Háskólar

Fréttamynd

Liggja undir feldi með til­boð ráð­herra

Stjórnir bæði Háskólans í Reykjavík (HR) og Háskólans á Bifröst funda á næstu dögum um hvort taka eigi tilboði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskólaráðherra um að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 

Innlent
Fréttamynd

Náms­efnis­gerð stendur höllum fæti

Öll getum við verið sammála um að með góðu námsefni er stuðlað að aukinni þekkingu, skilningi, hæfni og þroska nemenda. Gæði námsefnis hefur samkvæmt öllum rannsóknum mikil áhrif á árangur og menntun.

Skoðun
Fréttamynd

Í spennu­falli eftir af­nám skóla­gjalda

Nemendur í Listaháskóla Íslands eru himinlifandi með að þurfa ekki að greiða skólagjöld á komandi skólaári. Háskólaráðherra segir að með breytingu á styrkveitingu sé verið að gæta jafnræðis milli háskóla landsins.

Innlent
Fréttamynd

Lista­há­skólinn fellir niður skóla­gjöld

Stjórnendur Listaháskóla Íslands hafa ákveðið að fella niður skólagjöld frá og með haustönn ársins 2024. Það er gert í kjölfar tilkynningar um að sjálfstætt starfandi háskólum yrði boðið að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. Skólagjöld við skólann eru nú á bilinu 368 þúsund krónur til 568 þúsund krónur fyrir hverja önn.

Innlent
Fréttamynd

Kapp er best með for­sjá

Sem kunnugt er hafa staðið yfir viðræður milli stjórnenda við Háskólann á Akureyri (HA) og Háskólann á Bifröst (HB) um mögulega sameiningu. Fregnir af þessu hafa vakið forvitni starfsfólks og stúdenta við HA, umræður um kosti og galla slíkrar sameiningar og vangaveltur um hvernig hún yrði þá útfærð.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til Ás­laugar Örnu

Opið bréf frá nemendum í starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun á menntavísindasviði Háskóla Íslands til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla - iðnaðar - og nýsköpunarráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

Fíllinn í her­berginu

Í kringum síðustu alþingiskosningar átti sér hvergi stað heildstæð umræða um menntamál. Það var því engin leið fyrir okkur stúdenta eða háskólayfirvöld að vita hverjar áherslur stjórnmálaflokkana yrðu í málaflokknum.

Skoðun
Fréttamynd

Um til­vistarógn, for­dóma og Há­skólann á Bif­röst

Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa fengið að verja drjúgum hluta starfsævinnar við þann skóla sem heitir í dag Háskólinn á Bifröst, en hét, þegar ég kenndi mitt fyrsta námskeið þar í fjarnámi haustið 1999, Samvinnuháskólinn.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki merki um stór­felldan gagnastuld

Það eru ekki merki um stórfelldan gagnastuld þegar tölvuárás var gerð á Háskólann í Reykjavík á föstudaginn. Þó sé ekki hægt að útiloka gagnastuld að hluta.

Innlent
Fréttamynd

Rúss­neskir hakkarar taldir bera á­byrgð á tölvuárás á HR

Netöryggissérfræðingar og starfsmenn Háskólans í Reykjavík hafa unnið frá því í gærmorgun við að koma kerfum háskólans af stað og endurheimta gögn í kjölfar tölvuárásar sem gerð var á skólann. Talið er að rússneski tölvuárásarhópurinn Akira beri ábyrgð á árásinni.

Innlent
Fréttamynd

Hver ber kostnaðinn af því að við­halda lækna­stéttinni?

Íslenskir læknanemar erlendis sem sækja í dýrt nám vegna fárra plássa í Háskóla Íslands hafa fengið afar takmarkaðan stuðning frá Landspítala og Menntasjóði. Á sama tíma og nemarnir eru að fást við þessar stóru áskoranir er talað um læknaskort í íslensku heilbrigðiskerfi.

Skoðun
Fréttamynd

Styrkja 35 verk­efni um 1590 milljónir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti í dag niðurstöður og úthlutanir úr Samstarfi háskóla 2023. Alls bárust 55 umsóknir fyrir tæpa 4 milljarða króna. Áslaug Arna kynnir í dag þau 35 verkefni sem styrkt eru að þessu sinni en heildarfjárhæð styrkja nemur 1590 milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

LHÍ hafnar með öllu að kyn hafi skipt máli við ráðninguna

Listaháskóli Íslands hafnar því með öllu að kyn umsækjenda hafi haft nokkuð með það að gera þegar kona var ráðin lektor í sviðslistafræðum við sviðslistadeild skólans árið 2022. Þá hafi kærunefnd jafnréttismála ekki leitað eftir upplýsingum um aðkomu rektors í málinu sem skipti sköpum í úrskurði nefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Brutu jafn­réttis­lög við ráðningu konu

Listaháskóli Íslands braut gegn jafnréttislögum við ráðningu lektors í sviðslistafræðum í sviðslistadeild skólans árið 2022. Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þessari niðurstöðu.

Innlent
Fréttamynd

HR fær 200 milljónir í rannsóknarhús

Háskólanum í Reykjavík hefur verið úthlutað 200 milljónum króna í stuðning til fjármögnunar undirbúnings að uppbyggingu á allt að 6000 fermetra rannsókna- og nýsköpunarhúsi við skólann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu.

Innlent