Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2025 15:15 Þorsteinn hefur stýrt landsliðinu frá árinu 2021. EPA/Alessandro Della VAalle Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir líklegra en ekki að Þorsteinn Halldórsson stýri áfram íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Árangur liðsins á yfirstandandi Evrópumóti var undir væntingum. Ísland féll úr leik í riðlakeppninni á EM og fékk ekki stig á mótinu. Þrjú töp fyrir Finnlandi, Sviss og Noregi sendu íslenska liðið úr keppni án stiga úr lakasta riðli mótsins samkvæmt styrkleikaröðun. Mikil umræða skapaðist um framhald Þorsteins í starfi eftir að Ísland féll úr leik. Þóra B. Helgadóttir kallaði meðal annars eftir nýjum þjálfara í Besta sætinu. Forráðamenn KSÍ sögðu að stöðufundur yrði tekin með þjálfaranum eftir mót, það gert upp og í kjölfarið yrði ákvörðun um næstu skref tekin. Þorsteinn er með samning út næstu undankeppni, fyrir HM 2026, og segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, í samtali við Fótbolti.net að ekki sé útlit fyrir að þeim samningi verði sagt upp. Enn eigi þó eftir að taka annan fund um framhaldið. „Ég er búinn að hitta Þorstein og við höfum rætt hlutina í rólegheitum. Við eigum eftir að hittast aftur. Menn vilja gera EM upp betur og gera það vel,“ segir Þorvaldur í samtali við Fótbolti.net. Næsta verkefni Íslands eru umspilsleikir við Norður-Írland í Þjóðadeildinni. Þeir leikir fara fram í lok október. Undankeppni HM 2027 hefst í febrúar 2026. Þorvaldur gerir ráð fyrir því að Þorsteinn stýri Íslandi í komandi umspilsleikjum, og má því gera ráð fyrir því að þjálfarabreytingar séu ekki á döfinni. „Þorsteinn er með samning áfram og við stefnum á það,“ segir Þorvaldur aðspurður um verkefnið gegn Norður-Írum. Enn fremur segir Þorvaldur KSÍ með umgjörð liðsins til skoðunar. Utanumhald KSÍ hvað kvennaknattspyrnu og öll landslið kvenna í fótbolta sættu einnig gagnrýni í Besta sætinu eftir mót. Landslið kvenna í handbolta EM 2025 í Sviss KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Knattspyrnusamband Íslands þarf að leggjast yfir málefni kvennalandsliða Íslands í kjölfar vonbrigða á EM samkvæmt fyrrum landsliðskonu sem er þó óviss um framtíð liðsins. Mikilvægt sé að hafa leikmenn með í ráðum varðandi næstu skref. 11. júlí 2025 22:48 „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Hlaðvarp íþróttadeildar Sýnar, Besta sætið, var með veglegt uppgjör á frammistöðu kvennalandsliðsins á EM þar sem var víða komið við sögu. 12. júlí 2025 11:32 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira
Ísland féll úr leik í riðlakeppninni á EM og fékk ekki stig á mótinu. Þrjú töp fyrir Finnlandi, Sviss og Noregi sendu íslenska liðið úr keppni án stiga úr lakasta riðli mótsins samkvæmt styrkleikaröðun. Mikil umræða skapaðist um framhald Þorsteins í starfi eftir að Ísland féll úr leik. Þóra B. Helgadóttir kallaði meðal annars eftir nýjum þjálfara í Besta sætinu. Forráðamenn KSÍ sögðu að stöðufundur yrði tekin með þjálfaranum eftir mót, það gert upp og í kjölfarið yrði ákvörðun um næstu skref tekin. Þorsteinn er með samning út næstu undankeppni, fyrir HM 2026, og segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, í samtali við Fótbolti.net að ekki sé útlit fyrir að þeim samningi verði sagt upp. Enn eigi þó eftir að taka annan fund um framhaldið. „Ég er búinn að hitta Þorstein og við höfum rætt hlutina í rólegheitum. Við eigum eftir að hittast aftur. Menn vilja gera EM upp betur og gera það vel,“ segir Þorvaldur í samtali við Fótbolti.net. Næsta verkefni Íslands eru umspilsleikir við Norður-Írland í Þjóðadeildinni. Þeir leikir fara fram í lok október. Undankeppni HM 2027 hefst í febrúar 2026. Þorvaldur gerir ráð fyrir því að Þorsteinn stýri Íslandi í komandi umspilsleikjum, og má því gera ráð fyrir því að þjálfarabreytingar séu ekki á döfinni. „Þorsteinn er með samning áfram og við stefnum á það,“ segir Þorvaldur aðspurður um verkefnið gegn Norður-Írum. Enn fremur segir Þorvaldur KSÍ með umgjörð liðsins til skoðunar. Utanumhald KSÍ hvað kvennaknattspyrnu og öll landslið kvenna í fótbolta sættu einnig gagnrýni í Besta sætinu eftir mót.
Landslið kvenna í handbolta EM 2025 í Sviss KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Knattspyrnusamband Íslands þarf að leggjast yfir málefni kvennalandsliða Íslands í kjölfar vonbrigða á EM samkvæmt fyrrum landsliðskonu sem er þó óviss um framtíð liðsins. Mikilvægt sé að hafa leikmenn með í ráðum varðandi næstu skref. 11. júlí 2025 22:48 „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Hlaðvarp íþróttadeildar Sýnar, Besta sætið, var með veglegt uppgjör á frammistöðu kvennalandsliðsins á EM þar sem var víða komið við sögu. 12. júlí 2025 11:32 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira
„Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Knattspyrnusamband Íslands þarf að leggjast yfir málefni kvennalandsliða Íslands í kjölfar vonbrigða á EM samkvæmt fyrrum landsliðskonu sem er þó óviss um framtíð liðsins. Mikilvægt sé að hafa leikmenn með í ráðum varðandi næstu skref. 11. júlí 2025 22:48
„Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Hlaðvarp íþróttadeildar Sýnar, Besta sætið, var með veglegt uppgjör á frammistöðu kvennalandsliðsins á EM þar sem var víða komið við sögu. 12. júlí 2025 11:32