Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2025 15:15 Þorsteinn hefur stýrt landsliðinu frá árinu 2021. EPA/Alessandro Della VAalle Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir líklegra en ekki að Þorsteinn Halldórsson stýri áfram íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Árangur liðsins á yfirstandandi Evrópumóti var undir væntingum. Ísland féll úr leik í riðlakeppninni á EM og fékk ekki stig á mótinu. Þrjú töp fyrir Finnlandi, Sviss og Noregi sendu íslenska liðið úr keppni án stiga úr lakasta riðli mótsins samkvæmt styrkleikaröðun. Mikil umræða skapaðist um framhald Þorsteins í starfi eftir að Ísland féll úr leik. Þóra B. Helgadóttir kallaði meðal annars eftir nýjum þjálfara í Besta sætinu. Forráðamenn KSÍ sögðu að stöðufundur yrði tekin með þjálfaranum eftir mót, það gert upp og í kjölfarið yrði ákvörðun um næstu skref tekin. Þorsteinn er með samning út næstu undankeppni, fyrir HM 2026, og segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, í samtali við Fótbolti.net að ekki sé útlit fyrir að þeim samningi verði sagt upp. Enn eigi þó eftir að taka annan fund um framhaldið. „Ég er búinn að hitta Þorstein og við höfum rætt hlutina í rólegheitum. Við eigum eftir að hittast aftur. Menn vilja gera EM upp betur og gera það vel,“ segir Þorvaldur í samtali við Fótbolti.net. Næsta verkefni Íslands eru umspilsleikir við Norður-Írland í Þjóðadeildinni. Þeir leikir fara fram í lok október. Undankeppni HM 2027 hefst í febrúar 2026. Þorvaldur gerir ráð fyrir því að Þorsteinn stýri Íslandi í komandi umspilsleikjum, og má því gera ráð fyrir því að þjálfarabreytingar séu ekki á döfinni. „Þorsteinn er með samning áfram og við stefnum á það,“ segir Þorvaldur aðspurður um verkefnið gegn Norður-Írum. Enn fremur segir Þorvaldur KSÍ með umgjörð liðsins til skoðunar. Utanumhald KSÍ hvað kvennaknattspyrnu og öll landslið kvenna í fótbolta sættu einnig gagnrýni í Besta sætinu eftir mót. Landslið kvenna í handbolta EM 2025 í Sviss KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Knattspyrnusamband Íslands þarf að leggjast yfir málefni kvennalandsliða Íslands í kjölfar vonbrigða á EM samkvæmt fyrrum landsliðskonu sem er þó óviss um framtíð liðsins. Mikilvægt sé að hafa leikmenn með í ráðum varðandi næstu skref. 11. júlí 2025 22:48 „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Hlaðvarp íþróttadeildar Sýnar, Besta sætið, var með veglegt uppgjör á frammistöðu kvennalandsliðsins á EM þar sem var víða komið við sögu. 12. júlí 2025 11:32 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Sjá meira
Ísland féll úr leik í riðlakeppninni á EM og fékk ekki stig á mótinu. Þrjú töp fyrir Finnlandi, Sviss og Noregi sendu íslenska liðið úr keppni án stiga úr lakasta riðli mótsins samkvæmt styrkleikaröðun. Mikil umræða skapaðist um framhald Þorsteins í starfi eftir að Ísland féll úr leik. Þóra B. Helgadóttir kallaði meðal annars eftir nýjum þjálfara í Besta sætinu. Forráðamenn KSÍ sögðu að stöðufundur yrði tekin með þjálfaranum eftir mót, það gert upp og í kjölfarið yrði ákvörðun um næstu skref tekin. Þorsteinn er með samning út næstu undankeppni, fyrir HM 2026, og segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, í samtali við Fótbolti.net að ekki sé útlit fyrir að þeim samningi verði sagt upp. Enn eigi þó eftir að taka annan fund um framhaldið. „Ég er búinn að hitta Þorstein og við höfum rætt hlutina í rólegheitum. Við eigum eftir að hittast aftur. Menn vilja gera EM upp betur og gera það vel,“ segir Þorvaldur í samtali við Fótbolti.net. Næsta verkefni Íslands eru umspilsleikir við Norður-Írland í Þjóðadeildinni. Þeir leikir fara fram í lok október. Undankeppni HM 2027 hefst í febrúar 2026. Þorvaldur gerir ráð fyrir því að Þorsteinn stýri Íslandi í komandi umspilsleikjum, og má því gera ráð fyrir því að þjálfarabreytingar séu ekki á döfinni. „Þorsteinn er með samning áfram og við stefnum á það,“ segir Þorvaldur aðspurður um verkefnið gegn Norður-Írum. Enn fremur segir Þorvaldur KSÍ með umgjörð liðsins til skoðunar. Utanumhald KSÍ hvað kvennaknattspyrnu og öll landslið kvenna í fótbolta sættu einnig gagnrýni í Besta sætinu eftir mót.
Landslið kvenna í handbolta EM 2025 í Sviss KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Knattspyrnusamband Íslands þarf að leggjast yfir málefni kvennalandsliða Íslands í kjölfar vonbrigða á EM samkvæmt fyrrum landsliðskonu sem er þó óviss um framtíð liðsins. Mikilvægt sé að hafa leikmenn með í ráðum varðandi næstu skref. 11. júlí 2025 22:48 „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Hlaðvarp íþróttadeildar Sýnar, Besta sætið, var með veglegt uppgjör á frammistöðu kvennalandsliðsins á EM þar sem var víða komið við sögu. 12. júlí 2025 11:32 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Sjá meira
„Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Knattspyrnusamband Íslands þarf að leggjast yfir málefni kvennalandsliða Íslands í kjölfar vonbrigða á EM samkvæmt fyrrum landsliðskonu sem er þó óviss um framtíð liðsins. Mikilvægt sé að hafa leikmenn með í ráðum varðandi næstu skref. 11. júlí 2025 22:48
„Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Hlaðvarp íþróttadeildar Sýnar, Besta sætið, var með veglegt uppgjör á frammistöðu kvennalandsliðsins á EM þar sem var víða komið við sögu. 12. júlí 2025 11:32