Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. júlí 2025 13:32 Muriel Bowser borgarstjóri er líklega ekki sátt við Trump þessa dagana. vísir/getty Bygging nýs og glæsilegs íþróttaleikvangs í hjarta Washington D.C. er í uppnámi þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað að koma í veg fyrir framkvæmdina ef NFL-lið borgarinnar skiptir ekki aftur um nafn. NFL-lið borgarinnar hét Washington Redskins frá 1937 til ársins 2020. Þá þótti nafnið of móðgandi og þar af leiðandi var Redskins-nafnið lagt á hilluna. Í tvö ár hét liðið einfaldlega Washington Football Team áður en það varð Washington Commanders árið 2022. Trump hefur aldrei verið hrifinn af nafnabreytingunni og fer nú mikinn í að þrýsta á félagið að skipta aftur yfir í Redskins. Hann hefur farið sömu leið við hafnaboltaliðið í Cleveland sem hét Indians í rúma öld en var breytt í Guardians árið 2021. Borgarstjórinn í Washington D.C., Muriel Bowser, hefur talað afar varlega eftir yfirlýsingar forsetans og vill augljóslega ekki styggja hann frekar. Mikið er undir hjá borgaryfirvöldum vegna þessarar uppbyggingar sem á enn eftir að samþykkja í borgarstjórn. Let’s bring this franchise back to DC pic.twitter.com/iGb7u6dbvB— Washington Commanders (@Commanders) April 28, 2025 „Ég hef rætt þetta mál í tvígang við forsetann. Hann er mikill aðdáandi liðsins og segir að þetta sé flottasta vallarstæði í sögu landsins. Hvað mig varðar munum við halda áfram á sömu vegferð,“ sagði Bowser. Commanders stefnir á að opna völlinn árið 2030 og sú dagsetning má helst ekki klikka því stefnt er á að HM kvenna fari meðal annars fram á vellinum. Það á ekki bara að byggja leikvang á þessu svæði heldur verða þar líka íbúðir og verslanir meðal annars. NFL Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Sjá meira
NFL-lið borgarinnar hét Washington Redskins frá 1937 til ársins 2020. Þá þótti nafnið of móðgandi og þar af leiðandi var Redskins-nafnið lagt á hilluna. Í tvö ár hét liðið einfaldlega Washington Football Team áður en það varð Washington Commanders árið 2022. Trump hefur aldrei verið hrifinn af nafnabreytingunni og fer nú mikinn í að þrýsta á félagið að skipta aftur yfir í Redskins. Hann hefur farið sömu leið við hafnaboltaliðið í Cleveland sem hét Indians í rúma öld en var breytt í Guardians árið 2021. Borgarstjórinn í Washington D.C., Muriel Bowser, hefur talað afar varlega eftir yfirlýsingar forsetans og vill augljóslega ekki styggja hann frekar. Mikið er undir hjá borgaryfirvöldum vegna þessarar uppbyggingar sem á enn eftir að samþykkja í borgarstjórn. Let’s bring this franchise back to DC pic.twitter.com/iGb7u6dbvB— Washington Commanders (@Commanders) April 28, 2025 „Ég hef rætt þetta mál í tvígang við forsetann. Hann er mikill aðdáandi liðsins og segir að þetta sé flottasta vallarstæði í sögu landsins. Hvað mig varðar munum við halda áfram á sömu vegferð,“ sagði Bowser. Commanders stefnir á að opna völlinn árið 2030 og sú dagsetning má helst ekki klikka því stefnt er á að HM kvenna fari meðal annars fram á vellinum. Það á ekki bara að byggja leikvang á þessu svæði heldur verða þar líka íbúðir og verslanir meðal annars.
NFL Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Sjá meira