Innlent

Ein­stak­lingur féll af svölum fjöl­býlis­húss í Breið­holti

Lovísa Arnardóttir skrifar
Rannsakandi frá lögreglunni hefur verið kallaður til vegna málsins.
Rannsakandi frá lögreglunni hefur verið kallaður til vegna málsins. Vísir/Vilhelm

Lögregla var kölluð til í Breiðholti um hádegisbil í dag vegna einstaklings sem féll niður af svölunum í fjölbýlishúsi. 

Samkvæmt upplýsingum frá Eiríki Valberg hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur málið verið tilkynnt til þeirra og teymi sent á staðinn. Hann gat ekki sagt til um stöðu einstaklingsins sem féll eða við hvaða aðstæður hann féll niður. Þá gat hann ekki sagt hvort um konu eða karl er að ræða. 

Samkvæmt upplýsingum frá sjónarvottum var töluverður viðbúnaður á vettvangi. 

Fréttin er í vinnslu og verður uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×