47% farandverkamanna í Singapúr fengið Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. desember 2020 11:08 Sýnataka á heimavist farandverkamanna í Singapúr. epa/How Hwee Young Næstum helmingur erlendra farandverkamanna í Singapúr, sem hafa verið einangraðir á heimavistum frá því í vor, hefur smitast af SARS-CoV-2. Áður hafði verið greint frá 54.500 smitum en þau telja raunverulega 152.000. Um 323.000 farandverkamenn búa og starfa í Singapúr og 47% þeirra hafa smitast. Til samanburðar má nefna að aðeins 4.000 heimamenn hafa greinst með Covid-19 og 11% íbúa Lundúna. Smitin sem áður hafði verið sagt frá greindust við skimun vegna Covid-19 en 98.000 reyndust hafa mótefni við sjúkdómnum, sem þýðir að þeir höfðu þegar fengið hann. Enn á eftir að birta niðurstöður mótefnamælinga 65.000 farandverkamanna. „Þessar tölur koma okkur ekki á óvart,“ sagði Alex Au, hjá góðgerðasamtökunum Transient Workers Count Too,“ í samtali við BBC. „Um mitt ár sögðu þeir sem voru að greinast smitaðir að þeim hefði verið sagt að dvelja í herbergjum sínum og ekki verið settir í einangrun. Þeir voru áfram í návígi við herbergisfélaga sína.“ Mennirnir hafa verið látnir sæta einangrun á heimavistunum, sem hefur haft það í för með sér að smit hafa borist á milli eins og eldur í sinu.epa/How Hwee Young „Farið með þá eins og fanga“ Farandverkamennirnir koma flestir frá Suður-Asíu og starfa við húsbyggingar og frameiðslu. Au segir tölurnar gamla sögu; hann hafi meiri áhyggjur af því að jafnvel þótt engin smit greindust nú væri verkamönnunum enn gert að dvelja aðeins á herbergjum sínum þegar þeir væru ekki við vinnu og bannað að vera meðal almennings. Au sagði takmarkanirnar ástæðulausar; smitstuðullinn væri nú nær núlli og verkamennirnir skimaðir á tveggja vikna fresti. „Verkamennirnir eru enn innilokaðir og farið með þá eins og fanga; þeir eru notaðir til vinnu án þess að hafa frelsi til að fara um,“ segir Au. Yfirvöld sögðu á mánudag að takmörkunum yrði smám saman aflétt, nú þegar tekist hefði að ná tökum á faraldrinum. Gert er ráð fyrir að hluta hópsins verði heimilað að fara um meðal almennings einu sinni í mánuði eftir áramót, að því gefnu að þeir beri rakningabúnað og fari eftir sóttvarnareglum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Singapúr Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Um 323.000 farandverkamenn búa og starfa í Singapúr og 47% þeirra hafa smitast. Til samanburðar má nefna að aðeins 4.000 heimamenn hafa greinst með Covid-19 og 11% íbúa Lundúna. Smitin sem áður hafði verið sagt frá greindust við skimun vegna Covid-19 en 98.000 reyndust hafa mótefni við sjúkdómnum, sem þýðir að þeir höfðu þegar fengið hann. Enn á eftir að birta niðurstöður mótefnamælinga 65.000 farandverkamanna. „Þessar tölur koma okkur ekki á óvart,“ sagði Alex Au, hjá góðgerðasamtökunum Transient Workers Count Too,“ í samtali við BBC. „Um mitt ár sögðu þeir sem voru að greinast smitaðir að þeim hefði verið sagt að dvelja í herbergjum sínum og ekki verið settir í einangrun. Þeir voru áfram í návígi við herbergisfélaga sína.“ Mennirnir hafa verið látnir sæta einangrun á heimavistunum, sem hefur haft það í för með sér að smit hafa borist á milli eins og eldur í sinu.epa/How Hwee Young „Farið með þá eins og fanga“ Farandverkamennirnir koma flestir frá Suður-Asíu og starfa við húsbyggingar og frameiðslu. Au segir tölurnar gamla sögu; hann hafi meiri áhyggjur af því að jafnvel þótt engin smit greindust nú væri verkamönnunum enn gert að dvelja aðeins á herbergjum sínum þegar þeir væru ekki við vinnu og bannað að vera meðal almennings. Au sagði takmarkanirnar ástæðulausar; smitstuðullinn væri nú nær núlli og verkamennirnir skimaðir á tveggja vikna fresti. „Verkamennirnir eru enn innilokaðir og farið með þá eins og fanga; þeir eru notaðir til vinnu án þess að hafa frelsi til að fara um,“ segir Au. Yfirvöld sögðu á mánudag að takmörkunum yrði smám saman aflétt, nú þegar tekist hefði að ná tökum á faraldrinum. Gert er ráð fyrir að hluta hópsins verði heimilað að fara um meðal almennings einu sinni í mánuði eftir áramót, að því gefnu að þeir beri rakningabúnað og fari eftir sóttvarnareglum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Singapúr Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira