Þingmenn takast á um hvort ríkið hafi átt Arion og Íslandsbanka Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. janúar 2015 16:01 Vigdís þakkaði landsmönnum fyrir kjarkinn að standa með Framsóknarmönnum í gegnum tvær þjóðaratkvæðagreiðslur. Vísir/Daníel Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknar og formaður fjárlaganefndar, þakkaði íslensku þjóðinni fyrir að hafa tekið slaginn með framsóknarmönnum í Icesave-málinu. Tvö ár eru í dag frá því að EFTA-dómstóllinn dæmdi Íslandi í vil í Icesave-málinu og sýknaði því ríkið af kröfu um að ríkisábyrgð væri á innlánum á þessum reikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. „Ég þakka landsmönnum fyrir kjarkinn að standa með okkur Framsóknarmönnum í gegnum tvær þjóðaratkvæðagreiðslur og þora að fylgja sannfæringu sinni í skugga svæsinna hótanna, bölbæna og niðurrifs sem stjórnað var af þáverandi ráðherrum Steingrími J. Sigfússyni og Jóhönnu Sigurðardóttur,“ sagði hún í umræðum um störf þingsins.Vigdís talaði um að Steingrímur hefði einkavætt tvo banka á einni nóttu.Vísir/StefánVill rannsaka einkavæðinguna eftir hrun Vigdís sagði að hluti þessa máls skæki nú þjóðina að nýjum leik. „Einkavæðing háttvirts þingmanns Steingríms J. Sigfússonar, þegar hann var fjármálaráðherra á síðasta kjörtímabili, var framkvæmd án nokkurrar umræðu á Alþingi og án þess að breytingar hefðu verið gerðar á starfsumhverfi bankanna og annarra fjármálafyrirtækja eða lögum fjármálafyrirtækja í kjölfar hrunsins verið breytt,“ sagði hún. Sagði hún að þessi einkavæðing hefði verið gerð án nokkurs faglegs mats, verðmats eða útboðs. „Einnig þarf að upplýsa ef og þegar farið verður í rannsókn á þessari einkavæðingu bankanna hinni seinni á hvaða forsendum sú ákvörðun var tekin að taka vald af Fjármálaeftirlitinu varðandi stofnúrsskurði byggða á neyðarlögunum og yfir í að færa valdið til þáverandi fjármálaráðherra sem færði kröfuhöfum bankanna þá á einni nóttu,“ sagði Vigdís en bætti við að hún væri ekki að ýja að því að framin hefðu verið lögbrot. Katrín bað um að forsætisráðherra og framsóknarmenn upplýstu hvenær ríkið hefði átt Arion banka og Íslandsbanka.Vísir/GVASegir ríkið aldrei hafa átt Arion og Íslandsbanka Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, kallaði eftir skýringum á þeim fullyrðingum stjórnarþingmanna að ríkið hafi einhver tíman átt Arion banka og Íslandsbanka. „Hvenær þjóðnýtti íslenska ríkið þessa banka og kröfur í þá? Hvenær? Hvenær var ríkið með eignarhald á þessum fjármálastofnunum í sínum höndum til þess að geta einkavætt þær eins og formaður fjárlaganefndar sagði hér áðan?,“ spurði hún. „Ég held að Framsóknarflokkurinn og forsætisráðherra þurfi að fara að sýna okkur það og kannski skrifa litla skýrslu um það, hvenær nákvæmlega eignarhald á þessum fjármálastofnunum var í höndum ríkisins. Því þá förum við kannski að komast eitthvað áfram í þessari umræðu,“ sagði hún og bætti við: „Þetta er algjör þvæla sem hér er haldið fram. Það er svo einfalt. Menn tala hér eins og ríkið hafi einhver tíman átt þetta. Það var bara aldrei þannig.“ Kallaði hún líka eftir að rannsókn sem Alþingi ályktaði um að láta gera á einkavæðingu bankanna í byrjun aldarinnar færi fram. Alþingi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknar og formaður fjárlaganefndar, þakkaði íslensku þjóðinni fyrir að hafa tekið slaginn með framsóknarmönnum í Icesave-málinu. Tvö ár eru í dag frá því að EFTA-dómstóllinn dæmdi Íslandi í vil í Icesave-málinu og sýknaði því ríkið af kröfu um að ríkisábyrgð væri á innlánum á þessum reikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. „Ég þakka landsmönnum fyrir kjarkinn að standa með okkur Framsóknarmönnum í gegnum tvær þjóðaratkvæðagreiðslur og þora að fylgja sannfæringu sinni í skugga svæsinna hótanna, bölbæna og niðurrifs sem stjórnað var af þáverandi ráðherrum Steingrími J. Sigfússyni og Jóhönnu Sigurðardóttur,“ sagði hún í umræðum um störf þingsins.Vigdís talaði um að Steingrímur hefði einkavætt tvo banka á einni nóttu.Vísir/StefánVill rannsaka einkavæðinguna eftir hrun Vigdís sagði að hluti þessa máls skæki nú þjóðina að nýjum leik. „Einkavæðing háttvirts þingmanns Steingríms J. Sigfússonar, þegar hann var fjármálaráðherra á síðasta kjörtímabili, var framkvæmd án nokkurrar umræðu á Alþingi og án þess að breytingar hefðu verið gerðar á starfsumhverfi bankanna og annarra fjármálafyrirtækja eða lögum fjármálafyrirtækja í kjölfar hrunsins verið breytt,“ sagði hún. Sagði hún að þessi einkavæðing hefði verið gerð án nokkurs faglegs mats, verðmats eða útboðs. „Einnig þarf að upplýsa ef og þegar farið verður í rannsókn á þessari einkavæðingu bankanna hinni seinni á hvaða forsendum sú ákvörðun var tekin að taka vald af Fjármálaeftirlitinu varðandi stofnúrsskurði byggða á neyðarlögunum og yfir í að færa valdið til þáverandi fjármálaráðherra sem færði kröfuhöfum bankanna þá á einni nóttu,“ sagði Vigdís en bætti við að hún væri ekki að ýja að því að framin hefðu verið lögbrot. Katrín bað um að forsætisráðherra og framsóknarmenn upplýstu hvenær ríkið hefði átt Arion banka og Íslandsbanka.Vísir/GVASegir ríkið aldrei hafa átt Arion og Íslandsbanka Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, kallaði eftir skýringum á þeim fullyrðingum stjórnarþingmanna að ríkið hafi einhver tíman átt Arion banka og Íslandsbanka. „Hvenær þjóðnýtti íslenska ríkið þessa banka og kröfur í þá? Hvenær? Hvenær var ríkið með eignarhald á þessum fjármálastofnunum í sínum höndum til þess að geta einkavætt þær eins og formaður fjárlaganefndar sagði hér áðan?,“ spurði hún. „Ég held að Framsóknarflokkurinn og forsætisráðherra þurfi að fara að sýna okkur það og kannski skrifa litla skýrslu um það, hvenær nákvæmlega eignarhald á þessum fjármálastofnunum var í höndum ríkisins. Því þá förum við kannski að komast eitthvað áfram í þessari umræðu,“ sagði hún og bætti við: „Þetta er algjör þvæla sem hér er haldið fram. Það er svo einfalt. Menn tala hér eins og ríkið hafi einhver tíman átt þetta. Það var bara aldrei þannig.“ Kallaði hún líka eftir að rannsókn sem Alþingi ályktaði um að láta gera á einkavæðingu bankanna í byrjun aldarinnar færi fram.
Alþingi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent