingin á drögum að nýrri gjaldskrá er mjög flókin og tekjutengingar og afslættir eru margþættir. Það verður erfitt fyrir foreldra að átta sig á endanlegu gjaldi og þeim áhrifum sem breytingar á tekjum eða þörf fyrir fulla dagvistun munu hafa á leikskólagjöld. ASÍ og BSRB hafa greint áhrif tillagnanna á gjöld foreldra fyrir leikskóladvöl barna sinna. Tekjumörkin í tillögum að nýrri gjaldskrá, sem afslættir miðast við, eru mjög lág. Þannig fá einstæðir foreldrar með laun talsvert undir meðallaunum á vinnumarkaði engan afslátt og foreldrar í sambúð sem bæði eru með laun rétt yfir lægstu launum greiða fullt gjald. Breytingarnar á gjaldskránni, sem ætlað er að mynda hvata til að stytta dvalartíma en eru í raun refsing fyrir þau sem þurfa heilsdagspláss, hafa lang mest áhrif til hækkunar hjá einstæðum foreldrum með mánaðartekjur yfir 542.000 kr. Þá auka breytingarnar einnig verulega gjaldtöku á sambúðarfólk með mánaðartekjur yfir 396.000 kr. á mann sem þurfa á dagvistun að halda í 8 stundir á dag eða meira. Sem dæmi hækka leikskólagjöld einstæðra foreldra sem nýta skráningardaga og eru með tekjur á bilinu 542.000 til 792.000 á mánuði um 65% ef barnið er 8 tíma á dag á leikskólanum og um 100% ef dvalartíminn er 8,5 tímar. Hafi foreldrið tekjur yfir 792.000 kr. á mánuði, sem er rétt undir miðgildi tekna, hækka leikskólagjöldin um 120% fyrir 8 tímana og 185% fyrir 8,5 tíma. Leikskólinn er fjöregg fjölskyldustefnunnar Leikskólinn er eitt helsta jöfnunar- og jafnréttistæki sem byggt hefur verið upp hér á landi. Skólarnir eru grundvöllur farsællar mennta- og fjölskyldustefnu og allar breytingar sem veikja þessa þætti kerfisins grafa undan velferð barnafjölskyldna. Foreldrar treysta á leikskólana sem eru lykilforsenda fyrir atvinnuþátttöku beggja foreldra og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Leikskólanir hafa auk þess veitt barnafjölskyldum mikilvægan stuðning í daglegu lífi Mörg þeirra sem starfa í leikskólunum eru félagsfólk í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Þau, flest konur, starfa á lágum launum undir miklu álagi vegna manneklu og húsnæðisvanda. Val Reykjavíkurborgar stendur á milli þess að fjölga starfsfólki og bæta starfsaðstæður eða fækka leikskólastundum barna með þeim áhrifum sem að ofan er lýst. Koma má í veg fyrir það með því að gera störfin á leikskólunum eftirsóknarverðari með betri kjörum. Nú reynir á forystuhlutverk Reykjavíkur Vandi leikskólastigsins er kerfisbundinn, snýr að vanfjármögnun og skorti á langtímastefnu. Viðbrögð sveitarfélaga hafa hingað til einkennst af bráðabirgðalausnum sem varpa byrðum yfir á foreldra og starfsfólk og hér bætist Reykjavíkurborg í hópinn. Sveitarfélög eiga að hafa metnað til að byggja samfélag okkar áfram á grunngildum jafnaðar og jafnréttis. Það veldur vonbrigðum að Reykjavíkurborg sem hefur verið leiðandi í þjónustu við fjölskyldur skuli leggja fram tillögur sem þessar. Við skorum á meirihlutann í Reykjavík að draga þessar tillögur til baka og finna lausnir sem marka upphafið að endurreisn leikskólakerfisins á Íslandi. Finnbjörn A. Hermannsson er forseti ASÍ Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun