Börn verði að fá þau skilaboð að ofbeldi gegn þeim sé aldrei réttlætanlegt Lovísa Arnardóttir skrifar 5. júní 2025 21:26 Elísabet vonar að niðurstöðurnar leiði til breytinga innan lögreglunnar. Vísir/Sigurjón Fá mál sem Barnavernd Reykjavíkur vísar til lögreglu, þar sem grunur leikur á alvarlegu ofbeldi gegn barni, leiða til ákæru. Þetta sýnir meistararannsókn Elísabetar Gunnarsdóttur, félagsráðgjafa og deildarstjóra hjá Barnavernd Reykjavíkur. Á sama tíma og ákærur eru fáar og fá mál eru send til lögreglu hefur tilkynningum til barnaverndar fjölgað jafnt og þétt úr 214 árið 2015 í 485 árið 2024. Elísabet skoðaði í rannsókn sinni alls 113 mál. „Þar lágu að baki 107 börn því málum sex barna hafði verið vísað í tvígang til lögreglu. Það voru 107 börn og það var gefin út ákæra í málum 22 barna af þeim 107 sem rannsóknin tók til,“ segir Elísabet. Tilkynningum hefur fjölgað verulega en málin eru alltaf fá sem enda hjá lögreglu. Málin sem enda hjá lögreglu eru því, hlutfallslega, afar fá. Elísabet segir það háð mati starfsmanns barnaverndar hvenær mál fara þangað og sú ákvörðun sé alltaf tekin með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Misjafnt var hvers kyns ofbeldi börnin voru beitt. Misjafnt er hvers kyns ofbeldi börnin voru beitt. „Í málum 64 barna var grunur um að það hefði verið slegið, lamið eða kýlt og það var algengasta tegund ofbeldisins sem var um ræða. í 34 tilfellum var grunur um að barn hefði verið slegið með einhverju, það var algengast að það hefði verið slegið með priki eða belti og í einu tilfelli var grunur um að barn hefði verið slegið með stálröri Misjafnt er eftir árum hversu mörgum málum var svo vísað til lögreglunnar. en í meirihluta tilfella var svo ekki gefin út ákæra, eða aðeins í 22 málum. Niðurstaða fyrir dómi var svo sú að tíu foreldrar hlutu dóm. Afdrif mála hjá lögreglunni. „Þetta er viðkvæmur málaflokkur og sönnunarbyrðin er afskaplega þung, þannig ég held að það skýri það að hluta til.“ Fjallað var um ofbeldi gegn börnum á málþingi í HR sem skipulagt var í kringum rannsókn Elísabetar. Hún segir áríðandi að skilaboð samfélagsins til barna séu skýr. „Ég held að við verðum allavega að huga að því hvaða skilaboð við erum að gefa þessum börnum. Það verður að vanda vel til verka þegar kemur að þessum málaflokki. Um er að ræða börn sem hafa upplifað og orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og við verðum að passa að gefa þau skilaboð að ofbeldi er aldrei réttlætanlegt.“ Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Háskólar Tengdar fréttir Metfjöldi barna í Kvennaathvarfinu Metfjöldi barna hefur dvalið það sem af er ári í Kvennaathvarfinu. Framkvæmdastýra segir ofbeldi alvarlegra og meira og erfitt að horfa upp á stöðuga fjölgun ofbeldismála. Á sama tíma sé erfiðara að losna undan slíku ofbeldi. 5. júní 2025 13:00 Hlutfall barna sem beitti foreldra eða skylda ofbeldi tvöfaldaðist Skráðum tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um fimmtán prósent fyrstu mánuði ársins. Margar þeirra varða ofbeldi barna gegn foreldrum sínum eða ofbeldi foreldra gegn börnum sínum. Lögregla hefur verið í skráningarátaki en telur þó fjölgun umfram það. 4. júní 2025 19:03 Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar og endurfrumsýning Brúðubílsins Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 15 prósent á fyrstu mánuðum ársins. Mest fjölgar um tilkynningar um ofbeldi sem tengist börnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 4. júní 2025 18:13 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Á sama tíma og ákærur eru fáar og fá mál eru send til lögreglu hefur tilkynningum til barnaverndar fjölgað jafnt og þétt úr 214 árið 2015 í 485 árið 2024. Elísabet skoðaði í rannsókn sinni alls 113 mál. „Þar lágu að baki 107 börn því málum sex barna hafði verið vísað í tvígang til lögreglu. Það voru 107 börn og það var gefin út ákæra í málum 22 barna af þeim 107 sem rannsóknin tók til,“ segir Elísabet. Tilkynningum hefur fjölgað verulega en málin eru alltaf fá sem enda hjá lögreglu. Málin sem enda hjá lögreglu eru því, hlutfallslega, afar fá. Elísabet segir það háð mati starfsmanns barnaverndar hvenær mál fara þangað og sú ákvörðun sé alltaf tekin með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Misjafnt var hvers kyns ofbeldi börnin voru beitt. Misjafnt er hvers kyns ofbeldi börnin voru beitt. „Í málum 64 barna var grunur um að það hefði verið slegið, lamið eða kýlt og það var algengasta tegund ofbeldisins sem var um ræða. í 34 tilfellum var grunur um að barn hefði verið slegið með einhverju, það var algengast að það hefði verið slegið með priki eða belti og í einu tilfelli var grunur um að barn hefði verið slegið með stálröri Misjafnt er eftir árum hversu mörgum málum var svo vísað til lögreglunnar. en í meirihluta tilfella var svo ekki gefin út ákæra, eða aðeins í 22 málum. Niðurstaða fyrir dómi var svo sú að tíu foreldrar hlutu dóm. Afdrif mála hjá lögreglunni. „Þetta er viðkvæmur málaflokkur og sönnunarbyrðin er afskaplega þung, þannig ég held að það skýri það að hluta til.“ Fjallað var um ofbeldi gegn börnum á málþingi í HR sem skipulagt var í kringum rannsókn Elísabetar. Hún segir áríðandi að skilaboð samfélagsins til barna séu skýr. „Ég held að við verðum allavega að huga að því hvaða skilaboð við erum að gefa þessum börnum. Það verður að vanda vel til verka þegar kemur að þessum málaflokki. Um er að ræða börn sem hafa upplifað og orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og við verðum að passa að gefa þau skilaboð að ofbeldi er aldrei réttlætanlegt.“
Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Háskólar Tengdar fréttir Metfjöldi barna í Kvennaathvarfinu Metfjöldi barna hefur dvalið það sem af er ári í Kvennaathvarfinu. Framkvæmdastýra segir ofbeldi alvarlegra og meira og erfitt að horfa upp á stöðuga fjölgun ofbeldismála. Á sama tíma sé erfiðara að losna undan slíku ofbeldi. 5. júní 2025 13:00 Hlutfall barna sem beitti foreldra eða skylda ofbeldi tvöfaldaðist Skráðum tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um fimmtán prósent fyrstu mánuði ársins. Margar þeirra varða ofbeldi barna gegn foreldrum sínum eða ofbeldi foreldra gegn börnum sínum. Lögregla hefur verið í skráningarátaki en telur þó fjölgun umfram það. 4. júní 2025 19:03 Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar og endurfrumsýning Brúðubílsins Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 15 prósent á fyrstu mánuðum ársins. Mest fjölgar um tilkynningar um ofbeldi sem tengist börnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 4. júní 2025 18:13 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Metfjöldi barna í Kvennaathvarfinu Metfjöldi barna hefur dvalið það sem af er ári í Kvennaathvarfinu. Framkvæmdastýra segir ofbeldi alvarlegra og meira og erfitt að horfa upp á stöðuga fjölgun ofbeldismála. Á sama tíma sé erfiðara að losna undan slíku ofbeldi. 5. júní 2025 13:00
Hlutfall barna sem beitti foreldra eða skylda ofbeldi tvöfaldaðist Skráðum tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um fimmtán prósent fyrstu mánuði ársins. Margar þeirra varða ofbeldi barna gegn foreldrum sínum eða ofbeldi foreldra gegn börnum sínum. Lögregla hefur verið í skráningarátaki en telur þó fjölgun umfram það. 4. júní 2025 19:03
Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar og endurfrumsýning Brúðubílsins Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 15 prósent á fyrstu mánuðum ársins. Mest fjölgar um tilkynningar um ofbeldi sem tengist börnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 4. júní 2025 18:13