Sokkinn kostnaður Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 20. maí 2016 07:00 Staða háskólamenntaðra á vinnumarkaði fer versnandi. Þetta er mat Ásgeirs Jónssonar, dósents við hagfræðideild Háskóla Íslands, sem segir háskólamenntaða í dag ekki hafa sömu tækifæri og þeir höfðu áður. Þannig benda allar vísbendingar til þess að menntun skili ekki lengur þeim ábata sem hún gerði áður og ábatinn er almennt minni hér á landi en í öðrum löndum OECD. Tekjur þeirra sem eru á aldrinum milli tvítugs og þrítugs hafa lækkað verulega frá hruni, miðað við aðra aldurshópa. Samhliða því hefur hlutfall atvinnulausra með háskólamenntun tvöfaldast. Um er að ræða vanda á heimsvísu. „Þúsaldarkynslóðin“ hefur verið að dragast aftur úr. „Gögn benda til þess að þetta fólk fái lægri byrjunarlaun og að það hafi ekki fengið launahækkanir með auknum starfsaldri eins og áður hefur þekkst. Það virðist vera að fólk sé að fá minna fyrir sérhæfð störf, töluvert af störfum sem ungt fólk fær núna eru í þjónustu-, verslunar- og veitingageiranum,“ segir Ásgeir. Katrín Ólafsdóttir, doktor í vinnumarkaðsfræði, segir viðvörunarljósin loga og málið þurfi að skoða áður en úr því verði alvöru vandamál. Auðvitað er margt á því að græða, annað en peninga, að bæta við sig þekkingu og menntun. En staðan út frá fjárhagslegu sjónarmiði er einfaldlega þessi. Ábatinn af því að mennta sig er ekki nægilega mikill. Hættan er augljóslega sú að missa þetta sérhæfða fólk úr landi. Ef fólk hefur fjárfest í menntun til að auka tækifæri sín á vinnumarkaði sem síðan ekki skilar sér mun það sækja þau annað. Fjárfesting þessara einstaklinga í menntun er vel að merkja greidd af okkur öllum. Katrín segir nauðsynlegt að búa til betri leikvang fyrir atvinnulífið. Fjármagnshöftin stöðvi nýsköpun og hætt sé við að þessir sérhæfðu einstaklingar sem þjóðin hefur fjárfest í leiti út fyrir landsteinana og skili sér ekki aftur. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, var málshefjandi í sérstakri umræðu á Alþingi í gær um stöðu ungs fólks. Hún nefndi skuldabyrði ungra barnafjölskyldna sem áhyggjuefni, stöðu fæðingarorlofs, dagvistunarkerfi sem og minnkandi kaupmátt þúsaldarkynslóðarinnar. Í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra kom fyrst og fremst fram að almennt ættu Íslendingar að hafa það betra í dag en fyrir um þrjátíu árum. Á þeim tíma hafi kaupmáttur vaxið, fæðingarorlof verið sett og þegar komi að húsnæðismálum þurfi að beygja sig undir lögmál markaðarins. Hann viðurkenndi þó að gera þurfi betur. Áhyggjur kennaranna eru raunverulegar. Þó að hér sé mögulega betra að vera en árið 1990 þýðir það ekki að hér sé betra að vera en í öðrum löndum. Stjórnvöld sem hér halda um stýrið verða að gera sér grein fyrir að þau eru í samkeppnisrekstri með íslenskan mannauð og við erum að verða undir. Það þarf svo sannarlega að gera betur og það strax. Áður en úr þessu verður enn frekara alvöru vandamál.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Staða háskólamenntaðra á vinnumarkaði fer versnandi. Þetta er mat Ásgeirs Jónssonar, dósents við hagfræðideild Háskóla Íslands, sem segir háskólamenntaða í dag ekki hafa sömu tækifæri og þeir höfðu áður. Þannig benda allar vísbendingar til þess að menntun skili ekki lengur þeim ábata sem hún gerði áður og ábatinn er almennt minni hér á landi en í öðrum löndum OECD. Tekjur þeirra sem eru á aldrinum milli tvítugs og þrítugs hafa lækkað verulega frá hruni, miðað við aðra aldurshópa. Samhliða því hefur hlutfall atvinnulausra með háskólamenntun tvöfaldast. Um er að ræða vanda á heimsvísu. „Þúsaldarkynslóðin“ hefur verið að dragast aftur úr. „Gögn benda til þess að þetta fólk fái lægri byrjunarlaun og að það hafi ekki fengið launahækkanir með auknum starfsaldri eins og áður hefur þekkst. Það virðist vera að fólk sé að fá minna fyrir sérhæfð störf, töluvert af störfum sem ungt fólk fær núna eru í þjónustu-, verslunar- og veitingageiranum,“ segir Ásgeir. Katrín Ólafsdóttir, doktor í vinnumarkaðsfræði, segir viðvörunarljósin loga og málið þurfi að skoða áður en úr því verði alvöru vandamál. Auðvitað er margt á því að græða, annað en peninga, að bæta við sig þekkingu og menntun. En staðan út frá fjárhagslegu sjónarmiði er einfaldlega þessi. Ábatinn af því að mennta sig er ekki nægilega mikill. Hættan er augljóslega sú að missa þetta sérhæfða fólk úr landi. Ef fólk hefur fjárfest í menntun til að auka tækifæri sín á vinnumarkaði sem síðan ekki skilar sér mun það sækja þau annað. Fjárfesting þessara einstaklinga í menntun er vel að merkja greidd af okkur öllum. Katrín segir nauðsynlegt að búa til betri leikvang fyrir atvinnulífið. Fjármagnshöftin stöðvi nýsköpun og hætt sé við að þessir sérhæfðu einstaklingar sem þjóðin hefur fjárfest í leiti út fyrir landsteinana og skili sér ekki aftur. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, var málshefjandi í sérstakri umræðu á Alþingi í gær um stöðu ungs fólks. Hún nefndi skuldabyrði ungra barnafjölskyldna sem áhyggjuefni, stöðu fæðingarorlofs, dagvistunarkerfi sem og minnkandi kaupmátt þúsaldarkynslóðarinnar. Í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra kom fyrst og fremst fram að almennt ættu Íslendingar að hafa það betra í dag en fyrir um þrjátíu árum. Á þeim tíma hafi kaupmáttur vaxið, fæðingarorlof verið sett og þegar komi að húsnæðismálum þurfi að beygja sig undir lögmál markaðarins. Hann viðurkenndi þó að gera þurfi betur. Áhyggjur kennaranna eru raunverulegar. Þó að hér sé mögulega betra að vera en árið 1990 þýðir það ekki að hér sé betra að vera en í öðrum löndum. Stjórnvöld sem hér halda um stýrið verða að gera sér grein fyrir að þau eru í samkeppnisrekstri með íslenskan mannauð og við erum að verða undir. Það þarf svo sannarlega að gera betur og það strax. Áður en úr þessu verður enn frekara alvöru vandamál.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. maí.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun