Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjórir greindust innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví. Innlent 14.12.2020 10:50 Svona var 146. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Alma D. Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Rögnvaldi Ólafssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni. Innlent 14.12.2020 10:16 Aukin hætta á þunglyndi og áfallastreitu hjá þeim sem hafa greinst með Covid-19 Frumniðurstöður rannsóknarinnar Líðan þjóðar á tímum Covid-19 sýna að þeir einstaklingar sem hafa greinst með sjúkdóminn eru eftir veikindi sín í aukinni áhættu á að sýna einkenni þunglyndis og áfallastreitu. Þetta á sérstaklega við um þau sem urðu alvarlega veik af sjúkdómnum. Innlent 14.12.2020 09:53 Segir ekki koma í ljós fyrr en eftir viku hvort veiran hafi dreift sér á gluggatónleikunum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vel hugsanlegt að kórónuveiran hafi eitthvað náð að dreifa sér á gluggatónleikum við Prikið í miðbæ Reykjavíkur á laugardag. Innlent 14.12.2020 08:52 34 nemendur og átta starfsmenn Ölduselsskóla í sóttkví vegna smits 34 nemendur í yngstu árgöngum Ölduselsskóla í Reykjavík, auk átta starfsmanna, eru komin í sóttkví eftir að í ljós kom í gær að starfsmaður skólans hafi smitast af kórónuveirunni. Innlent 14.12.2020 08:18 Forsætisráðherrann látinn fáeinum vikum eftir að hafa greinst með Covid-19 Forsætisráðherra Afríkuríkisins Esvatíní, Ambrose Dlamini, er látinn, 52 ára að aldri. Hann lést um mánuði eftir að hafa greinst með Covid-19. Erlent 14.12.2020 08:03 „Hugmyndin kemur frá mér og Katrínu Tönju“ Alþjóðlega fyrirtækið STRAX var stofnað og er stjórnað af Íslendingum, er skráð hjá Nasdaq í Svíþjóð og hjá fyrirtækinu starfa um tvö hundruð manns. Fyrirtækið sérhæfir sig í dreifingu á aukahlutum fyrir farsíma en er um þessar mundir einnig í vöruþróun heyrnartóla undir vörumerkinu Dóttir. Atvinnulíf 14.12.2020 07:52 Trump frestar því að samstarfsmenn hans fái bóluefni gegn Covid-19 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að fresta þeim fyrirætlunum að samstarfsmenn hans í Hvíta húsinu skyldu verða með þeim fyrstu í Bandaríkjunum til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. Erlent 14.12.2020 07:19 Samstarfsmenn Trump meðal fyrstu til að fá bóluefnið Starfsmenn Hvíta hússins sem vinna með Donald Trump Bandaríkjaforseta verða bólusettir á næstu dögum. Verið er að undirbúa dreifingu bóluefnis Pfizer og BioNTech til forgangshópa vestanhafs en starfsmenn Hvíta hússins tilheyra ekki þeim hópum. Erlent 13.12.2020 23:14 Langvarandi Covid-19 mögulega ónæmiskerfið að ráðast á líkamann Vísindamenn telja mögulegt að „ringluð“ mótefni í líkamanum kunni að skýra hvers vegna sumir sem hafa læknast af Covid-19 þjást enn af ýmsum óútskýrðum aukaverkunum. Erlent 13.12.2020 22:51 Auka sóttvarnir á næstu gluggaskemmtunum Forsvarsmenn Priksins hyggjast halda áfram að bjóða gestum og gangandi á Laugavegi upp á „gluggaskemmtun“ og munu á sama tíma gera allt mögulegt til að tryggja öryggi viðstaddra. Innlent 13.12.2020 21:26 Frekari styrkir standa ekki til Ferðamálaráðherra segir ekki á döfinni að stjórnvöld komi frekar til móts við ferðaþjónustufyrirtæki með styrkjum. Viðskipti innlent 13.12.2020 20:30 Bólusetning á Íslandi hefst öðru hvoru megin við áramót Ekki er útilokað að bólusetning gegn covid-19 hefjist hér á landi fyrir áramót að sögn heilbrigðisráðherra. Fyrstu skammtar bóluefnisins fari í umferð einhvern daginn í kringum áramótin. Hún segir að forgangsröðun verði ekki endilega með þeim hætti að fyrsti forgangshópurinn verði allur bólusettur fyrst og svo verði byrjað að bólusetja þann næsta. Innlent 13.12.2020 20:00 Kántrístjarnan Charley Pride lést úr Covid-19 Bandaríski kántrísönvarinn Charley Pride er látinn, 86 ára að aldri, af völdum covid-19. Pride lést í gær en söngvarinn gerði garðinn frægan með tónlist sinni vestanhafs á miklum umrótatímum á sjöunda áratugnum en greint er frá andlátinu á heimasíðu söngvarans. Lífið 13.12.2020 16:27 „Alvarlegt hvernig farið er með Landspítalann“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir alvarlegt að gerð sé aðhaldskrafa á heilbrigðisstofnanir nú á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru. Formaður fjárlaganefndar segir að krónutölur þurfi að skoða í stærra samhengi hvað varðar aðhaldskröfur á Landspítalann. Hann vill að því verði hætt að setja almennar aðhaldskröfur og vill að tekin verði upp ný aðferðafræði í staðinn. Innlent 13.12.2020 15:45 Berglind Björg og Anna Björk með kórónuveiruna Landsliðskonurnar Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir, leikmenn franska úrvalsdeildarliðsins Le Havre, eru ekki með liðinu í dag sökum þess að þær greindust nýverið með kórónuveiruna. Fótbolti 13.12.2020 15:16 Fyrstu bílar með bóluefni farnir af stað Fyrstu flutningabílarnir sem flytja bóluefni um Bandaríkin voru sendir af stað frá verksmiðju Pfizer í borginni Portage í Michigan-ríki í dag. Brottför vörubílanna er sögð marka upphaf að umfangsmestu bólusetningu í sögu Bandaríkjanna. Erlent 13.12.2020 14:43 Vonbrigði að heyra af partístandi næturinnar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það ákveðin vonbrigði að heyra fréttir af partístandi og hópamyndunum í gær og í nótt. Hún telur þó langflesta Íslendinga samtaka í sóttvarnaaðgerðum. Innlent 13.12.2020 14:29 Þykir tölurnar svolítið háar á sunnudegi Prófessor í líftölfræði þykir Covid-tölur gærdagsins heldur háar í ljósi þess að þær ber upp um helgi. Þó sé jákvætt að allir hafi verið í sóttkví. Smitstuðull á landinu er nýkominn undir einn. Innlent 13.12.2020 13:23 Skólum og verslunum lokað í Þýskalandi Angela Merkel Þýskalandskanslari boðaði í dag verulega hertar aðgerðir í Þýskalandi vegna covid-19. Meðal annars stendur til að loka verslunum, skólum og barnadaggæslu. Nýjar reglur munu taka gildi frá og með næsta miðvikudegi að því er Deutsche Welle greinir frá. Erlent 13.12.2020 13:00 Víðir ætti að losna úr einangrun á næstunni Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, ætti að losna úr einangrun á næstunni að sögn sóttvarnalæknis. Innlent 13.12.2020 12:25 Hefur áhyggjur af næstu dögum vegna mikilla hópamyndana Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Fimm greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 347 eru í sóttkví en þeim fjölgaði um 55 milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. Innlent 13.12.2020 11:59 Sjö innanlandssmit og öll í sóttkví Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru öll í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is Fimm greindust á landamærunum og er beðið niðurstöðu mótefnamælingar. Innlent 13.12.2020 10:53 Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. Innlent 13.12.2020 10:21 Smitstuðullinn nú undir einum Smitstuðull er nú undir einum, samkvæmt rýni vísindamanna Háskóla Íslands sem birt var á föstudag. Fjöldi smitaðra fylgir nýrri sviðsmynd frá 26. nóvember - en tölurnar síðustu daga geta þó enn leitt af sér veldisvísisvöxt. Innlent 13.12.2020 08:55 Bandaríkjamenn hefja bólusetningar á mánudaginn Bóluefni Pfizer og BioNTech var í gær veitt neyðarleyfi í Bandaríkjunum og hefst bólusetning með því á mánudag. Skammtar fyrir þrjár milljónir verða fluttar til Bandaríkjanna nú um helgina. Erlent 12.12.2020 20:21 Staðfestir það sem samtökin óttuðust Tveir þriðju fyrirtækja í ferðaþjónustu standa nú frammi fyrir ósjálfbærri skuldsetningu og munu gera á næsta ári, samkvæmt nýrri greiningu KPMG fyrir Ferðamálastofu sem birt var í desember. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu segir skýrsluna staðfesta það sem samtökin óttuðust. Viðbúið sé að fjöldi fyrirtækja sé á leið í gjaldþrot. Innlent 12.12.2020 18:56 Icelandair gæti átt erfitt með að manna vélar ef eftirspurn eykst Icelandair hefur lítið svigrúm til að bregðast við aukinni eftirspurn á nýju ári að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Ástæðan sé sú að félagið verði að óbreyttu með mjög fáa flugmenn í vinnu í byrjun nýs árs að því er fram kemur í frétt á vef Túrista. Félagið geti aðeins mannað tvær til fimm farþegaþotur eftir áramót. Viðskipti innlent 12.12.2020 16:22 Veiran fannst í þremur skólum Í síðustu viku fóru nemendur í Laugarnesskóla í sóttkví eftir að veiran greindist þar í síðustu viku. 10 kennarar og um tólf nemendur í Hagaskóla eru komnir í sóttkví eftir að veiran greindist í nemendum. Þá eru nokkrir bekkir Austurbæjarskóla í sóttkví eftir að kennari greindist með smit í gær. Innlent 12.12.2020 15:02 „Ekkert ófremdarástand í gangi“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti þremur útköllum í gærkvöldi og nótt þar sem kvartað var undan hávaða út heimahúsi. Innlent 12.12.2020 14:20 « ‹ 195 196 197 198 199 200 201 202 203 … 334 ›
Fjórir greindust innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví. Innlent 14.12.2020 10:50
Svona var 146. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Alma D. Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Rögnvaldi Ólafssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni. Innlent 14.12.2020 10:16
Aukin hætta á þunglyndi og áfallastreitu hjá þeim sem hafa greinst með Covid-19 Frumniðurstöður rannsóknarinnar Líðan þjóðar á tímum Covid-19 sýna að þeir einstaklingar sem hafa greinst með sjúkdóminn eru eftir veikindi sín í aukinni áhættu á að sýna einkenni þunglyndis og áfallastreitu. Þetta á sérstaklega við um þau sem urðu alvarlega veik af sjúkdómnum. Innlent 14.12.2020 09:53
Segir ekki koma í ljós fyrr en eftir viku hvort veiran hafi dreift sér á gluggatónleikunum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vel hugsanlegt að kórónuveiran hafi eitthvað náð að dreifa sér á gluggatónleikum við Prikið í miðbæ Reykjavíkur á laugardag. Innlent 14.12.2020 08:52
34 nemendur og átta starfsmenn Ölduselsskóla í sóttkví vegna smits 34 nemendur í yngstu árgöngum Ölduselsskóla í Reykjavík, auk átta starfsmanna, eru komin í sóttkví eftir að í ljós kom í gær að starfsmaður skólans hafi smitast af kórónuveirunni. Innlent 14.12.2020 08:18
Forsætisráðherrann látinn fáeinum vikum eftir að hafa greinst með Covid-19 Forsætisráðherra Afríkuríkisins Esvatíní, Ambrose Dlamini, er látinn, 52 ára að aldri. Hann lést um mánuði eftir að hafa greinst með Covid-19. Erlent 14.12.2020 08:03
„Hugmyndin kemur frá mér og Katrínu Tönju“ Alþjóðlega fyrirtækið STRAX var stofnað og er stjórnað af Íslendingum, er skráð hjá Nasdaq í Svíþjóð og hjá fyrirtækinu starfa um tvö hundruð manns. Fyrirtækið sérhæfir sig í dreifingu á aukahlutum fyrir farsíma en er um þessar mundir einnig í vöruþróun heyrnartóla undir vörumerkinu Dóttir. Atvinnulíf 14.12.2020 07:52
Trump frestar því að samstarfsmenn hans fái bóluefni gegn Covid-19 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að fresta þeim fyrirætlunum að samstarfsmenn hans í Hvíta húsinu skyldu verða með þeim fyrstu í Bandaríkjunum til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. Erlent 14.12.2020 07:19
Samstarfsmenn Trump meðal fyrstu til að fá bóluefnið Starfsmenn Hvíta hússins sem vinna með Donald Trump Bandaríkjaforseta verða bólusettir á næstu dögum. Verið er að undirbúa dreifingu bóluefnis Pfizer og BioNTech til forgangshópa vestanhafs en starfsmenn Hvíta hússins tilheyra ekki þeim hópum. Erlent 13.12.2020 23:14
Langvarandi Covid-19 mögulega ónæmiskerfið að ráðast á líkamann Vísindamenn telja mögulegt að „ringluð“ mótefni í líkamanum kunni að skýra hvers vegna sumir sem hafa læknast af Covid-19 þjást enn af ýmsum óútskýrðum aukaverkunum. Erlent 13.12.2020 22:51
Auka sóttvarnir á næstu gluggaskemmtunum Forsvarsmenn Priksins hyggjast halda áfram að bjóða gestum og gangandi á Laugavegi upp á „gluggaskemmtun“ og munu á sama tíma gera allt mögulegt til að tryggja öryggi viðstaddra. Innlent 13.12.2020 21:26
Frekari styrkir standa ekki til Ferðamálaráðherra segir ekki á döfinni að stjórnvöld komi frekar til móts við ferðaþjónustufyrirtæki með styrkjum. Viðskipti innlent 13.12.2020 20:30
Bólusetning á Íslandi hefst öðru hvoru megin við áramót Ekki er útilokað að bólusetning gegn covid-19 hefjist hér á landi fyrir áramót að sögn heilbrigðisráðherra. Fyrstu skammtar bóluefnisins fari í umferð einhvern daginn í kringum áramótin. Hún segir að forgangsröðun verði ekki endilega með þeim hætti að fyrsti forgangshópurinn verði allur bólusettur fyrst og svo verði byrjað að bólusetja þann næsta. Innlent 13.12.2020 20:00
Kántrístjarnan Charley Pride lést úr Covid-19 Bandaríski kántrísönvarinn Charley Pride er látinn, 86 ára að aldri, af völdum covid-19. Pride lést í gær en söngvarinn gerði garðinn frægan með tónlist sinni vestanhafs á miklum umrótatímum á sjöunda áratugnum en greint er frá andlátinu á heimasíðu söngvarans. Lífið 13.12.2020 16:27
„Alvarlegt hvernig farið er með Landspítalann“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir alvarlegt að gerð sé aðhaldskrafa á heilbrigðisstofnanir nú á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru. Formaður fjárlaganefndar segir að krónutölur þurfi að skoða í stærra samhengi hvað varðar aðhaldskröfur á Landspítalann. Hann vill að því verði hætt að setja almennar aðhaldskröfur og vill að tekin verði upp ný aðferðafræði í staðinn. Innlent 13.12.2020 15:45
Berglind Björg og Anna Björk með kórónuveiruna Landsliðskonurnar Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir, leikmenn franska úrvalsdeildarliðsins Le Havre, eru ekki með liðinu í dag sökum þess að þær greindust nýverið með kórónuveiruna. Fótbolti 13.12.2020 15:16
Fyrstu bílar með bóluefni farnir af stað Fyrstu flutningabílarnir sem flytja bóluefni um Bandaríkin voru sendir af stað frá verksmiðju Pfizer í borginni Portage í Michigan-ríki í dag. Brottför vörubílanna er sögð marka upphaf að umfangsmestu bólusetningu í sögu Bandaríkjanna. Erlent 13.12.2020 14:43
Vonbrigði að heyra af partístandi næturinnar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það ákveðin vonbrigði að heyra fréttir af partístandi og hópamyndunum í gær og í nótt. Hún telur þó langflesta Íslendinga samtaka í sóttvarnaaðgerðum. Innlent 13.12.2020 14:29
Þykir tölurnar svolítið háar á sunnudegi Prófessor í líftölfræði þykir Covid-tölur gærdagsins heldur háar í ljósi þess að þær ber upp um helgi. Þó sé jákvætt að allir hafi verið í sóttkví. Smitstuðull á landinu er nýkominn undir einn. Innlent 13.12.2020 13:23
Skólum og verslunum lokað í Þýskalandi Angela Merkel Þýskalandskanslari boðaði í dag verulega hertar aðgerðir í Þýskalandi vegna covid-19. Meðal annars stendur til að loka verslunum, skólum og barnadaggæslu. Nýjar reglur munu taka gildi frá og með næsta miðvikudegi að því er Deutsche Welle greinir frá. Erlent 13.12.2020 13:00
Víðir ætti að losna úr einangrun á næstunni Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, ætti að losna úr einangrun á næstunni að sögn sóttvarnalæknis. Innlent 13.12.2020 12:25
Hefur áhyggjur af næstu dögum vegna mikilla hópamyndana Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Fimm greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 347 eru í sóttkví en þeim fjölgaði um 55 milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. Innlent 13.12.2020 11:59
Sjö innanlandssmit og öll í sóttkví Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru öll í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is Fimm greindust á landamærunum og er beðið niðurstöðu mótefnamælingar. Innlent 13.12.2020 10:53
Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. Innlent 13.12.2020 10:21
Smitstuðullinn nú undir einum Smitstuðull er nú undir einum, samkvæmt rýni vísindamanna Háskóla Íslands sem birt var á föstudag. Fjöldi smitaðra fylgir nýrri sviðsmynd frá 26. nóvember - en tölurnar síðustu daga geta þó enn leitt af sér veldisvísisvöxt. Innlent 13.12.2020 08:55
Bandaríkjamenn hefja bólusetningar á mánudaginn Bóluefni Pfizer og BioNTech var í gær veitt neyðarleyfi í Bandaríkjunum og hefst bólusetning með því á mánudag. Skammtar fyrir þrjár milljónir verða fluttar til Bandaríkjanna nú um helgina. Erlent 12.12.2020 20:21
Staðfestir það sem samtökin óttuðust Tveir þriðju fyrirtækja í ferðaþjónustu standa nú frammi fyrir ósjálfbærri skuldsetningu og munu gera á næsta ári, samkvæmt nýrri greiningu KPMG fyrir Ferðamálastofu sem birt var í desember. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu segir skýrsluna staðfesta það sem samtökin óttuðust. Viðbúið sé að fjöldi fyrirtækja sé á leið í gjaldþrot. Innlent 12.12.2020 18:56
Icelandair gæti átt erfitt með að manna vélar ef eftirspurn eykst Icelandair hefur lítið svigrúm til að bregðast við aukinni eftirspurn á nýju ári að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Ástæðan sé sú að félagið verði að óbreyttu með mjög fáa flugmenn í vinnu í byrjun nýs árs að því er fram kemur í frétt á vef Túrista. Félagið geti aðeins mannað tvær til fimm farþegaþotur eftir áramót. Viðskipti innlent 12.12.2020 16:22
Veiran fannst í þremur skólum Í síðustu viku fóru nemendur í Laugarnesskóla í sóttkví eftir að veiran greindist þar í síðustu viku. 10 kennarar og um tólf nemendur í Hagaskóla eru komnir í sóttkví eftir að veiran greindist í nemendum. Þá eru nokkrir bekkir Austurbæjarskóla í sóttkví eftir að kennari greindist með smit í gær. Innlent 12.12.2020 15:02
„Ekkert ófremdarástand í gangi“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti þremur útköllum í gærkvöldi og nótt þar sem kvartað var undan hávaða út heimahúsi. Innlent 12.12.2020 14:20