Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. mars 2025 10:12 David Erritzoe er danskur geðlæknir og taugavísindamaður. Hann hefur undanfarin tuttugu ár stundað rannsóknir á notkun psilocybins í meðferð við ýmsum geðkvillum, til dæmis við OCD og ópíóðafíkn. Stöð 2 Danskur geðlæknir, sem hefur undanfarin tuttugu ár rannsakað notkun psilocybins, segist skilja að heilbrigðisstarfsmenn séu skeptískir á notkun slíkra efna í læknistilgangi. Þeir megi þó ekki hundsa nýjustu upplýsingar. Rannsóknir séu langt komnar og telur hann líklegt að efnin fái markaðsleyfi á næstu árum. Ráðstefna um notkun hugvíkkandi efna í lækningaskyni fór fram í Hörpu í síðustu viku. Þar voru fjörutíu fyrirlesarar staddir, alls staðar að úr heiminum, til að miðla þekkingu sinni. „Þesssi efni eru ólögleg þannig að það er rosalega mikil mótstaða og mikið af fordómum líka. Skiljanlega er fólk hrætt en þess vegna erum við að halda þessa ráðstefnu svo fólk geti komið og hlustað og skilið hvers vegna er verið að nota þessi efni,“ segir Sara María Júlíusdóttir, einn skipuleggjenda Psychadelics as Medicine. „Þetta mest spennandi meðferðin og hún lofar mjög góðu“ David Erritzoe er danskur geðlæknir og taugavísindamaður og er forstöðumaður miðstöðvar um hugvíkkandi efni við Imperial College í Lundúnum. Hann hefur undanfarna tvo áratugi rannsakað notkun hugvíkkandi efna við geðsjúkdómum. „Við höfum rannsakað psilocybin-meðferð við þunglyndi en einnig nýlega prófað notkun við áráttu- og þráhyggjuröskun og krónískum verkjum. Nú erum við að setja af stað tilraunir á notkun við ópíóíðafíkn og spilafíkn,“ segir David. Hann segir að rannsóknir á Psilocybin, sem er virka efnið í sveppum, og MDMA séu lengst komnar og ketamín hefur þegar fengið markaðsleyfi sem meðferð við þunglyndi. Hann telur líklegt að á næstu árum fái Psylosibin og MDMA markaðsleyfi. Psilocybin hefur verið rannsakað sem meðferðarúrræði við ýmiskonar kvillum eins og fram kemur í máli Erritzoe hér að framan en MDMA hefur verið rannsakað í meðferð við áfallastreyturöskun. „Það er mikil þörf. Margir sjúklingar fá ófullnægjandi þjónustu og það eru ekki nægilega mörg góð meðferðarúrræði svo það er stór meðferðareyða. Í geðlækningum þessa stundina er þetta mest spennandi meðferðin og hún lofar mjög góðu.“ „Þessi efni eru bara geðhjálp og ekkert annað“ Hann segist hafa fullan skilning á að heilbrigðisstarfsmenn séu skeptískir og þeir eigi að vera það. „En það er ótrúlega mikilvægt að vera vakandi fyrir vísbendingunum og vera forvitinn og með opinn huga.“ Á morgun, þriðjudag, eiga forsvarsmenn ráðstefnunnar fund með Heilbrigðisráðuneytinu þar sem þeir munu kynna þær upplýsingar sem fram koma á ráðstefnunni. Sara María er ein skipuleggjenda ráðstefnunnar. Hún á fund með heilbrigðisráðuneytinu næstkomandi þriðjudag.Stöð 2 „Þessi efni komast dýpra en venjuleg samtalsmeðferð. Þessi efni hafa sameiginlega þann hæfileika að hjálpa manni að komast inn á við og komast að kjarna sársins síns, sem er oft rótin á því sem er að plaga mann,“ segir Sara María. „Við ætlum að reyna að kynna fyrir þeim það sem fyrirlesararnir eru að miðla til okkar. Við mætum alltaf því sama: „Við viljum ekki mæta, við viljum ekki hlusta, það vantar fleiri rannsóknir.“ En það er búið að gera mörg hundruð klínískra rannsókna út um allan heim. Það er fullt af rannsóknum þannig að það er kominn tími til að hlusta og skoða þetta.“ „Þessi efni eru bara geðhjálp og ekkert annað.“ Heilbrigðismál Hugvíkkandi efni Tengdar fréttir Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Nú fljúga til landsins helstu sérfræðingar heims á sviði meðferða með hugvíkkandi efni. Markmið næstu daga er að fræða og styðja við faglega umræðu á ráðstefnu hér á landi um hvernig slíkar meðferðir geti nýst gegn geðrænum vanda í íslensku heilbrigðiskerfi. 26. febrúar 2025 11:15 Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Bubbi Morthens segir að reynsla hans af hugvíkkandi efnum hafi verið frábær. Hann segist snemma hafa fundið mun á sér eftir að hafa prófað að taka efnin í litlum skömmtum og segir hættulegra að leika sér að því að taka svefnlyf en sveppi. 25. febrúar 2025 15:41 Ráðleggja gegn samþykkt MDMA sem meðferð við áfallastreituröskun Ráðgjafanefnd hefur ráðlagt Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) að samþykkja ekki notkun MDMA sem meðferðarúrræði við áfallastreituröskun. Nefndin segir ekki sannað að meðferðin virki né að ávinningur hennar sé meiri en áhættan. 5. júní 2024 07:05 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Erlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Ráðstefna um notkun hugvíkkandi efna í lækningaskyni fór fram í Hörpu í síðustu viku. Þar voru fjörutíu fyrirlesarar staddir, alls staðar að úr heiminum, til að miðla þekkingu sinni. „Þesssi efni eru ólögleg þannig að það er rosalega mikil mótstaða og mikið af fordómum líka. Skiljanlega er fólk hrætt en þess vegna erum við að halda þessa ráðstefnu svo fólk geti komið og hlustað og skilið hvers vegna er verið að nota þessi efni,“ segir Sara María Júlíusdóttir, einn skipuleggjenda Psychadelics as Medicine. „Þetta mest spennandi meðferðin og hún lofar mjög góðu“ David Erritzoe er danskur geðlæknir og taugavísindamaður og er forstöðumaður miðstöðvar um hugvíkkandi efni við Imperial College í Lundúnum. Hann hefur undanfarna tvo áratugi rannsakað notkun hugvíkkandi efna við geðsjúkdómum. „Við höfum rannsakað psilocybin-meðferð við þunglyndi en einnig nýlega prófað notkun við áráttu- og þráhyggjuröskun og krónískum verkjum. Nú erum við að setja af stað tilraunir á notkun við ópíóíðafíkn og spilafíkn,“ segir David. Hann segir að rannsóknir á Psilocybin, sem er virka efnið í sveppum, og MDMA séu lengst komnar og ketamín hefur þegar fengið markaðsleyfi sem meðferð við þunglyndi. Hann telur líklegt að á næstu árum fái Psylosibin og MDMA markaðsleyfi. Psilocybin hefur verið rannsakað sem meðferðarúrræði við ýmiskonar kvillum eins og fram kemur í máli Erritzoe hér að framan en MDMA hefur verið rannsakað í meðferð við áfallastreyturöskun. „Það er mikil þörf. Margir sjúklingar fá ófullnægjandi þjónustu og það eru ekki nægilega mörg góð meðferðarúrræði svo það er stór meðferðareyða. Í geðlækningum þessa stundina er þetta mest spennandi meðferðin og hún lofar mjög góðu.“ „Þessi efni eru bara geðhjálp og ekkert annað“ Hann segist hafa fullan skilning á að heilbrigðisstarfsmenn séu skeptískir og þeir eigi að vera það. „En það er ótrúlega mikilvægt að vera vakandi fyrir vísbendingunum og vera forvitinn og með opinn huga.“ Á morgun, þriðjudag, eiga forsvarsmenn ráðstefnunnar fund með Heilbrigðisráðuneytinu þar sem þeir munu kynna þær upplýsingar sem fram koma á ráðstefnunni. Sara María er ein skipuleggjenda ráðstefnunnar. Hún á fund með heilbrigðisráðuneytinu næstkomandi þriðjudag.Stöð 2 „Þessi efni komast dýpra en venjuleg samtalsmeðferð. Þessi efni hafa sameiginlega þann hæfileika að hjálpa manni að komast inn á við og komast að kjarna sársins síns, sem er oft rótin á því sem er að plaga mann,“ segir Sara María. „Við ætlum að reyna að kynna fyrir þeim það sem fyrirlesararnir eru að miðla til okkar. Við mætum alltaf því sama: „Við viljum ekki mæta, við viljum ekki hlusta, það vantar fleiri rannsóknir.“ En það er búið að gera mörg hundruð klínískra rannsókna út um allan heim. Það er fullt af rannsóknum þannig að það er kominn tími til að hlusta og skoða þetta.“ „Þessi efni eru bara geðhjálp og ekkert annað.“
Heilbrigðismál Hugvíkkandi efni Tengdar fréttir Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Nú fljúga til landsins helstu sérfræðingar heims á sviði meðferða með hugvíkkandi efni. Markmið næstu daga er að fræða og styðja við faglega umræðu á ráðstefnu hér á landi um hvernig slíkar meðferðir geti nýst gegn geðrænum vanda í íslensku heilbrigðiskerfi. 26. febrúar 2025 11:15 Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Bubbi Morthens segir að reynsla hans af hugvíkkandi efnum hafi verið frábær. Hann segist snemma hafa fundið mun á sér eftir að hafa prófað að taka efnin í litlum skömmtum og segir hættulegra að leika sér að því að taka svefnlyf en sveppi. 25. febrúar 2025 15:41 Ráðleggja gegn samþykkt MDMA sem meðferð við áfallastreituröskun Ráðgjafanefnd hefur ráðlagt Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) að samþykkja ekki notkun MDMA sem meðferðarúrræði við áfallastreituröskun. Nefndin segir ekki sannað að meðferðin virki né að ávinningur hennar sé meiri en áhættan. 5. júní 2024 07:05 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Erlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Nú fljúga til landsins helstu sérfræðingar heims á sviði meðferða með hugvíkkandi efni. Markmið næstu daga er að fræða og styðja við faglega umræðu á ráðstefnu hér á landi um hvernig slíkar meðferðir geti nýst gegn geðrænum vanda í íslensku heilbrigðiskerfi. 26. febrúar 2025 11:15
Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Bubbi Morthens segir að reynsla hans af hugvíkkandi efnum hafi verið frábær. Hann segist snemma hafa fundið mun á sér eftir að hafa prófað að taka efnin í litlum skömmtum og segir hættulegra að leika sér að því að taka svefnlyf en sveppi. 25. febrúar 2025 15:41
Ráðleggja gegn samþykkt MDMA sem meðferð við áfallastreituröskun Ráðgjafanefnd hefur ráðlagt Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) að samþykkja ekki notkun MDMA sem meðferðarúrræði við áfallastreituröskun. Nefndin segir ekki sannað að meðferðin virki né að ávinningur hennar sé meiri en áhættan. 5. júní 2024 07:05