Innlent

Eyði­legging eftir ó­veður og bolluóðir lands­menn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Alger eyðilegging blasir við fyrirtækjaeigendum við Fiskislóð 31 í Reykjavík eftir óveðrið um liðna helgi. Himinháar öldur skullu á varnargarðinum úti á Granda með þeim afleiðingum að upp úr brotnaði og flóð náði langt upp á land. Við ræðum við íbúa í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Akranesi, þar sem verið er að draga tvo bíla upp úr höfninni, sem öldur hrifsuðu til sín í morgun.

Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur kallað eftir því að þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að ESB verði flýtt. Við fáum viðbrögð utanríkisráðherra við þessu.

Bollur runnu ofan í landsmenn í dag og langar biðraðir mynduðust í bakaríum landsins, við litum við í einu þeirra í tilefni dagsins.

Það reyndist Snorra Steini Guðjónssyni landsliðsþjálfara í handbolta vandasamt að velja í leikmannahóp Íslands fyrir næstu leiki í undankeppni EM í handbolta. Allt um málið í íþróttapakkanum.

Og Í Íslandi í dag fylgjumst við með uppsetningu nýrrar eldfjallasýningar, Volcano Express, frá upphafi til enda.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×