Arion og Íslandsbanki voru í 100 prósent eigu ríkisins Aðalsteinn Kjartansson skrifar 29. janúar 2015 16:46 Aðstoðarmaður forsætisráðherra hefur svarað fyrir hann. VÍSIR/DANÍEL Arion banki og Íslandsbanki voru báðir skráðir sem 100 prósent eign ríkissjóðs í árslok 2008. Þetta kemur fram í svari aðstoðarmanns forsætisráðherra sem hann sendi frá sér vegna spurningar Katrínar Júlíusdóttur, fyrrverandi fjármálaráðherra, sem hún varpaði fram á alþingi í gær. Í ræðu bað hún Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og framsóknarmenn að segja frá því hvenær Arion banki og Íslandsbanki hafi verið í eigu íslenska ríkisins. Upplýsingar um það segir Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður að komi fram í ríkisreikningi 2008.Sjá einnig: Þingmenn takast á um hvort ríkið hafi átt Arion og ÍslandsbankaKatrín bað um að forsætisráðherra og framsóknarmenn upplýstu hvenær ríkið hefði átt Arion banka og Íslandsbanka.Vísir/GVAJóhannes segir í svarinu að eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka og í Nýja Kaupþingi sé skráð 100 prósent í ríkisreikningi við lok árs 2008. Þá segir hann að eignarhaldið sé horfið úr ríkisreikningi ári síðar. Sé ríkisreikningur ársins 2008, sem birtur er á vef Fjársýslu ríkisins, skoðaður sést glögglega að Íslandsbanki og Nýi Kaupþing banki eru báðir skráðir sem eign ríkisins. Í töflu yfir eignir í sameignarfélögum og hlutafélögum kemur fram að eignarhlutur ríkisins í bönkunum tveimur sé 100 prósent. Í ríkisreikningi 2009 eru bankarnir ekki taldir upp með eignum ríkisins. Jóhannes vitnar einnig í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis um fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálafyrirtæki og stofnanir í kjölfar bankahrunsins. Þar segir að ríkið hafi stofnað og veitt fé til þriggja nýrra viðskiptabanka sem tóku yfir innlenda starfsemi Glitnis banka hf., Kaupþings banka hf. og Landsbanka Íslands hf. og að ríkissjóður hafi í upphafi lagt hverjum nýju bankanna til 775 milljónir króna, sem sé lágmark eigin fjár við stofnun nýs banka. Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Arion banki og Íslandsbanki voru báðir skráðir sem 100 prósent eign ríkissjóðs í árslok 2008. Þetta kemur fram í svari aðstoðarmanns forsætisráðherra sem hann sendi frá sér vegna spurningar Katrínar Júlíusdóttur, fyrrverandi fjármálaráðherra, sem hún varpaði fram á alþingi í gær. Í ræðu bað hún Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og framsóknarmenn að segja frá því hvenær Arion banki og Íslandsbanki hafi verið í eigu íslenska ríkisins. Upplýsingar um það segir Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður að komi fram í ríkisreikningi 2008.Sjá einnig: Þingmenn takast á um hvort ríkið hafi átt Arion og ÍslandsbankaKatrín bað um að forsætisráðherra og framsóknarmenn upplýstu hvenær ríkið hefði átt Arion banka og Íslandsbanka.Vísir/GVAJóhannes segir í svarinu að eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka og í Nýja Kaupþingi sé skráð 100 prósent í ríkisreikningi við lok árs 2008. Þá segir hann að eignarhaldið sé horfið úr ríkisreikningi ári síðar. Sé ríkisreikningur ársins 2008, sem birtur er á vef Fjársýslu ríkisins, skoðaður sést glögglega að Íslandsbanki og Nýi Kaupþing banki eru báðir skráðir sem eign ríkisins. Í töflu yfir eignir í sameignarfélögum og hlutafélögum kemur fram að eignarhlutur ríkisins í bönkunum tveimur sé 100 prósent. Í ríkisreikningi 2009 eru bankarnir ekki taldir upp með eignum ríkisins. Jóhannes vitnar einnig í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis um fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálafyrirtæki og stofnanir í kjölfar bankahrunsins. Þar segir að ríkið hafi stofnað og veitt fé til þriggja nýrra viðskiptabanka sem tóku yfir innlenda starfsemi Glitnis banka hf., Kaupþings banka hf. og Landsbanka Íslands hf. og að ríkissjóður hafi í upphafi lagt hverjum nýju bankanna til 775 milljónir króna, sem sé lágmark eigin fjár við stofnun nýs banka.
Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira