KSÍ styrkir félögin í landinu um 70 milljónir: ÍBV og Þróttur R. fá mest samanlagt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. desember 2020 12:31 Íslandsmeistaralið Vals og Breiðabliks voru meðal þeirra liða sem fengu hvað mest frá Covid-framlags styrk KSÍ. Visir/Daniel Thor Knattspyrnusamband Íslands gaf það út í dag að sambandið myndi styrkja aðildarfélög landsins um 70 milljónir króna. Var þetta samþykkt á stjórnarfundi KSÍ þann 10. desember síðastliðinn. „Um er að ræða sérstakt 60 milljóna króna Covid-framlag og 10 milljóna króna aukaúthlutun í barna- og unglingastyrk,“ segir í tilkynningu KSÍ. Ef styrkirnir eru lagðir saman fá ÍBV og Þróttur Reykjavík mestan pening eða tæplega 2.9 milljónir íslenskra króna. A f þeim liðum sem eiga lið í bæði Pepsi Max deild karla og kvenna fá Breiðablik, FH, KR, Stjarnan, Fylkir og Valur mest eða 2.75 milljónir króna. Þar á eftir koma Fjölnir, ÍA, Víkingur R., Þróttur R. og ÍBV með 2.475 milljónir. HK og Selfoss fá 2.2 milljónir og KA rétt yfir tvær milljónir í sinn hlut. Þá fær Þór Akureyri tæplega 1.8 milljón króna í styrk. Ekkert af ofantöldum liðum fær styrk úr 10 milljón króna aukaúthlutun í barna- og unglingastyrk. Í Lengjudeild karla og kvenna er upphæðin öllu lægri. Af tólf liðum fá öll nema fjögur yfir milljón króna í Covid-framlag styrk. Það eru Víkingur Ó., Leiknir R., Magni Grenivík og Vestri yfir milljón króna. Öll liðin fá þó yfir milljón ef styrkirnir eru lagðir saman. Á fundi stjórnar KSÍ 10. desember var samþykkt úthlutun á Covid-styrk til aðildarfélaga. Um er að ræða sérstakt 60 milljóna króna Covid-framlag og 10 milljóna króna aukaúthlutun í barna- og unglingastyrk. https://t.co/EJ7PRBeMnH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 15, 2020 „Skipting úthlutunar KSÍ er framkvæmd á grundvelli reiknilíkans sem notast var við fyrir útgreiðslu sérstaks EM-framlags 2016, HM-framlags 2018 og fyrra framlags KSÍ til félaganna vegna tekjutaps tengt Covid-19 með lítilsháttar lagfæringu.“ „Í því líkani er félögum skipt upp í tvo flokka. Annars vegar félög með barna- og unglingastarf og hins vegar félög án þess. Eingöngu félög með virkt barna- og unglingastarf hljóta framlag frá KSÍ,“ segir í tilkynningu sambandsins. Alls fá 46 félög styrk. Lægstan styrk fá fjögur lið í 4. deild karla sem eru með barna og unglingastarf. Um er að ræða 150 þúsund krónur í Covid-framlag og svo mismunandi upphæðir úr 10 milljón króna aukaúthlutun í barna og unglingastyrk. Það eru KFR, Snæfell, Skallagrímur og Kormákur/Hvöt. Hér má sjá fundargerðina í heild sinni, ásamt upphæðum og skiptingu milli félaga. KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík ÍBV Mest lesið Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira
„Um er að ræða sérstakt 60 milljóna króna Covid-framlag og 10 milljóna króna aukaúthlutun í barna- og unglingastyrk,“ segir í tilkynningu KSÍ. Ef styrkirnir eru lagðir saman fá ÍBV og Þróttur Reykjavík mestan pening eða tæplega 2.9 milljónir íslenskra króna. A f þeim liðum sem eiga lið í bæði Pepsi Max deild karla og kvenna fá Breiðablik, FH, KR, Stjarnan, Fylkir og Valur mest eða 2.75 milljónir króna. Þar á eftir koma Fjölnir, ÍA, Víkingur R., Þróttur R. og ÍBV með 2.475 milljónir. HK og Selfoss fá 2.2 milljónir og KA rétt yfir tvær milljónir í sinn hlut. Þá fær Þór Akureyri tæplega 1.8 milljón króna í styrk. Ekkert af ofantöldum liðum fær styrk úr 10 milljón króna aukaúthlutun í barna- og unglingastyrk. Í Lengjudeild karla og kvenna er upphæðin öllu lægri. Af tólf liðum fá öll nema fjögur yfir milljón króna í Covid-framlag styrk. Það eru Víkingur Ó., Leiknir R., Magni Grenivík og Vestri yfir milljón króna. Öll liðin fá þó yfir milljón ef styrkirnir eru lagðir saman. Á fundi stjórnar KSÍ 10. desember var samþykkt úthlutun á Covid-styrk til aðildarfélaga. Um er að ræða sérstakt 60 milljóna króna Covid-framlag og 10 milljóna króna aukaúthlutun í barna- og unglingastyrk. https://t.co/EJ7PRBeMnH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 15, 2020 „Skipting úthlutunar KSÍ er framkvæmd á grundvelli reiknilíkans sem notast var við fyrir útgreiðslu sérstaks EM-framlags 2016, HM-framlags 2018 og fyrra framlags KSÍ til félaganna vegna tekjutaps tengt Covid-19 með lítilsháttar lagfæringu.“ „Í því líkani er félögum skipt upp í tvo flokka. Annars vegar félög með barna- og unglingastarf og hins vegar félög án þess. Eingöngu félög með virkt barna- og unglingastarf hljóta framlag frá KSÍ,“ segir í tilkynningu sambandsins. Alls fá 46 félög styrk. Lægstan styrk fá fjögur lið í 4. deild karla sem eru með barna og unglingastarf. Um er að ræða 150 þúsund krónur í Covid-framlag og svo mismunandi upphæðir úr 10 milljón króna aukaúthlutun í barna og unglingastyrk. Það eru KFR, Snæfell, Skallagrímur og Kormákur/Hvöt. Hér má sjá fundargerðina í heild sinni, ásamt upphæðum og skiptingu milli félaga.
KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík ÍBV Mest lesið Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira