Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Jakob Bjarnar skrifar 3. mars 2025 15:16 Ragnar Þór telur fyrirhugað bann Ásthildar Lóu Þórsdóttur við farsímanotkun grunnskólabarna algjörlega út í hött, hann mun ekki hlýða. vísir/Sigurjón/Vilhelm Ragnar Þór Pétursson, kennari og fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, fordæmir fortakslaust áform Ásthildar Lóu Þórsdóttur, barna- og menntamálaráðherra, um bann við snjallsímum í grunnskólum landsins. „Fari svo að þú komir í gegn um Alþingi banni við að 13-16 ára ungmenni í grunnskólum hafi með sér snjallsíma í skólann mun ég ekki framfylgja því,“ segir Ragnar Þór í færslu sem hefur vakið þó nokkra athygli á Facebook. Ljóst er að Ragnar telur þetta bann vanhugsað og í raun glórulaust. Hann veit ekki hvernig á að framfylgja þessu banni: Mun ekki reyna að grípa nemendur góðvolga „Ég mun ekki krefjast þess að nemendur afhendi mér eða öðrum eigur sínar. Ég mun ekki krefjast þess að þeir taki af sér snjallúr. Ég mun ekki kíkja inn í eyrun á þeim og fjarlægja þaðan heyrnartól sem þeir geta notað til að hlusta á og tala við símann sinn þótt hann sé í töskunni. Ég mun ekki reyna að grípa nemendur glóðvolga í símanum í frímínútum eða í skúmaskotum. Ég mun ekki hlýða.“ Ragnar Þór segir að það megi hóta sér áminningum og brottrekstri, hann muni samt ekki hlýða. Þó sé hann löghlýðinn maður. „Ég mun ekki hlýða þér vegna þess að þú hefur lýst því yfir að þú sért tilbúin að fara yfir strik. Strik sem enginn hér á landi hefur stigið yfir, nema hafa nánast um leið lýst yfir fyrirlitningu á kennurum og þeirra störfum.“ Huglausasta leiðin valin Ragnar segir börn ekki bjána. Og þó bönn geti virkar á sumt, stundum, þá virki þau ekki á allt alltaf. Bann geti gengið sér til húðar allt eins og er með frelsi. Leitað hafi verið til ráðuneytisins og fólk alltaf til í að finna lausnir. „Í stjórnarsáttmála lofuðuð þið að gefa leiðsögn. Í stað þess virðist eiga að velja einföldustu og huglausustu leiðina. Skilgreina vandann sem ofvaxinn skólum. Smætta kennara niður í það að þeir ráði ekki við hlutverk sitt. Grafa undan starfinu og draga úr lýðræðislegu uppeldishlutverki skóla.“ Færsla Ragnars er löng og ítarleg. Hann segir skóla stofnun þar sem nemandi eigi að fá að ástunda lýðræði og njóta virðingar og þeirri skulbindindingu ætli hann sér að reynast trúr. Símanotkun barna Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grunnskólar Börn og uppeldi Alþingi Skóla- og menntamál Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
„Fari svo að þú komir í gegn um Alþingi banni við að 13-16 ára ungmenni í grunnskólum hafi með sér snjallsíma í skólann mun ég ekki framfylgja því,“ segir Ragnar Þór í færslu sem hefur vakið þó nokkra athygli á Facebook. Ljóst er að Ragnar telur þetta bann vanhugsað og í raun glórulaust. Hann veit ekki hvernig á að framfylgja þessu banni: Mun ekki reyna að grípa nemendur góðvolga „Ég mun ekki krefjast þess að nemendur afhendi mér eða öðrum eigur sínar. Ég mun ekki krefjast þess að þeir taki af sér snjallúr. Ég mun ekki kíkja inn í eyrun á þeim og fjarlægja þaðan heyrnartól sem þeir geta notað til að hlusta á og tala við símann sinn þótt hann sé í töskunni. Ég mun ekki reyna að grípa nemendur glóðvolga í símanum í frímínútum eða í skúmaskotum. Ég mun ekki hlýða.“ Ragnar Þór segir að það megi hóta sér áminningum og brottrekstri, hann muni samt ekki hlýða. Þó sé hann löghlýðinn maður. „Ég mun ekki hlýða þér vegna þess að þú hefur lýst því yfir að þú sért tilbúin að fara yfir strik. Strik sem enginn hér á landi hefur stigið yfir, nema hafa nánast um leið lýst yfir fyrirlitningu á kennurum og þeirra störfum.“ Huglausasta leiðin valin Ragnar segir börn ekki bjána. Og þó bönn geti virkar á sumt, stundum, þá virki þau ekki á allt alltaf. Bann geti gengið sér til húðar allt eins og er með frelsi. Leitað hafi verið til ráðuneytisins og fólk alltaf til í að finna lausnir. „Í stjórnarsáttmála lofuðuð þið að gefa leiðsögn. Í stað þess virðist eiga að velja einföldustu og huglausustu leiðina. Skilgreina vandann sem ofvaxinn skólum. Smætta kennara niður í það að þeir ráði ekki við hlutverk sitt. Grafa undan starfinu og draga úr lýðræðislegu uppeldishlutverki skóla.“ Færsla Ragnars er löng og ítarleg. Hann segir skóla stofnun þar sem nemandi eigi að fá að ástunda lýðræði og njóta virðingar og þeirri skulbindindingu ætli hann sér að reynast trúr.
Símanotkun barna Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grunnskólar Börn og uppeldi Alþingi Skóla- og menntamál Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira