Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2025 15:15 Þorsteinn hefur stýrt landsliðinu frá árinu 2021. EPA/Alessandro Della VAalle Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir líklegra en ekki að Þorsteinn Halldórsson stýri áfram íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Árangur liðsins á yfirstandandi Evrópumóti var undir væntingum. Ísland féll úr leik í riðlakeppninni á EM og fékk ekki stig á mótinu. Þrjú töp fyrir Finnlandi, Sviss og Noregi sendu íslenska liðið úr keppni án stiga úr lakasta riðli mótsins samkvæmt styrkleikaröðun. Mikil umræða skapaðist um framhald Þorsteins í starfi eftir að Ísland féll úr leik. Þóra B. Helgadóttir kallaði meðal annars eftir nýjum þjálfara í Besta sætinu. Forráðamenn KSÍ sögðu að stöðufundur yrði tekin með þjálfaranum eftir mót, það gert upp og í kjölfarið yrði ákvörðun um næstu skref tekin. Þorsteinn er með samning út næstu undankeppni, fyrir HM 2026, og segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, í samtali við Fótbolti.net að ekki sé útlit fyrir að þeim samningi verði sagt upp. Enn eigi þó eftir að taka annan fund um framhaldið. „Ég er búinn að hitta Þorstein og við höfum rætt hlutina í rólegheitum. Við eigum eftir að hittast aftur. Menn vilja gera EM upp betur og gera það vel,“ segir Þorvaldur í samtali við Fótbolti.net. Næsta verkefni Íslands eru umspilsleikir við Norður-Írland í Þjóðadeildinni. Þeir leikir fara fram í lok október. Undankeppni HM 2027 hefst í febrúar 2026. Þorvaldur gerir ráð fyrir því að Þorsteinn stýri Íslandi í komandi umspilsleikjum, og má því gera ráð fyrir því að þjálfarabreytingar séu ekki á döfinni. „Þorsteinn er með samning áfram og við stefnum á það,“ segir Þorvaldur aðspurður um verkefnið gegn Norður-Írum. Enn fremur segir Þorvaldur KSÍ með umgjörð liðsins til skoðunar. Utanumhald KSÍ hvað kvennaknattspyrnu og öll landslið kvenna í fótbolta sættu einnig gagnrýni í Besta sætinu eftir mót. Landslið kvenna í handbolta EM 2025 í Sviss KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Knattspyrnusamband Íslands þarf að leggjast yfir málefni kvennalandsliða Íslands í kjölfar vonbrigða á EM samkvæmt fyrrum landsliðskonu sem er þó óviss um framtíð liðsins. Mikilvægt sé að hafa leikmenn með í ráðum varðandi næstu skref. 11. júlí 2025 22:48 „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Hlaðvarp íþróttadeildar Sýnar, Besta sætið, var með veglegt uppgjör á frammistöðu kvennalandsliðsins á EM þar sem var víða komið við sögu. 12. júlí 2025 11:32 Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira
Ísland féll úr leik í riðlakeppninni á EM og fékk ekki stig á mótinu. Þrjú töp fyrir Finnlandi, Sviss og Noregi sendu íslenska liðið úr keppni án stiga úr lakasta riðli mótsins samkvæmt styrkleikaröðun. Mikil umræða skapaðist um framhald Þorsteins í starfi eftir að Ísland féll úr leik. Þóra B. Helgadóttir kallaði meðal annars eftir nýjum þjálfara í Besta sætinu. Forráðamenn KSÍ sögðu að stöðufundur yrði tekin með þjálfaranum eftir mót, það gert upp og í kjölfarið yrði ákvörðun um næstu skref tekin. Þorsteinn er með samning út næstu undankeppni, fyrir HM 2026, og segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, í samtali við Fótbolti.net að ekki sé útlit fyrir að þeim samningi verði sagt upp. Enn eigi þó eftir að taka annan fund um framhaldið. „Ég er búinn að hitta Þorstein og við höfum rætt hlutina í rólegheitum. Við eigum eftir að hittast aftur. Menn vilja gera EM upp betur og gera það vel,“ segir Þorvaldur í samtali við Fótbolti.net. Næsta verkefni Íslands eru umspilsleikir við Norður-Írland í Þjóðadeildinni. Þeir leikir fara fram í lok október. Undankeppni HM 2027 hefst í febrúar 2026. Þorvaldur gerir ráð fyrir því að Þorsteinn stýri Íslandi í komandi umspilsleikjum, og má því gera ráð fyrir því að þjálfarabreytingar séu ekki á döfinni. „Þorsteinn er með samning áfram og við stefnum á það,“ segir Þorvaldur aðspurður um verkefnið gegn Norður-Írum. Enn fremur segir Þorvaldur KSÍ með umgjörð liðsins til skoðunar. Utanumhald KSÍ hvað kvennaknattspyrnu og öll landslið kvenna í fótbolta sættu einnig gagnrýni í Besta sætinu eftir mót.
Landslið kvenna í handbolta EM 2025 í Sviss KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Knattspyrnusamband Íslands þarf að leggjast yfir málefni kvennalandsliða Íslands í kjölfar vonbrigða á EM samkvæmt fyrrum landsliðskonu sem er þó óviss um framtíð liðsins. Mikilvægt sé að hafa leikmenn með í ráðum varðandi næstu skref. 11. júlí 2025 22:48 „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Hlaðvarp íþróttadeildar Sýnar, Besta sætið, var með veglegt uppgjör á frammistöðu kvennalandsliðsins á EM þar sem var víða komið við sögu. 12. júlí 2025 11:32 Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira
„Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Knattspyrnusamband Íslands þarf að leggjast yfir málefni kvennalandsliða Íslands í kjölfar vonbrigða á EM samkvæmt fyrrum landsliðskonu sem er þó óviss um framtíð liðsins. Mikilvægt sé að hafa leikmenn með í ráðum varðandi næstu skref. 11. júlí 2025 22:48
„Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Hlaðvarp íþróttadeildar Sýnar, Besta sætið, var með veglegt uppgjör á frammistöðu kvennalandsliðsins á EM þar sem var víða komið við sögu. 12. júlí 2025 11:32