Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. maí 2025 13:11 Þórdís Dröfn Andrésdóttir er forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis. aðsend mynd Stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur fyrirskipað öllum sendirráðum landsins að hætta tímabundið að taka við umsóknum námsmanna um vegabréfsáritanir. Forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis hefur áhyggjur af stöðunni og segir alvarlegt að vegið sé að tjáningarfrelsi þeirra sem hyggja á nám í Bandaríkjunum, og hvetur námsmenn sem fundið hafa fyrir áhrifum þessa til að leita til samtakanna og deila reynslu sinni. Í morgun bárust fréttir af því að Bandaríkjastjórn hafi gefið út þau fyrirmæli til sendiráða landsins um að hætta tímabundið að taka við beiðnum frá námsmönnum um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þetta sé gert til þess að yfirvöld geti undirbúið sig fyrir nánari skoðun á hverri umsókn, meðal annars með því að rannsaka ítarlega samfélagsmiðlanotkun umsækjanda. Þórdís Dröfn Andrésdóttir, forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis, hefur áhyggjur af áhrifum þessa á íslenska námsmenn sem hyggja á nám í Bandaríkjunum. „Nú hafa ekki verið gefnar út mjög nákvæmar upplýsingar. En við höfum áhyggjur af því að þetta muni hafa áhrif og við höfum að sjálfsögðu líka áhyggjur af því að þetta muni fæla suma frá því að yfir höfuð sækja nám í Bandaríkjunum,“ segir Þórdís. Þórdís Dröfn hvetur námsmenn til að leita til samtakanna og deila reynslu sinni.aðsend mynd Þykir óeðlilegt að ummæli á samfélagsmiðlum hafi áhrif á tækifæri Í umfjöllun CBS um málið er vísað í minnisblað sem utanríkisráðherrann Marco Rubio sendi öllum sendiherrum Bandaríkjanna. Þar er tekið fram að ekki verði tekið við fleiri umsóknum þar til nánari fyrirmæli liggi fyrir. „Við höfum ekki ennþá fengið dæmisögur en námsmönnum er auðvitað velkomið að hafa samband við okkur og við viljum heyra hvaða áhrif þetta hefur af því við erum líka í nánu samstarfi við háskólamálaráðuneytið, þannig að það er gott að vita hvaða áhrif þetta hefur á einstaklinga um leið og áhrifin koma fram,“ segir Þórdís. Þórdís telur varhugavert til standi að rannsaka hegðun námsmanna á samfélagsmiðlum sem geti haft áhrif á umsókn þeirra. „Okkur þykir þetta alls ekki eðlilegt og þetta kemur okkur þannig fyrir sjónir að fólk sem að muni hugsanlega og hafi tjáð sínar skoðanir á hinum ýmsu samfélagsmálum muni ekki fá sömu tækifæri og þeir sem hafi kannski ekki gert það. Þannig að þetta lítur ekki vel út og við viljum auðvitað að fólk geti tjáð sínar skoðanir opinberlega án þess að geta síðan ekki sótt nám erlendis,“ segir Þórdís. Uppfært klukkan 13:40 Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu á Íslandi geta umsækjendur um vegabréfsáritun haldið áfram að senda inn umsóknir. Ræðisskrifstofur aðlagi stöðugt tímaáætlanir til að nægur tími gefist til að fara vandlega yfir þau mál sem fyrir liggja. Skóla- og menntamál Donald Trump Bandaríkin Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Í morgun bárust fréttir af því að Bandaríkjastjórn hafi gefið út þau fyrirmæli til sendiráða landsins um að hætta tímabundið að taka við beiðnum frá námsmönnum um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þetta sé gert til þess að yfirvöld geti undirbúið sig fyrir nánari skoðun á hverri umsókn, meðal annars með því að rannsaka ítarlega samfélagsmiðlanotkun umsækjanda. Þórdís Dröfn Andrésdóttir, forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis, hefur áhyggjur af áhrifum þessa á íslenska námsmenn sem hyggja á nám í Bandaríkjunum. „Nú hafa ekki verið gefnar út mjög nákvæmar upplýsingar. En við höfum áhyggjur af því að þetta muni hafa áhrif og við höfum að sjálfsögðu líka áhyggjur af því að þetta muni fæla suma frá því að yfir höfuð sækja nám í Bandaríkjunum,“ segir Þórdís. Þórdís Dröfn hvetur námsmenn til að leita til samtakanna og deila reynslu sinni.aðsend mynd Þykir óeðlilegt að ummæli á samfélagsmiðlum hafi áhrif á tækifæri Í umfjöllun CBS um málið er vísað í minnisblað sem utanríkisráðherrann Marco Rubio sendi öllum sendiherrum Bandaríkjanna. Þar er tekið fram að ekki verði tekið við fleiri umsóknum þar til nánari fyrirmæli liggi fyrir. „Við höfum ekki ennþá fengið dæmisögur en námsmönnum er auðvitað velkomið að hafa samband við okkur og við viljum heyra hvaða áhrif þetta hefur af því við erum líka í nánu samstarfi við háskólamálaráðuneytið, þannig að það er gott að vita hvaða áhrif þetta hefur á einstaklinga um leið og áhrifin koma fram,“ segir Þórdís. Þórdís telur varhugavert til standi að rannsaka hegðun námsmanna á samfélagsmiðlum sem geti haft áhrif á umsókn þeirra. „Okkur þykir þetta alls ekki eðlilegt og þetta kemur okkur þannig fyrir sjónir að fólk sem að muni hugsanlega og hafi tjáð sínar skoðanir á hinum ýmsu samfélagsmálum muni ekki fá sömu tækifæri og þeir sem hafi kannski ekki gert það. Þannig að þetta lítur ekki vel út og við viljum auðvitað að fólk geti tjáð sínar skoðanir opinberlega án þess að geta síðan ekki sótt nám erlendis,“ segir Þórdís. Uppfært klukkan 13:40 Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu á Íslandi geta umsækjendur um vegabréfsáritun haldið áfram að senda inn umsóknir. Ræðisskrifstofur aðlagi stöðugt tímaáætlanir til að nægur tími gefist til að fara vandlega yfir þau mál sem fyrir liggja.
Skóla- og menntamál Donald Trump Bandaríkin Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?