Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2025 13:41 Daði Már segist myndu reyna að greiða úr flækju færi svo að Guðrún Hafsteinsdóttir, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, stæði við stóru orðin. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra tæki fegins hendi við 170 milljónum króna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk greiddar í ríkisstyrk árið 2022 án þess að hafa uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Það gæti þó reynst snúið í útfærslu. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra sat fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins í morgun. Ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka hafa farið hátt í opinberri umræðu eftir að greint var frá því að nokkrir flokkar hefðu fengið slíka styrki þrátt fyrir að hafa ekki uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Flokkur fólksins fékk ekki greiddan ríkisstyrk í upphafi árs eins og aðrir flokkar á Alþingi því flokkurinn hafði ekki enn lokið við þá skráningu. Flokkurinn hélt langþráðan landsfund í febrúar þar sem búið var um hnútana. Guðrún Hafsteinsdóttir, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Spursmálum Mbl.is á dögunum að flokkurinn hefði átt að hafa forgöngu um að endurgreiða styrkina. Um er að ræða 170 milljónir króna í tilfelli Sjálfstæðisflokksins en 240 milljónir í tilfelli Flokks fólksins. „Mér finnst líka ábyrgð fjármálaráðuneytisins vera einhver. Að vera að greiða pening inn á reikninga ef fullnægjandi gögn liggja ekki fyrir. Það er enginn að fara að greiða mér öryrkjabætur ef ég hef ekki lagt fram örorkumat,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, var á meðal þeirra sem spurðu Daða á fundinum. „Þegar um klúður er að ræða og menn gefa ekki upp réttar upplýsingar og eiga ekki rétt á greiðslum, eins og innheimtumaður ríkissjóðs sagði hérna rétt áðan, þá gengur ríkið nú yfirleitt nokkuð hart eftir því að fá það innheimt,“ sagði Sigurður Ingi á fundinum. „Þannig það að einhver í einhverjum flokki hafi ekki verið upplýstur um hvað þar stæði, hljómar dálítið hjákátlega,“ sagði Sigurður Ingi. Daði Már tók ákvörðun um það í byrjun febrúar að krefjast ekki endurgreiðslu á hundruðum milljóna króna styrkjum til flokkanna þrátt fyrir að þeir hafi ekki uppfyllt áðurnefnt lagaskilyrði um að vera skráðir sem stjórnmálasamtök. Ráðherrann tók þessa ákvörðun á grunni tveggja álitsgerða en hann segir fjármálaráðuneytið hafa brugðist skyldum sínum og að krafa um endurgreiðslu myndi ganga gegn markmiðum laga um styrkina. Sigurður Ingi spurði Daða Má út í yfirlýsingar Guðrúnar um að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að hafa forgöngu um endurgreiðslu. „Nú þarf ég ekki að útskýra fyrir ykkur að sem gæslumaður hagsmuna ríkissjóðs myndi ég auðvitað fagna ef einhverjir aðilar myndu vera tilbúnir að greiða ríkinu fé,“ sagði Daði Már. „Við höfum rætt það í ráðuneytinu hvernig viðtaka þessara fjármuna gæti farið fram því þrátt fyrir að ríkið gæti hagsmuna sinna vandlega þá gætir það hagsmuna borgaranna einnig. Ef að þið tækið ykkur til og greidduð ríkissjóði fjárhæð myndi ríkissjóður endurgreiða fjárhæðina umsvifalaust því það væri engin sérstök heimild til að taka við peningunum.“ Hann myndi þó skoða málið og reyna að leysa það. „En kæmi slík beiðni fram myndi ég að sjálfsögðu taka henni fagnandi og reyna að leysa úr því máli,“ sagði Daði Már. Hann sagði ekkert hafa komið fram í umræðunni sem kölluðu á endurskoðun á fyrri ákvörðun hans. Ráðuneytið hefði ekki sinnt leiðbeiningarskyldu sinni enda hefðu stjórnmálasamtök orðið við athugasemdum á augabragði hefðu þau fengið ábendingar. Fjármálaráðuneytið hefur stjórnsýslulega meðferð málsins á sínu borði. Fréttin hefur verið uppfærð en áður sagði ranglega að Sigurður Ingi hefði verið fjármálaráðherra þegar lögin tóku gildi. Það var hins vegar Bjarni Benediktsson. Styrkir til stjórnmálasamtaka Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra sat fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins í morgun. Ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka hafa farið hátt í opinberri umræðu eftir að greint var frá því að nokkrir flokkar hefðu fengið slíka styrki þrátt fyrir að hafa ekki uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Flokkur fólksins fékk ekki greiddan ríkisstyrk í upphafi árs eins og aðrir flokkar á Alþingi því flokkurinn hafði ekki enn lokið við þá skráningu. Flokkurinn hélt langþráðan landsfund í febrúar þar sem búið var um hnútana. Guðrún Hafsteinsdóttir, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Spursmálum Mbl.is á dögunum að flokkurinn hefði átt að hafa forgöngu um að endurgreiða styrkina. Um er að ræða 170 milljónir króna í tilfelli Sjálfstæðisflokksins en 240 milljónir í tilfelli Flokks fólksins. „Mér finnst líka ábyrgð fjármálaráðuneytisins vera einhver. Að vera að greiða pening inn á reikninga ef fullnægjandi gögn liggja ekki fyrir. Það er enginn að fara að greiða mér öryrkjabætur ef ég hef ekki lagt fram örorkumat,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, var á meðal þeirra sem spurðu Daða á fundinum. „Þegar um klúður er að ræða og menn gefa ekki upp réttar upplýsingar og eiga ekki rétt á greiðslum, eins og innheimtumaður ríkissjóðs sagði hérna rétt áðan, þá gengur ríkið nú yfirleitt nokkuð hart eftir því að fá það innheimt,“ sagði Sigurður Ingi á fundinum. „Þannig það að einhver í einhverjum flokki hafi ekki verið upplýstur um hvað þar stæði, hljómar dálítið hjákátlega,“ sagði Sigurður Ingi. Daði Már tók ákvörðun um það í byrjun febrúar að krefjast ekki endurgreiðslu á hundruðum milljóna króna styrkjum til flokkanna þrátt fyrir að þeir hafi ekki uppfyllt áðurnefnt lagaskilyrði um að vera skráðir sem stjórnmálasamtök. Ráðherrann tók þessa ákvörðun á grunni tveggja álitsgerða en hann segir fjármálaráðuneytið hafa brugðist skyldum sínum og að krafa um endurgreiðslu myndi ganga gegn markmiðum laga um styrkina. Sigurður Ingi spurði Daða Má út í yfirlýsingar Guðrúnar um að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að hafa forgöngu um endurgreiðslu. „Nú þarf ég ekki að útskýra fyrir ykkur að sem gæslumaður hagsmuna ríkissjóðs myndi ég auðvitað fagna ef einhverjir aðilar myndu vera tilbúnir að greiða ríkinu fé,“ sagði Daði Már. „Við höfum rætt það í ráðuneytinu hvernig viðtaka þessara fjármuna gæti farið fram því þrátt fyrir að ríkið gæti hagsmuna sinna vandlega þá gætir það hagsmuna borgaranna einnig. Ef að þið tækið ykkur til og greidduð ríkissjóði fjárhæð myndi ríkissjóður endurgreiða fjárhæðina umsvifalaust því það væri engin sérstök heimild til að taka við peningunum.“ Hann myndi þó skoða málið og reyna að leysa það. „En kæmi slík beiðni fram myndi ég að sjálfsögðu taka henni fagnandi og reyna að leysa úr því máli,“ sagði Daði Már. Hann sagði ekkert hafa komið fram í umræðunni sem kölluðu á endurskoðun á fyrri ákvörðun hans. Ráðuneytið hefði ekki sinnt leiðbeiningarskyldu sinni enda hefðu stjórnmálasamtök orðið við athugasemdum á augabragði hefðu þau fengið ábendingar. Fjármálaráðuneytið hefur stjórnsýslulega meðferð málsins á sínu borði. Fréttin hefur verið uppfærð en áður sagði ranglega að Sigurður Ingi hefði verið fjármálaráðherra þegar lögin tóku gildi. Það var hins vegar Bjarni Benediktsson.
Styrkir til stjórnmálasamtaka Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira