Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 3. mars 2025 21:43 Flugvöllurinn á Ísafirði. Vísir/Einar Icelandair hyggst hætta að fljúga til Ísafjarðarbæjar eftir sumarið 2026. Ástæðan er sérstaða flugvallarins sem leiðir til þess að einungis litlar vélar geti lent þar og vegna framkvæmda í Grænlandi. „Við höfum verið að nota þessar Bombardier Dash 200-vélar í flug til Grænlands og Ísafjarðar. Þessar flugvélar hafa hentað mjög vel í Grænlandsflugi en nú sjáum við fyrir endann á framkvæmdum þar. Þá verða lengri flugbrautir tilbúnar í notkun á næsta ári og þá geta stærri vélar flogið inn með lægri sætiskostnaði og þá eru þessar vélar ekki lengur samkeppnishæfar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandir. Nýju flugvélarnar, Q400, sem nýttar verði í flug til Grænlands geti ekki lent á Ísafjarðarflugvelli, bæði vegna lengdar flugbrautarinnar og aðstæðna þar. Það er talið mjög erfitt að lenda á flugvellinum sem er staðsettur inni í firðinum. „Þá er í rauninni bara einn áfangastaður sem við erum að nota fyrir þessar vélar, Ísafjörður, og svona staður getur ekki staðið undir rekstri slíkra véla,“ segir Bogi. Samtalið við starfsfólk og samstarfsaðila Icelandair hafi hafist í dag. „Auðvitað bregður fólki við þetta þegar við segjum frá þessum brotnum forsendum og við þurfum að bregðast við því. En við veðrum að taka á þessu með yfirvegun og væntanlega vinna að einhverri lausn.“ Bogi hafi ekki rætt við neina stjórnmálamenn um málið. Flug til einhverra áfangastaða, svo sem Vestmannaeyja, hafa verið boðin út af Vegagerðinni til að halda úti lágmarks þjónustu við íbúa á svæðinu. „Þessi flug hafa verið boðin út til ýmissa áfangastaði hérna á undanförnum árum og ég sé alveg fram á það við myndum taka þátt í slíku útboði ef það færi fram þarna. En það sem hefur kannski stundum truflað okkar þátttöku er að svona útboð eru oft hugsuð til mjög skamms tíma og það þarf oft talsverða fjárfestingu til að bjóða í,“ segir hann. „Að sjálfsögðu myndum við vilja bjóða í en það verður að koma í ljós hvernig þetta verður,“ segir Bogi. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Icelandair Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Súðavíkurhreppur Bolungarvík Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
„Við höfum verið að nota þessar Bombardier Dash 200-vélar í flug til Grænlands og Ísafjarðar. Þessar flugvélar hafa hentað mjög vel í Grænlandsflugi en nú sjáum við fyrir endann á framkvæmdum þar. Þá verða lengri flugbrautir tilbúnar í notkun á næsta ári og þá geta stærri vélar flogið inn með lægri sætiskostnaði og þá eru þessar vélar ekki lengur samkeppnishæfar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandir. Nýju flugvélarnar, Q400, sem nýttar verði í flug til Grænlands geti ekki lent á Ísafjarðarflugvelli, bæði vegna lengdar flugbrautarinnar og aðstæðna þar. Það er talið mjög erfitt að lenda á flugvellinum sem er staðsettur inni í firðinum. „Þá er í rauninni bara einn áfangastaður sem við erum að nota fyrir þessar vélar, Ísafjörður, og svona staður getur ekki staðið undir rekstri slíkra véla,“ segir Bogi. Samtalið við starfsfólk og samstarfsaðila Icelandair hafi hafist í dag. „Auðvitað bregður fólki við þetta þegar við segjum frá þessum brotnum forsendum og við þurfum að bregðast við því. En við veðrum að taka á þessu með yfirvegun og væntanlega vinna að einhverri lausn.“ Bogi hafi ekki rætt við neina stjórnmálamenn um málið. Flug til einhverra áfangastaða, svo sem Vestmannaeyja, hafa verið boðin út af Vegagerðinni til að halda úti lágmarks þjónustu við íbúa á svæðinu. „Þessi flug hafa verið boðin út til ýmissa áfangastaði hérna á undanförnum árum og ég sé alveg fram á það við myndum taka þátt í slíku útboði ef það færi fram þarna. En það sem hefur kannski stundum truflað okkar þátttöku er að svona útboð eru oft hugsuð til mjög skamms tíma og það þarf oft talsverða fjárfestingu til að bjóða í,“ segir hann. „Að sjálfsögðu myndum við vilja bjóða í en það verður að koma í ljós hvernig þetta verður,“ segir Bogi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Icelandair Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Súðavíkurhreppur Bolungarvík Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira