KSÍ styrkir félögin í landinu um 70 milljónir: ÍBV og Þróttur R. fá mest samanlagt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. desember 2020 12:31 Íslandsmeistaralið Vals og Breiðabliks voru meðal þeirra liða sem fengu hvað mest frá Covid-framlags styrk KSÍ. Visir/Daniel Thor Knattspyrnusamband Íslands gaf það út í dag að sambandið myndi styrkja aðildarfélög landsins um 70 milljónir króna. Var þetta samþykkt á stjórnarfundi KSÍ þann 10. desember síðastliðinn. „Um er að ræða sérstakt 60 milljóna króna Covid-framlag og 10 milljóna króna aukaúthlutun í barna- og unglingastyrk,“ segir í tilkynningu KSÍ. Ef styrkirnir eru lagðir saman fá ÍBV og Þróttur Reykjavík mestan pening eða tæplega 2.9 milljónir íslenskra króna. A f þeim liðum sem eiga lið í bæði Pepsi Max deild karla og kvenna fá Breiðablik, FH, KR, Stjarnan, Fylkir og Valur mest eða 2.75 milljónir króna. Þar á eftir koma Fjölnir, ÍA, Víkingur R., Þróttur R. og ÍBV með 2.475 milljónir. HK og Selfoss fá 2.2 milljónir og KA rétt yfir tvær milljónir í sinn hlut. Þá fær Þór Akureyri tæplega 1.8 milljón króna í styrk. Ekkert af ofantöldum liðum fær styrk úr 10 milljón króna aukaúthlutun í barna- og unglingastyrk. Í Lengjudeild karla og kvenna er upphæðin öllu lægri. Af tólf liðum fá öll nema fjögur yfir milljón króna í Covid-framlag styrk. Það eru Víkingur Ó., Leiknir R., Magni Grenivík og Vestri yfir milljón króna. Öll liðin fá þó yfir milljón ef styrkirnir eru lagðir saman. Á fundi stjórnar KSÍ 10. desember var samþykkt úthlutun á Covid-styrk til aðildarfélaga. Um er að ræða sérstakt 60 milljóna króna Covid-framlag og 10 milljóna króna aukaúthlutun í barna- og unglingastyrk. https://t.co/EJ7PRBeMnH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 15, 2020 „Skipting úthlutunar KSÍ er framkvæmd á grundvelli reiknilíkans sem notast var við fyrir útgreiðslu sérstaks EM-framlags 2016, HM-framlags 2018 og fyrra framlags KSÍ til félaganna vegna tekjutaps tengt Covid-19 með lítilsháttar lagfæringu.“ „Í því líkani er félögum skipt upp í tvo flokka. Annars vegar félög með barna- og unglingastarf og hins vegar félög án þess. Eingöngu félög með virkt barna- og unglingastarf hljóta framlag frá KSÍ,“ segir í tilkynningu sambandsins. Alls fá 46 félög styrk. Lægstan styrk fá fjögur lið í 4. deild karla sem eru með barna og unglingastarf. Um er að ræða 150 þúsund krónur í Covid-framlag og svo mismunandi upphæðir úr 10 milljón króna aukaúthlutun í barna og unglingastyrk. Það eru KFR, Snæfell, Skallagrímur og Kormákur/Hvöt. Hér má sjá fundargerðina í heild sinni, ásamt upphæðum og skiptingu milli félaga. KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík ÍBV Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
„Um er að ræða sérstakt 60 milljóna króna Covid-framlag og 10 milljóna króna aukaúthlutun í barna- og unglingastyrk,“ segir í tilkynningu KSÍ. Ef styrkirnir eru lagðir saman fá ÍBV og Þróttur Reykjavík mestan pening eða tæplega 2.9 milljónir íslenskra króna. A f þeim liðum sem eiga lið í bæði Pepsi Max deild karla og kvenna fá Breiðablik, FH, KR, Stjarnan, Fylkir og Valur mest eða 2.75 milljónir króna. Þar á eftir koma Fjölnir, ÍA, Víkingur R., Þróttur R. og ÍBV með 2.475 milljónir. HK og Selfoss fá 2.2 milljónir og KA rétt yfir tvær milljónir í sinn hlut. Þá fær Þór Akureyri tæplega 1.8 milljón króna í styrk. Ekkert af ofantöldum liðum fær styrk úr 10 milljón króna aukaúthlutun í barna- og unglingastyrk. Í Lengjudeild karla og kvenna er upphæðin öllu lægri. Af tólf liðum fá öll nema fjögur yfir milljón króna í Covid-framlag styrk. Það eru Víkingur Ó., Leiknir R., Magni Grenivík og Vestri yfir milljón króna. Öll liðin fá þó yfir milljón ef styrkirnir eru lagðir saman. Á fundi stjórnar KSÍ 10. desember var samþykkt úthlutun á Covid-styrk til aðildarfélaga. Um er að ræða sérstakt 60 milljóna króna Covid-framlag og 10 milljóna króna aukaúthlutun í barna- og unglingastyrk. https://t.co/EJ7PRBeMnH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 15, 2020 „Skipting úthlutunar KSÍ er framkvæmd á grundvelli reiknilíkans sem notast var við fyrir útgreiðslu sérstaks EM-framlags 2016, HM-framlags 2018 og fyrra framlags KSÍ til félaganna vegna tekjutaps tengt Covid-19 með lítilsháttar lagfæringu.“ „Í því líkani er félögum skipt upp í tvo flokka. Annars vegar félög með barna- og unglingastarf og hins vegar félög án þess. Eingöngu félög með virkt barna- og unglingastarf hljóta framlag frá KSÍ,“ segir í tilkynningu sambandsins. Alls fá 46 félög styrk. Lægstan styrk fá fjögur lið í 4. deild karla sem eru með barna og unglingastarf. Um er að ræða 150 þúsund krónur í Covid-framlag og svo mismunandi upphæðir úr 10 milljón króna aukaúthlutun í barna og unglingastyrk. Það eru KFR, Snæfell, Skallagrímur og Kormákur/Hvöt. Hér má sjá fundargerðina í heild sinni, ásamt upphæðum og skiptingu milli félaga.
KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík ÍBV Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira