Skáldskapur eða veruleiki? 19. desember 2004 00:01 Ársritið Andvari sem nýkomið er út flytur meðal annars grein eftir Gunnar Karlsson prófessor í Íslandssögu við Háskóla Íslands þar sem hann fjallar um nýleg rit um Jón Sigurðsson forseta og gerir sérstaklega að umræðefni sviðsetningar Guðjóns Friðrikssonar höfundar nýlegrar ævisögu forsetans í tveimur bindum. Segir hann að ekki sé alltaf auðvelt að greina á milli þess sem er skáldskapur og sagnfræði í bókum Guðjóns. Mörk sögu og skáldskapar er svo sem ekki nýtt umhugsunarefni. Skáld hafa löngum byggt verk sín á sögulegum heimildum. Kannski eru Íslendingasögurnar grein af þeim meiði ritlistarinnar. Skáldsögur Halldórs Laxness byggja oft á viðamikilli heimildakönnun höfundarins. Ein áhugaverðasta skáldsagan um þessi jól, Flóttinn eftir Sindra Freysson, byggir á margra ára rannsóknum höfundar á sögulegum staðreyndum. En sagan er vitaskuld skáldverk og ætlast ekki til að vera lesin öðruvísi. En hvað á að kalla sagnfræðirit sem innihalda skáldskap og blanda honum saman við staðreyndirnar svo að lesandinn getur illa greint á milli þess sem er satt og rétt og byggt á heimildum og hins sem er tilgáta eða tilbúningur höfundar? Verk Guðjóns Friðrikssonar um ævi Einars Benediktssonar og Jón Sigurðssonar forseta eru víðkunn. Þau urðu metsölurit og höfundur vann til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Um það er ekki deilt að hann hefur góð tök á efnivið sínum og hefur skapað afar skemmtileg rit. En til að gera efnið læsilegra tók hann þann kost að sviðsetja ákveðna atburði sem hann hefur ekki beinar heimildir fyrir. Lesendur geta ekki alltaf greint á milli þess sem er sviðsetning og þess sem er byggt á heimildum. Jafnvel fræðimenn, sem þekkja efnið, sjá ekki alltaf muninni við lesturinn. Höfundurinn hefur það sér til málsbóta að hann fer ekki í felur með vinnubrögð sín. Aðferð hans er viðurkennd og stunduð víða um heim. En auðvitað líður sagnfræðin fyrir þetta. Ekki er hægt að nota bækurnar með sama hætti og önnur sagnfræðiverk. Ýmsir hafa orðið til að benda á annmarkana á aðferð Guðjóns Friðrikssonar. Í ritdómi í DV fyrir tveimur árum hafði Ármann Jakobsson orð á því að að sviðsetningar í sagnfræðiverkum yrðu alltaf síðri raunverulegum skáldskap; ímyndunaraflið fengi sjaldan að njóta sín til fulls; sagnfræðingur yrði aldrei eins djarfur og höfundur sögulegrar skáldsögu gæti leyft sér. "Fyrir vikið velur hann jafnan hina ófrumlegri túlkun og hvaða tilgangi þjónar það?", spyr Ármann. Gunnar Karlsson prófessor vitnar í þessi skrif Ármanns í Andvara. Hann finnur líka ýmsa galla á aðferðinni og nefnir dæmi úr bókum Guðjóns þar sem honum finnst aðferðin leiða til misheppnaðrar útkomu. Gunnar skrifar síðan: "Guðjón Friðriksson virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að lesendur hans fái að vita hvað hann reisir nákvæmlega á heimildum. Þótt hann vísi skipulega til heimilda í aftanmálsgreinum reynist það ekki leysa vandann fullkomlega. Oftast þóttist ég geta greint skáldskap og staðreyndir nokkurn veginn í frásögn Guðjóns, og þó kemur fyrir að hann fari á helst til óljósan hátt þar á milli". Aðferð Guðjón Friðrikssonar er meðal annars beitt í nýútkominni ævisögu Héðins Valdimarssonar eftir Matthías heitinn Sæmundsson. Þar er oft erfitt að sjá muninn á skáldskap og sagnfræði og kann það að einhverju leyti að hafa verið ásetningur höfundar. Í ævisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guðmundsson eru hins vegar engin slík vandamál á ferðinni. Höfundur beitir ekki sviðsetningaaðferðinni heldur rekur söguna eingöngu á grundvelli munnlegra og skriflegra heimilda. Líklega má það kallast smekksatriði hvort mönnum finnist skáldlegar sviðsetningar eiga heima í sagnfræðiritum. En mestu skiptir að lesandinn sé ekki látinn vera í vafa um hvort er á ferðinni skáldskapur eða sagnfræði. Annars er hætt við að mynd okkar af veruleikanum verði skakkari en ástæða er til.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Ársritið Andvari sem nýkomið er út flytur meðal annars grein eftir Gunnar Karlsson prófessor í Íslandssögu við Háskóla Íslands þar sem hann fjallar um nýleg rit um Jón Sigurðsson forseta og gerir sérstaklega að umræðefni sviðsetningar Guðjóns Friðrikssonar höfundar nýlegrar ævisögu forsetans í tveimur bindum. Segir hann að ekki sé alltaf auðvelt að greina á milli þess sem er skáldskapur og sagnfræði í bókum Guðjóns. Mörk sögu og skáldskapar er svo sem ekki nýtt umhugsunarefni. Skáld hafa löngum byggt verk sín á sögulegum heimildum. Kannski eru Íslendingasögurnar grein af þeim meiði ritlistarinnar. Skáldsögur Halldórs Laxness byggja oft á viðamikilli heimildakönnun höfundarins. Ein áhugaverðasta skáldsagan um þessi jól, Flóttinn eftir Sindra Freysson, byggir á margra ára rannsóknum höfundar á sögulegum staðreyndum. En sagan er vitaskuld skáldverk og ætlast ekki til að vera lesin öðruvísi. En hvað á að kalla sagnfræðirit sem innihalda skáldskap og blanda honum saman við staðreyndirnar svo að lesandinn getur illa greint á milli þess sem er satt og rétt og byggt á heimildum og hins sem er tilgáta eða tilbúningur höfundar? Verk Guðjóns Friðrikssonar um ævi Einars Benediktssonar og Jón Sigurðssonar forseta eru víðkunn. Þau urðu metsölurit og höfundur vann til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Um það er ekki deilt að hann hefur góð tök á efnivið sínum og hefur skapað afar skemmtileg rit. En til að gera efnið læsilegra tók hann þann kost að sviðsetja ákveðna atburði sem hann hefur ekki beinar heimildir fyrir. Lesendur geta ekki alltaf greint á milli þess sem er sviðsetning og þess sem er byggt á heimildum. Jafnvel fræðimenn, sem þekkja efnið, sjá ekki alltaf muninni við lesturinn. Höfundurinn hefur það sér til málsbóta að hann fer ekki í felur með vinnubrögð sín. Aðferð hans er viðurkennd og stunduð víða um heim. En auðvitað líður sagnfræðin fyrir þetta. Ekki er hægt að nota bækurnar með sama hætti og önnur sagnfræðiverk. Ýmsir hafa orðið til að benda á annmarkana á aðferð Guðjóns Friðrikssonar. Í ritdómi í DV fyrir tveimur árum hafði Ármann Jakobsson orð á því að að sviðsetningar í sagnfræðiverkum yrðu alltaf síðri raunverulegum skáldskap; ímyndunaraflið fengi sjaldan að njóta sín til fulls; sagnfræðingur yrði aldrei eins djarfur og höfundur sögulegrar skáldsögu gæti leyft sér. "Fyrir vikið velur hann jafnan hina ófrumlegri túlkun og hvaða tilgangi þjónar það?", spyr Ármann. Gunnar Karlsson prófessor vitnar í þessi skrif Ármanns í Andvara. Hann finnur líka ýmsa galla á aðferðinni og nefnir dæmi úr bókum Guðjóns þar sem honum finnst aðferðin leiða til misheppnaðrar útkomu. Gunnar skrifar síðan: "Guðjón Friðriksson virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að lesendur hans fái að vita hvað hann reisir nákvæmlega á heimildum. Þótt hann vísi skipulega til heimilda í aftanmálsgreinum reynist það ekki leysa vandann fullkomlega. Oftast þóttist ég geta greint skáldskap og staðreyndir nokkurn veginn í frásögn Guðjóns, og þó kemur fyrir að hann fari á helst til óljósan hátt þar á milli". Aðferð Guðjón Friðrikssonar er meðal annars beitt í nýútkominni ævisögu Héðins Valdimarssonar eftir Matthías heitinn Sæmundsson. Þar er oft erfitt að sjá muninn á skáldskap og sagnfræði og kann það að einhverju leyti að hafa verið ásetningur höfundar. Í ævisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guðmundsson eru hins vegar engin slík vandamál á ferðinni. Höfundur beitir ekki sviðsetningaaðferðinni heldur rekur söguna eingöngu á grundvelli munnlegra og skriflegra heimilda. Líklega má það kallast smekksatriði hvort mönnum finnist skáldlegar sviðsetningar eiga heima í sagnfræðiritum. En mestu skiptir að lesandinn sé ekki látinn vera í vafa um hvort er á ferðinni skáldskapur eða sagnfræði. Annars er hætt við að mynd okkar af veruleikanum verði skakkari en ástæða er til.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun