Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. maí 2025 13:11 Þórdís Dröfn Andrésdóttir er forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis. aðsend mynd Stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur fyrirskipað öllum sendirráðum landsins að hætta tímabundið að taka við umsóknum námsmanna um vegabréfsáritanir. Forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis hefur áhyggjur af stöðunni og segir alvarlegt að vegið sé að tjáningarfrelsi þeirra sem hyggja á nám í Bandaríkjunum, og hvetur námsmenn sem fundið hafa fyrir áhrifum þessa til að leita til samtakanna og deila reynslu sinni. Í morgun bárust fréttir af því að Bandaríkjastjórn hafi gefið út þau fyrirmæli til sendiráða landsins um að hætta tímabundið að taka við beiðnum frá námsmönnum um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þetta sé gert til þess að yfirvöld geti undirbúið sig fyrir nánari skoðun á hverri umsókn, meðal annars með því að rannsaka ítarlega samfélagsmiðlanotkun umsækjanda. Þórdís Dröfn Andrésdóttir, forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis, hefur áhyggjur af áhrifum þessa á íslenska námsmenn sem hyggja á nám í Bandaríkjunum. „Nú hafa ekki verið gefnar út mjög nákvæmar upplýsingar. En við höfum áhyggjur af því að þetta muni hafa áhrif og við höfum að sjálfsögðu líka áhyggjur af því að þetta muni fæla suma frá því að yfir höfuð sækja nám í Bandaríkjunum,“ segir Þórdís. Þórdís Dröfn hvetur námsmenn til að leita til samtakanna og deila reynslu sinni.aðsend mynd Þykir óeðlilegt að ummæli á samfélagsmiðlum hafi áhrif á tækifæri Í umfjöllun CBS um málið er vísað í minnisblað sem utanríkisráðherrann Marco Rubio sendi öllum sendiherrum Bandaríkjanna. Þar er tekið fram að ekki verði tekið við fleiri umsóknum þar til nánari fyrirmæli liggi fyrir. „Við höfum ekki ennþá fengið dæmisögur en námsmönnum er auðvitað velkomið að hafa samband við okkur og við viljum heyra hvaða áhrif þetta hefur af því við erum líka í nánu samstarfi við háskólamálaráðuneytið, þannig að það er gott að vita hvaða áhrif þetta hefur á einstaklinga um leið og áhrifin koma fram,“ segir Þórdís. Þórdís telur varhugavert til standi að rannsaka hegðun námsmanna á samfélagsmiðlum sem geti haft áhrif á umsókn þeirra. „Okkur þykir þetta alls ekki eðlilegt og þetta kemur okkur þannig fyrir sjónir að fólk sem að muni hugsanlega og hafi tjáð sínar skoðanir á hinum ýmsu samfélagsmálum muni ekki fá sömu tækifæri og þeir sem hafi kannski ekki gert það. Þannig að þetta lítur ekki vel út og við viljum auðvitað að fólk geti tjáð sínar skoðanir opinberlega án þess að geta síðan ekki sótt nám erlendis,“ segir Þórdís. Uppfært klukkan 13:40 Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu á Íslandi geta umsækjendur um vegabréfsáritun haldið áfram að senda inn umsóknir. Ræðisskrifstofur aðlagi stöðugt tímaáætlanir til að nægur tími gefist til að fara vandlega yfir þau mál sem fyrir liggja. Skóla- og menntamál Donald Trump Bandaríkin Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Í morgun bárust fréttir af því að Bandaríkjastjórn hafi gefið út þau fyrirmæli til sendiráða landsins um að hætta tímabundið að taka við beiðnum frá námsmönnum um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þetta sé gert til þess að yfirvöld geti undirbúið sig fyrir nánari skoðun á hverri umsókn, meðal annars með því að rannsaka ítarlega samfélagsmiðlanotkun umsækjanda. Þórdís Dröfn Andrésdóttir, forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis, hefur áhyggjur af áhrifum þessa á íslenska námsmenn sem hyggja á nám í Bandaríkjunum. „Nú hafa ekki verið gefnar út mjög nákvæmar upplýsingar. En við höfum áhyggjur af því að þetta muni hafa áhrif og við höfum að sjálfsögðu líka áhyggjur af því að þetta muni fæla suma frá því að yfir höfuð sækja nám í Bandaríkjunum,“ segir Þórdís. Þórdís Dröfn hvetur námsmenn til að leita til samtakanna og deila reynslu sinni.aðsend mynd Þykir óeðlilegt að ummæli á samfélagsmiðlum hafi áhrif á tækifæri Í umfjöllun CBS um málið er vísað í minnisblað sem utanríkisráðherrann Marco Rubio sendi öllum sendiherrum Bandaríkjanna. Þar er tekið fram að ekki verði tekið við fleiri umsóknum þar til nánari fyrirmæli liggi fyrir. „Við höfum ekki ennþá fengið dæmisögur en námsmönnum er auðvitað velkomið að hafa samband við okkur og við viljum heyra hvaða áhrif þetta hefur af því við erum líka í nánu samstarfi við háskólamálaráðuneytið, þannig að það er gott að vita hvaða áhrif þetta hefur á einstaklinga um leið og áhrifin koma fram,“ segir Þórdís. Þórdís telur varhugavert til standi að rannsaka hegðun námsmanna á samfélagsmiðlum sem geti haft áhrif á umsókn þeirra. „Okkur þykir þetta alls ekki eðlilegt og þetta kemur okkur þannig fyrir sjónir að fólk sem að muni hugsanlega og hafi tjáð sínar skoðanir á hinum ýmsu samfélagsmálum muni ekki fá sömu tækifæri og þeir sem hafi kannski ekki gert það. Þannig að þetta lítur ekki vel út og við viljum auðvitað að fólk geti tjáð sínar skoðanir opinberlega án þess að geta síðan ekki sótt nám erlendis,“ segir Þórdís. Uppfært klukkan 13:40 Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu á Íslandi geta umsækjendur um vegabréfsáritun haldið áfram að senda inn umsóknir. Ræðisskrifstofur aðlagi stöðugt tímaáætlanir til að nægur tími gefist til að fara vandlega yfir þau mál sem fyrir liggja.
Skóla- og menntamál Donald Trump Bandaríkin Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira