Sport

„Ég elska að við töpum ekki hér“

Dedrick Basile var hetja Grindvíkinga í kvöld í dramatískum leik. Hann lét sér ekki nægja að vera langstigahæstur með 32 stig heldur skoraði hann einnig sigurkörfuna níu sekúndum fyrir leikslok.

Körfubolti

Hetjan Símon: „Helvítis léttir“

Símon Michael Guðjónsson reyndist hetja FH er liðið vann dramatískan eins marks sigur í þriðja leik liðsins gegn Aftureldingu í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í kvöld. 

Handbolti

Barcelona vann síðasta leikinn hans Xavi

Barcelona vann 2-1 útisigur á Sevilla í lokaumferð La Liga, spænsku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Um var að ræða síðasta leik liðsins undir stjórn Xavi nema honum og stjórn félagsins snúist aftur hugur.

Fótbolti

„Svona eru í­þróttir“

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var sársvekktur eftir stórt tap gegn Stjörnunni í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Lokastaðan í Garðabæ 5-0 þar sem KA hreinlega sá ekki til sólar. 

Íslenski boltinn

„Frammi­staðan til fyrir­myndar í dag“

Jökull Elísabetarson var kampakátur með gríðarlega öruggan 5-0 sigur Stjörnunnar á KA í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Stjarnan fór hamförum á sínum heimavelli gegn lánlausum Akureyringum sem sáu ekki til sólar.

Íslenski boltinn

Elvar Árni sigraði Gagnaglímuna í ár

Elvar Árni Bjarnason sigraði Gagnaglímuna í gær. Gagnaglíman er Netöryggiskeppni Íslands og fór fram í Háskólanum í Reykjavík í gær. Keppnin fer fram árlega og hefur það markmið að efla áhuga íslenskra ungmenna á netöryggi og auka þekkingu og færni þeirra sem sýna því áhuga.

Rafíþróttir

Mýrdalshlaup í þoku og súld

Mýrdalshlaupið fór fram í ellefta skipti í Vík í Mýrdal í gær. Keppt var í 10 km og 21 km hlaupi en auk þess fór fram 3 km skemmtiskokk sem var vel sótt. Talsverð súld og þoka var yfir rásmarkinu í fjörunni í Vík þegar tæplega 400 keppendur lögðu af stað kl 11.00 í gærmorgun.

Sport