Nú mega Mývetningar velja eldstöðinni nöfn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. mars 2015 08:15 Megingígurinn eftir að eldgosinu lauk. Hvað á hann að heita? Mynd/Haraldur Unason Diego Ný lög um örnefni voru samþykkt frá Alþingi í vikunni. Samkvæmt þeim er það nú í höndum Mývetninga, það er sveitarstjórnar Skútustaðahrepps, að hafa frumkvæði að nafngift þeirra nýju náttúrufyrirbæra sem urðu til í eldgosinu í Holuhrauni. Lögin voru samþykkt á þriðjudag með 44 atkvæðum gegn einu. Helsta nýmæli þeirra er að vald til að ákveða nöfn er fært nær almenningi með því að ábyrgð og skráning nafngifta er færð til sveitarfélaga. „Ef nýtt náttúrufyrirbæri þarfnast nafns ber viðkomandi sveitarstjórn að hafa frumkvæði að nafngift að fenginni umsögn örnefnanefndar,“ segir í 7. málsgrein nýju örnefnalaganna. „Tillögu að nýju nafni ber að senda ráðherra til staðfestingar. Þegar ráðherra hefur staðfest nýtt nafn skal sveitarstjórn eða eftir atvikum ráðherra upplýsa Landmælingar Íslands um nýja nafngift,“ segir ennfremur. Fjörleg umræða varð um nafn á fyrstu dögum eldgossins í Holuhrauni. Þannig bárust um tvöhundruð uppástungur þegar Stöð 2 og Vísir kölluðu eftir tillögum frá almenningi í byrjun september. Tvær stóðu þá upp úr, 21 tillaga barst um nafnið Drekahraun og 14 ábendingar um nafnið Holuhraun. Tekið skal fram að þá var gosið ennþá á langri gossprungu og ekki hafði þá myndast sá mikli gígur sem nú blasir við né var stærð hraunsins orðin jafn mikil og nú er orðin staðreynd.Nýja hraunið gæti hafa myndað náttúrulega stíflu til að nýtt lón myndist fyrir innan í sumar. Hvað ætti það lón að heita?Mynd/Haraldur Unason DiegoÞótt meginverkefni Mývetninga verði væntanlega að finna tvö ný nöfn, á aðalgíginn og hraunið, má telja líklegt að til skoðunar komi hvort fleiri ný náttúrufyrirbæri á svæðinu þarfnist nafns, eins og smærri gígar utan aðalgígsins. Þá verður spennandi að sjá í vor og sumar hvort nýtt lón myndist fyrir innan nýja hraunið. Það þyrfti þá væntanlega að velja því lóni eitthvert heiti. Þá vaknar sú spurning hvort sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs gæti haft aðkomu að málinu. Sveitarfélagamörk Skútustaðahrepps og Fljótsdalshéraðs liggja nefnilega um farveg Jökulsár á Fjöllum. Í eldgosinu flæddi hraun út í farveginn og þrýsti honum lengra til austurs. Hugsanlegt er að austasta tota hraunsins hafi náð að teygja sig yfir gömlu sveitarfélagamörkin.Hraunið rann út í meginkvíslar Jökulsár á Fjöllum á Dyngjusandi. Náði það yfir sveitarfélagamörkin, sem liggja um farveginn?Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Alþingi Tengdar fréttir Hvað á nýja eldstöðin að heita? Fjölmargar tillögur um nafn á nýju eldstöðina hafa borist fréttastofu. Flestir leggja til Drekahraun og þá hafa einnig fjölmargir lagt til Bárðarhraun. 1. september 2014 21:13 Á þriðja hundrað tillögur: Drekahraun, Ómarshraun eða Litla-Hraun? Fréttastofa hvatti almenning í gær til að senda inn sínar tillögur að nafni á eldstöðinni og hrauninu og hafa fjölmargar tillögur borist. 2. september 2014 10:52 Héti þessi eyja Vesturey ef Eyjamenn hefðu valið? Mývetningar fá að eiga frumkvæði að nafngift nýrra náttúrufyrirbæra sem verða til vegna eldgossins í Holuhrauni, samkvæmt lagafrumvarpi um örnefni. 15. janúar 2015 09:57 Ómarshraun og Kristjánsgígar Almenningur leggur til nöfn á nýja hraunið. 2. september 2014 19:30 Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Ný lög um örnefni voru samþykkt frá Alþingi í vikunni. Samkvæmt þeim er það nú í höndum Mývetninga, það er sveitarstjórnar Skútustaðahrepps, að hafa frumkvæði að nafngift þeirra nýju náttúrufyrirbæra sem urðu til í eldgosinu í Holuhrauni. Lögin voru samþykkt á þriðjudag með 44 atkvæðum gegn einu. Helsta nýmæli þeirra er að vald til að ákveða nöfn er fært nær almenningi með því að ábyrgð og skráning nafngifta er færð til sveitarfélaga. „Ef nýtt náttúrufyrirbæri þarfnast nafns ber viðkomandi sveitarstjórn að hafa frumkvæði að nafngift að fenginni umsögn örnefnanefndar,“ segir í 7. málsgrein nýju örnefnalaganna. „Tillögu að nýju nafni ber að senda ráðherra til staðfestingar. Þegar ráðherra hefur staðfest nýtt nafn skal sveitarstjórn eða eftir atvikum ráðherra upplýsa Landmælingar Íslands um nýja nafngift,“ segir ennfremur. Fjörleg umræða varð um nafn á fyrstu dögum eldgossins í Holuhrauni. Þannig bárust um tvöhundruð uppástungur þegar Stöð 2 og Vísir kölluðu eftir tillögum frá almenningi í byrjun september. Tvær stóðu þá upp úr, 21 tillaga barst um nafnið Drekahraun og 14 ábendingar um nafnið Holuhraun. Tekið skal fram að þá var gosið ennþá á langri gossprungu og ekki hafði þá myndast sá mikli gígur sem nú blasir við né var stærð hraunsins orðin jafn mikil og nú er orðin staðreynd.Nýja hraunið gæti hafa myndað náttúrulega stíflu til að nýtt lón myndist fyrir innan í sumar. Hvað ætti það lón að heita?Mynd/Haraldur Unason DiegoÞótt meginverkefni Mývetninga verði væntanlega að finna tvö ný nöfn, á aðalgíginn og hraunið, má telja líklegt að til skoðunar komi hvort fleiri ný náttúrufyrirbæri á svæðinu þarfnist nafns, eins og smærri gígar utan aðalgígsins. Þá verður spennandi að sjá í vor og sumar hvort nýtt lón myndist fyrir innan nýja hraunið. Það þyrfti þá væntanlega að velja því lóni eitthvert heiti. Þá vaknar sú spurning hvort sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs gæti haft aðkomu að málinu. Sveitarfélagamörk Skútustaðahrepps og Fljótsdalshéraðs liggja nefnilega um farveg Jökulsár á Fjöllum. Í eldgosinu flæddi hraun út í farveginn og þrýsti honum lengra til austurs. Hugsanlegt er að austasta tota hraunsins hafi náð að teygja sig yfir gömlu sveitarfélagamörkin.Hraunið rann út í meginkvíslar Jökulsár á Fjöllum á Dyngjusandi. Náði það yfir sveitarfélagamörkin, sem liggja um farveginn?Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Alþingi Tengdar fréttir Hvað á nýja eldstöðin að heita? Fjölmargar tillögur um nafn á nýju eldstöðina hafa borist fréttastofu. Flestir leggja til Drekahraun og þá hafa einnig fjölmargir lagt til Bárðarhraun. 1. september 2014 21:13 Á þriðja hundrað tillögur: Drekahraun, Ómarshraun eða Litla-Hraun? Fréttastofa hvatti almenning í gær til að senda inn sínar tillögur að nafni á eldstöðinni og hrauninu og hafa fjölmargar tillögur borist. 2. september 2014 10:52 Héti þessi eyja Vesturey ef Eyjamenn hefðu valið? Mývetningar fá að eiga frumkvæði að nafngift nýrra náttúrufyrirbæra sem verða til vegna eldgossins í Holuhrauni, samkvæmt lagafrumvarpi um örnefni. 15. janúar 2015 09:57 Ómarshraun og Kristjánsgígar Almenningur leggur til nöfn á nýja hraunið. 2. september 2014 19:30 Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Hvað á nýja eldstöðin að heita? Fjölmargar tillögur um nafn á nýju eldstöðina hafa borist fréttastofu. Flestir leggja til Drekahraun og þá hafa einnig fjölmargir lagt til Bárðarhraun. 1. september 2014 21:13
Á þriðja hundrað tillögur: Drekahraun, Ómarshraun eða Litla-Hraun? Fréttastofa hvatti almenning í gær til að senda inn sínar tillögur að nafni á eldstöðinni og hrauninu og hafa fjölmargar tillögur borist. 2. september 2014 10:52
Héti þessi eyja Vesturey ef Eyjamenn hefðu valið? Mývetningar fá að eiga frumkvæði að nafngift nýrra náttúrufyrirbæra sem verða til vegna eldgossins í Holuhrauni, samkvæmt lagafrumvarpi um örnefni. 15. janúar 2015 09:57
Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45