Öllum skólum og flestum verslunum í Hollandi lokað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2020 22:38 Verslunargötur og búðir hafa verið troðfullar af fólki í Hollandi þrátt fyrir strangar sóttvarnaaðgerðir. Getty/ Niels Wenstedt Yfirvöld í Hollandi hafa boðað hertari aðgerðir til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þetta verður í annað sinn sem svo harðar aðgerðir eru teknar í gildi en nú verður öllum skólum og verslunum lokað í minnst fimm vikur. „Holland er að loka,“ sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands í sjónvörpuðu ávarpi í dag. Mótmælendur höfðu safnast saman fyrir utan skrifstofu hans í Haag í dag og mátti heyra í trommuslættinum í ávarpinu. „Við skiljum vel hvað aðgerðirnar eru strangar, svona rétt fyrir jól.“ Aðgerðirnar fela meðal annars í sér að hvergi mega fleiri en tveir koma saman, meira að segja inni á heimilum. Undantekning verður gerð á reglunni í þrjá daga yfir jól, en þá mega þrír fullorðnir koma saman. Fólki verður gert að halda sig heima, það er beðið um að ferðast ekki til vinnu og forðast samskipti við annað fólk eins og mögulegt er. Rutte bað jafnframt fólk um að fresta öllum alþjóðlegum ferðalögum þar til 15. mars. Frá og með morgundeginum, þriðjudag, verður öllum almenningssvæðum lokað. Þar á meðal eru leikskólar, líkamsræktarstöðvar, söfn, dýragarðar, kvikmyndahús, hárgreiðslustofur og snyrtistofur. Lokanirnar eru í gildi þar til 19. janúar næstkomandi. Skólar verða lokaðir til 18. janúar. Undanskilin aðgerðunum eru apótek, matvöruverslanir og bankar. Í gær greindust 8500 smitaðir af veirunni og daginn áður 10 þúsund. Smitin hafa ekki verið fleiri í rúmar sex vikur. Frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á hafa meira en 600 þúsund manns smitast og 10 þúsund látist af völdum veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Daglegum Covid-dauðsföllum í Evrópu fer fjölgandi Daglegum dauðsföllum sem rekja má til Covid-19 hefur fjölgað um hátt í 40% milli vikna í Evrópu. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 27. október 2020 23:37 Reiði vegna ferðalaga konungshjóna í miðjum heimsfaraldri Vilhjálmur Alexander, konungur Hollands, og Maxima drottning sneru heim aðeins degi eftir að þau héldu til Grikklands í frí. 18. október 2020 08:31 Hert á takmörkunum víða um Evrópu Tékkar ætla að loka stórum hluta samfélagsins næstu þrjár vikurnar til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fleiri þjóðir boða hertar reglur. 14. október 2020 07:05 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
„Holland er að loka,“ sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands í sjónvörpuðu ávarpi í dag. Mótmælendur höfðu safnast saman fyrir utan skrifstofu hans í Haag í dag og mátti heyra í trommuslættinum í ávarpinu. „Við skiljum vel hvað aðgerðirnar eru strangar, svona rétt fyrir jól.“ Aðgerðirnar fela meðal annars í sér að hvergi mega fleiri en tveir koma saman, meira að segja inni á heimilum. Undantekning verður gerð á reglunni í þrjá daga yfir jól, en þá mega þrír fullorðnir koma saman. Fólki verður gert að halda sig heima, það er beðið um að ferðast ekki til vinnu og forðast samskipti við annað fólk eins og mögulegt er. Rutte bað jafnframt fólk um að fresta öllum alþjóðlegum ferðalögum þar til 15. mars. Frá og með morgundeginum, þriðjudag, verður öllum almenningssvæðum lokað. Þar á meðal eru leikskólar, líkamsræktarstöðvar, söfn, dýragarðar, kvikmyndahús, hárgreiðslustofur og snyrtistofur. Lokanirnar eru í gildi þar til 19. janúar næstkomandi. Skólar verða lokaðir til 18. janúar. Undanskilin aðgerðunum eru apótek, matvöruverslanir og bankar. Í gær greindust 8500 smitaðir af veirunni og daginn áður 10 þúsund. Smitin hafa ekki verið fleiri í rúmar sex vikur. Frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á hafa meira en 600 þúsund manns smitast og 10 þúsund látist af völdum veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Daglegum Covid-dauðsföllum í Evrópu fer fjölgandi Daglegum dauðsföllum sem rekja má til Covid-19 hefur fjölgað um hátt í 40% milli vikna í Evrópu. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 27. október 2020 23:37 Reiði vegna ferðalaga konungshjóna í miðjum heimsfaraldri Vilhjálmur Alexander, konungur Hollands, og Maxima drottning sneru heim aðeins degi eftir að þau héldu til Grikklands í frí. 18. október 2020 08:31 Hert á takmörkunum víða um Evrópu Tékkar ætla að loka stórum hluta samfélagsins næstu þrjár vikurnar til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fleiri þjóðir boða hertar reglur. 14. október 2020 07:05 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Daglegum Covid-dauðsföllum í Evrópu fer fjölgandi Daglegum dauðsföllum sem rekja má til Covid-19 hefur fjölgað um hátt í 40% milli vikna í Evrópu. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 27. október 2020 23:37
Reiði vegna ferðalaga konungshjóna í miðjum heimsfaraldri Vilhjálmur Alexander, konungur Hollands, og Maxima drottning sneru heim aðeins degi eftir að þau héldu til Grikklands í frí. 18. október 2020 08:31
Hert á takmörkunum víða um Evrópu Tékkar ætla að loka stórum hluta samfélagsins næstu þrjár vikurnar til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fleiri þjóðir boða hertar reglur. 14. október 2020 07:05