Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2025 12:46 Sarina Wiegman knúsar Michelle Agyemang sem skoraði mikilvæg jöfnunarmörk gegn bæði Svíþjóð og Ítalíu til að knýja fram framlengingu. Alexander Hassenstein/Getty Images Sarina Wiegman stýrði Englandi í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í fótbolta í gærkvöld. Það ætti að koma fáum á óvart, enda fara hennar lið ávallt í úrslit. Enska liðið vann annan nauma sigurinn í röð á EM í Sviss í gærkvöld. Eftir að hafa slegið Svía út í 8-liða úrslitum eftir vítakeppni vann England 2-1 sigur á Ítölum í undanúrslitum vegna marks Chloe Kelly í framlengingu sem fylgdi eftir eigin klúðruðu vítaspyrnu á 119. mínútu. England lenti undir í báðum leikjum, 2-0 undir gegn Svíum og 1-0 gegn Ítölum, en sýndi karakter að snúa taflinu við og fara með herkjum í úrslit. Hin hollenska Wiegman þekkir vel til þess að fara í úrslitaleiki á stórmótum. Um er að ræða fimmta stórmót hennar sem þjálfari og í fimmta sinn leikur lið undir hennar stjórn til úrslita. Áður en hún tók við Englandi árið 2021 var hún þjálfari Hollands frá 2016 til 2021. Hún stýrði þeim hollensku til sigurs á EM 2017 sem fram fór í Hollandi og liðið lenti í öðru sæti á HM 2019 eftir tap fyrir Bandaríkjunum í úrslitum. Næsta Evrópumót færðist um ár, til sumarsins 2022, vegna kórónuveirufaraldurs og aftur vann hennar lið EM á heimavelli; England varð Evrópumeistari á Wembley í Lundúnum. Þær ensku fóru þá í úrslit á HM 2023 en töpuðu fyrir Spáni í úrslitum. Líklegt þykir að England og Spánn mætist öðru sinni í úrslitaleik í ár en Spánn mætir Þýskalandi í undanúrslitum í kvöld. Nú er að sjá hvort Wiegman geti stýrt sínu liði til sigurs á stórmóti þegar hennar konur eru ekki á heimavelli. Árangur Wiegman á stórmótum: EM 2017 í Hollandi: Sigurvegari (Holland 4-2 Danmörk í úrslitum) HM 2019 í Frakklandi: 2. sæti (Holland 0-2 Bandaríkin í úrslitum) EM 2022 á Englandi: Sigurvegari (England 2-1 Þýskaland í úrslitum) HM 2023 í Ástralíu: 2. sæti (England 0-1 Spánn í úrslitum) EM 2025 í Sviss: Úrslit EM 2025 í Sviss Fótbolti Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Enska liðið vann annan nauma sigurinn í röð á EM í Sviss í gærkvöld. Eftir að hafa slegið Svía út í 8-liða úrslitum eftir vítakeppni vann England 2-1 sigur á Ítölum í undanúrslitum vegna marks Chloe Kelly í framlengingu sem fylgdi eftir eigin klúðruðu vítaspyrnu á 119. mínútu. England lenti undir í báðum leikjum, 2-0 undir gegn Svíum og 1-0 gegn Ítölum, en sýndi karakter að snúa taflinu við og fara með herkjum í úrslit. Hin hollenska Wiegman þekkir vel til þess að fara í úrslitaleiki á stórmótum. Um er að ræða fimmta stórmót hennar sem þjálfari og í fimmta sinn leikur lið undir hennar stjórn til úrslita. Áður en hún tók við Englandi árið 2021 var hún þjálfari Hollands frá 2016 til 2021. Hún stýrði þeim hollensku til sigurs á EM 2017 sem fram fór í Hollandi og liðið lenti í öðru sæti á HM 2019 eftir tap fyrir Bandaríkjunum í úrslitum. Næsta Evrópumót færðist um ár, til sumarsins 2022, vegna kórónuveirufaraldurs og aftur vann hennar lið EM á heimavelli; England varð Evrópumeistari á Wembley í Lundúnum. Þær ensku fóru þá í úrslit á HM 2023 en töpuðu fyrir Spáni í úrslitum. Líklegt þykir að England og Spánn mætist öðru sinni í úrslitaleik í ár en Spánn mætir Þýskalandi í undanúrslitum í kvöld. Nú er að sjá hvort Wiegman geti stýrt sínu liði til sigurs á stórmóti þegar hennar konur eru ekki á heimavelli. Árangur Wiegman á stórmótum: EM 2017 í Hollandi: Sigurvegari (Holland 4-2 Danmörk í úrslitum) HM 2019 í Frakklandi: 2. sæti (Holland 0-2 Bandaríkin í úrslitum) EM 2022 á Englandi: Sigurvegari (England 2-1 Þýskaland í úrslitum) HM 2023 í Ástralíu: 2. sæti (England 0-1 Spánn í úrslitum) EM 2025 í Sviss: Úrslit
EM 2025 í Sviss Fótbolti Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn