Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. mars 2025 19:33 Guðmundur Ingi Kristinsson formaður þingflokks Flokks fólksins segir óskiljanlegt að flokkurinn hafi ekki verið rétt skráður í nokkur ár. Því hafi nú verið kippt í liðinn. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra telur að fjármálaráðuneytið hefði átt að bíða með að greiða stjórnmálaflokkum opinbera styrki þar til skráning þeirra væri rétt. Enginn stjórnmálaflokkur uppfyllti skilyrði nýrra laga um skráningu flokka þegar fjármálaráðuneytið greiddi út fyrstu styrkina eftir lagabreytingu. Fjármálaráðherra telur að ráðuneytið hefði átt að bíða með greiðslurnar þar til skráning flokkanna væri lögum samkvæmt. Í janúar 2022 varð skráning stjórnmálaflokka á svokallaðri stjórnmálasamtakaskrá skilyrði fyrir opinberum styrkjum til þeirra. Fjármálaráðuneytið greiddi hins vegar slíka styrki til stjórnmálaflokkanna í janúar 2022 áður en nokkur þeirra hafði uppfyllt skilyrði um skráninguna í hina svokölluðu stjórnmálasamtakaskrá. Misfljótir flokkar Viðreisn og Samfylking, uppfylltu rétta skráningu í febrúar 2022. Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Píratar í apríl 2022. Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn 2023 og Vinstri græn 2024. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Þá var Flokkur fólksins síðastur til skrá sig rétt eða nú í febrúar. Fjármálaráðuneytið birti dagsetningar á því hvenær flokkarnir uppfylltu skilyrði laga um skráningu í sérstaka stjórnmálasamtakaskrá. Stjórnmálaflokkar þurfa að uppfylla skilyrðið til að fá framlög úr ríkissjóði. Heimild StjórnarráðiðVísir/Sara Fjármálaráðherra ákvað á dögunum að krefjast ekki endurgreiðslu framlaga hjá þeim flokkum sem þáðu slíka styrki án þess að vera með rétta skráningu á þeim tíma og hefur sú ákvörðun verið gagnrýnd af ýmsum. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis hélt opinn fund í dag vegna málsins og var fjármálaráðherra krafinn svara ákvörðun sína. Fjármálaráðuneytið átti að bíða með útgreiðsluna Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fjármálaráðuneytið hefði ekki átt að greiða út neina styrki fyrr en flokkarnir voru búnir að uppfylla ný skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá árið 2022. „Það hefði verið eðlilegt verklag að þessari skráningu væri lokið þegar greiðsla á styrkjum fór fram. Það voru að vísu sérákvæði í lögunum, en það var ekki gert,“ segir Daði. Aðspurður um hvort flokkarnir hefðu getað skráð sig hvenær sem er árið 2022 til að uppfylla skilyrði laganna, svarar Daði neitandi. Nei, verklagið í fjármálaráðuneytinu hefði átt að vera að bíða með hina eiginlegu útgreiðslu þangað til skráning hvers flokks var rétt. Skilyrði laganna voru að þessu leyti alveg skýr. „Þetta er stórfurðulegt“ Flokkur fólksins uppfyllti ekki skilyrði laganna fyrr en eftir landsfund flokksins í þessum mánuði. Guðmundur Ingi Kristinsson formaður þingflokksins segir óskiljanlegt að það hafi ekki gerst fyrr. „Það þar þarf eiginlega að athuga og rannsaka hvað fór úrskeiðis. Þetta er stórfurðulegt. Þau sem voru við stjórn þarna 2022 gerðu þetta ekki heldur á réttum tíma. Það má halda því fram að lögin hafi klúðrast. Þetta voru smávægileg mistök hjá okkur en við þurfum að vanda okkur betur,“ segir Guðmundur. Aðspurður um hvort skatturinn hafi komið með ábendingar vegna málsins segir Guðmundur að það hafi ekki verið fyrr en á síðasta ári. „Við fengum ekki leiðbeiningar frá skattinum fyrr en eftir að við fengum greidda styrkina í fyrra. Þá fórum við að reyna að redda þessu. Við fengum þau skilaboð að við þyrftum að halda landsfund áður sem við erum nú búin að halda og þetta er í lagi í dag.“ Styrkir til stjórnmálasamtaka Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Píratar Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Í janúar 2022 varð skráning stjórnmálaflokka á svokallaðri stjórnmálasamtakaskrá skilyrði fyrir opinberum styrkjum til þeirra. Fjármálaráðuneytið greiddi hins vegar slíka styrki til stjórnmálaflokkanna í janúar 2022 áður en nokkur þeirra hafði uppfyllt skilyrði um skráninguna í hina svokölluðu stjórnmálasamtakaskrá. Misfljótir flokkar Viðreisn og Samfylking, uppfylltu rétta skráningu í febrúar 2022. Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Píratar í apríl 2022. Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn 2023 og Vinstri græn 2024. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Þá var Flokkur fólksins síðastur til skrá sig rétt eða nú í febrúar. Fjármálaráðuneytið birti dagsetningar á því hvenær flokkarnir uppfylltu skilyrði laga um skráningu í sérstaka stjórnmálasamtakaskrá. Stjórnmálaflokkar þurfa að uppfylla skilyrðið til að fá framlög úr ríkissjóði. Heimild StjórnarráðiðVísir/Sara Fjármálaráðherra ákvað á dögunum að krefjast ekki endurgreiðslu framlaga hjá þeim flokkum sem þáðu slíka styrki án þess að vera með rétta skráningu á þeim tíma og hefur sú ákvörðun verið gagnrýnd af ýmsum. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis hélt opinn fund í dag vegna málsins og var fjármálaráðherra krafinn svara ákvörðun sína. Fjármálaráðuneytið átti að bíða með útgreiðsluna Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fjármálaráðuneytið hefði ekki átt að greiða út neina styrki fyrr en flokkarnir voru búnir að uppfylla ný skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá árið 2022. „Það hefði verið eðlilegt verklag að þessari skráningu væri lokið þegar greiðsla á styrkjum fór fram. Það voru að vísu sérákvæði í lögunum, en það var ekki gert,“ segir Daði. Aðspurður um hvort flokkarnir hefðu getað skráð sig hvenær sem er árið 2022 til að uppfylla skilyrði laganna, svarar Daði neitandi. Nei, verklagið í fjármálaráðuneytinu hefði átt að vera að bíða með hina eiginlegu útgreiðslu þangað til skráning hvers flokks var rétt. Skilyrði laganna voru að þessu leyti alveg skýr. „Þetta er stórfurðulegt“ Flokkur fólksins uppfyllti ekki skilyrði laganna fyrr en eftir landsfund flokksins í þessum mánuði. Guðmundur Ingi Kristinsson formaður þingflokksins segir óskiljanlegt að það hafi ekki gerst fyrr. „Það þar þarf eiginlega að athuga og rannsaka hvað fór úrskeiðis. Þetta er stórfurðulegt. Þau sem voru við stjórn þarna 2022 gerðu þetta ekki heldur á réttum tíma. Það má halda því fram að lögin hafi klúðrast. Þetta voru smávægileg mistök hjá okkur en við þurfum að vanda okkur betur,“ segir Guðmundur. Aðspurður um hvort skatturinn hafi komið með ábendingar vegna málsins segir Guðmundur að það hafi ekki verið fyrr en á síðasta ári. „Við fengum ekki leiðbeiningar frá skattinum fyrr en eftir að við fengum greidda styrkina í fyrra. Þá fórum við að reyna að redda þessu. Við fengum þau skilaboð að við þyrftum að halda landsfund áður sem við erum nú búin að halda og þetta er í lagi í dag.“
Styrkir til stjórnmálasamtaka Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Píratar Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira