Sagt að hann gæti ekki klárað námið en gerði það samt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júní 2025 19:18 Patrekur segir mótlætið hafa reynt mikið á hann í náminu en það hafi aldrei komið til greina að gefast upp. Vísir/Ívar Fannar Fyrsti lögblindi maðurinn til þess að ljúka meistaranámi í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands segir stjórnendur námsins ítrekað hafa sett honum stólinn fyrir dyrnar og efast um getu hans. Hann segist þakklátur kennurum sínum, það hafi aldrei komið til greina að gefast upp. Patrekur Andrés Axelsson greindist nítján ára gamall með arfgengan augnsjúkdóm og er í dag með um fimm prósent sjón. Hann hefur aldrei látið sjúkdóminn stoppa sig og hefur meðal annars verið fulltrúi Íslands á Ólympíuleikum fatlaðra og klárað nám í rafvirkjun. Nú hefur Patrekur lokið mastersnámi í sjúkraþjálfun fyrstur lögblindra einstaklinga en hann segist hafa mætt fordómum og mótlæti stjórnenda læknadeildar Háskóla Íslands í náminu. Tveimur mánuðum eftir að hann hóf nám var hann boðaður á fund. „Ég spurði: Fara aðrir nemar á svona fund? „Nei, bara þú.“Af hverju? „Það eru öðruvísi aðstæður hjá þér.“ Svo fékk ég lögfræðibréf í hendurnar á fundinum um að mér væri synjað um áframhaldandi nám.“ Efasemdir stjórnenda námsins um getu Patreks hafi snúið að verklegum þætti námsins. „En ef maður lærir fræðin, grunninn, ert með alla þekkinguna og spyrð réttra spurninga, ferð eftir því sem er kennt þá er ekkert sem bendir til þess að þetta sé ekki hægt.“ „Svo var búið að finna verknám fyrir mig og verknámsstað og þar var ég bara lagður í einelti af verknámskennaranum. Það er þannig? Já, hún sagði að hún gæti ekki metið mig því ég væri of blindur og svo tók hún á móti mér og spurði mig hvar blindrastafurinn væri.“ Patrekur segir annað verknám hafa gengið vel og tekur fram að flestir kennarar hafi verið til fyrirmyndar. Hann segist þeim afar þakklátur og er nú búinn með námið. „Það þarf bara að finna út úr hlutunum, finna réttu lausnirnar. Einstaklingurinn sem er með hömlunina er oft með launsina, hann veit best hverjar hans þarfir eru, þannig ég hvet bara alla blinda og sjónskerta sem hafa áhuga á sjúkraþjálfun að sækja um.“ Málefni fatlaðs fólks Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Patrekur Andrés Axelsson greindist nítján ára gamall með arfgengan augnsjúkdóm og er í dag með um fimm prósent sjón. Hann hefur aldrei látið sjúkdóminn stoppa sig og hefur meðal annars verið fulltrúi Íslands á Ólympíuleikum fatlaðra og klárað nám í rafvirkjun. Nú hefur Patrekur lokið mastersnámi í sjúkraþjálfun fyrstur lögblindra einstaklinga en hann segist hafa mætt fordómum og mótlæti stjórnenda læknadeildar Háskóla Íslands í náminu. Tveimur mánuðum eftir að hann hóf nám var hann boðaður á fund. „Ég spurði: Fara aðrir nemar á svona fund? „Nei, bara þú.“Af hverju? „Það eru öðruvísi aðstæður hjá þér.“ Svo fékk ég lögfræðibréf í hendurnar á fundinum um að mér væri synjað um áframhaldandi nám.“ Efasemdir stjórnenda námsins um getu Patreks hafi snúið að verklegum þætti námsins. „En ef maður lærir fræðin, grunninn, ert með alla þekkinguna og spyrð réttra spurninga, ferð eftir því sem er kennt þá er ekkert sem bendir til þess að þetta sé ekki hægt.“ „Svo var búið að finna verknám fyrir mig og verknámsstað og þar var ég bara lagður í einelti af verknámskennaranum. Það er þannig? Já, hún sagði að hún gæti ekki metið mig því ég væri of blindur og svo tók hún á móti mér og spurði mig hvar blindrastafurinn væri.“ Patrekur segir annað verknám hafa gengið vel og tekur fram að flestir kennarar hafi verið til fyrirmyndar. Hann segist þeim afar þakklátur og er nú búinn með námið. „Það þarf bara að finna út úr hlutunum, finna réttu lausnirnar. Einstaklingurinn sem er með hömlunina er oft með launsina, hann veit best hverjar hans þarfir eru, þannig ég hvet bara alla blinda og sjónskerta sem hafa áhuga á sjúkraþjálfun að sækja um.“
Málefni fatlaðs fólks Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira