Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Hólmfríður Gísladóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 3. mars 2025 10:27 Ristil- og endaþarmskrabbamein telja um tíu prósent af öllum krabbameinum sem greinast á Íslandi. Einn af hverjum 20 greinist með meinið. Stöð 2 Skimanir fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi eru loks að hefjast, eftir að hafa verið til umræðu í meira en aldarfjórðung. Um 200 manns verður boðin þátttaka í nokkurs konar prufukeyrslu en almennar skimanir hefjast um leið og henni er lokið. „Það eru um 190 manns sem greinast á hverju ári og það eru á hverju ári um það bil 60 til 65 manns sem látast úr þessum sjúkdómi,“ sagði Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Um væri að ræða þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi. „Þannig að það er mikill ávinningur af því að geta skimað,“ segir hann. „Með því að skima þá er reiknað með því að við getum forðað einum af hverjum sex sem annars látast af sjúkdómnum frá því að deyja úr honum.“ Meðalaldur við greiningu er 69 ár og til að byrja með verður skimað fyrir blóði í hægðum hjá fólki á aldrinum 60 til 74 ára. Þeir sem fá boð um að vera í prufuhópnum eru 69 ára og þegar almenn skimun hefst verður byrjað á þeim sem eru 68 og 69 ára. Tiltölulega einfalt mál Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning fyrir skimunina; ný tölvukerfi smíðuð, búnaður keyptur til sýnatöku og samningar gerðir um rannsóknir á sýnum, svo eitthvað sé nefnt. Verkið hefur verið unnið í náinni samvinnu Samhæfingarstöðvarinnar, Landspítala, Sjúkratrygginga Íslands, embættis landlæknis og heilbrigðiráðuneytisins. Með snemmgreiningu má finna ristil- og endaþarmskrabbamein á frumstigi og auka verulega líkurnar á lækningu.Stöð 2 Bjarki Sigurðsson, fréttamaður Stöðvar 2, heimsótti Ágúst fyrir helgi og kynnti sér það hvernig skimunin fer fram. Sjón er sögu ríkari en í stuttu máli má útskýra ferlið þannig að fólk fær sýnatökubúnað heim, kúkar á pappír ofan á klósettinu, strýkur sýnapinna eftir saurnum og smellir honum svo ofan í glas sem er sent inn til rannsóknar. Pappírnum og kúknum er svo einfaldlega sturtað niður. Jafnvel þótt mörgum kunni að þykja það kjánaleg tilhugsun að kúka á blað segir Ágúst í raun um sögulegan áfanga að ræða. Skimað hafi verið fyrir leghálskrabbameini í 60 ár, brjóstakrabbameini í 40 ár og það sé tímabært að bæta ristil- og endaþarmsskimun við. „Það sem að við viljum leggja áherslu á er að þetta er mikilvæg heilsuvernd og fyrir þá hvern og einn þátttakanda sjálfan,“ segir Ágúst. „Þannig að ef að maður getur horft framhjá því að maður sé að taka sýni úr eigin saur, þá held ég að þetta skipti verulega miklu máli.“ Heilbrigðismál Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Sjá meira
„Það eru um 190 manns sem greinast á hverju ári og það eru á hverju ári um það bil 60 til 65 manns sem látast úr þessum sjúkdómi,“ sagði Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Um væri að ræða þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi. „Þannig að það er mikill ávinningur af því að geta skimað,“ segir hann. „Með því að skima þá er reiknað með því að við getum forðað einum af hverjum sex sem annars látast af sjúkdómnum frá því að deyja úr honum.“ Meðalaldur við greiningu er 69 ár og til að byrja með verður skimað fyrir blóði í hægðum hjá fólki á aldrinum 60 til 74 ára. Þeir sem fá boð um að vera í prufuhópnum eru 69 ára og þegar almenn skimun hefst verður byrjað á þeim sem eru 68 og 69 ára. Tiltölulega einfalt mál Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning fyrir skimunina; ný tölvukerfi smíðuð, búnaður keyptur til sýnatöku og samningar gerðir um rannsóknir á sýnum, svo eitthvað sé nefnt. Verkið hefur verið unnið í náinni samvinnu Samhæfingarstöðvarinnar, Landspítala, Sjúkratrygginga Íslands, embættis landlæknis og heilbrigðiráðuneytisins. Með snemmgreiningu má finna ristil- og endaþarmskrabbamein á frumstigi og auka verulega líkurnar á lækningu.Stöð 2 Bjarki Sigurðsson, fréttamaður Stöðvar 2, heimsótti Ágúst fyrir helgi og kynnti sér það hvernig skimunin fer fram. Sjón er sögu ríkari en í stuttu máli má útskýra ferlið þannig að fólk fær sýnatökubúnað heim, kúkar á pappír ofan á klósettinu, strýkur sýnapinna eftir saurnum og smellir honum svo ofan í glas sem er sent inn til rannsóknar. Pappírnum og kúknum er svo einfaldlega sturtað niður. Jafnvel þótt mörgum kunni að þykja það kjánaleg tilhugsun að kúka á blað segir Ágúst í raun um sögulegan áfanga að ræða. Skimað hafi verið fyrir leghálskrabbameini í 60 ár, brjóstakrabbameini í 40 ár og það sé tímabært að bæta ristil- og endaþarmsskimun við. „Það sem að við viljum leggja áherslu á er að þetta er mikilvæg heilsuvernd og fyrir þá hvern og einn þátttakanda sjálfan,“ segir Ágúst. „Þannig að ef að maður getur horft framhjá því að maður sé að taka sýni úr eigin saur, þá held ég að þetta skipti verulega miklu máli.“
Heilbrigðismál Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Sjá meira