Þetta er ótrúlega erfitt andlega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. desember 2020 16:00 Ragnheiður var orðin frekar þreyttur á að gera æfingar heima í stofu. Vísir/Bára Ragnheiður Júlíusdóttir, leikmaður Fram í Olís deild kvenna í handbolta, gæti ekki verið ánægðari með að vera byrjuð að æfa á nýjan leik. Hún viðurkenndi að heimaæfingar hafi verið orðnar þreyttar og stundum hafi hún varla nennt að æfa. „Það er ótrúlega skemmtilegt, gaman að fá að byrja aftur og hitta stelpurnar sérstaklega. Ég viðurkenni að það er búið að vera smá erfitt, setja á sig skóna og fara í allar þessar stefnubreytingar og spretti. Er búinn að vera með mjög miklar harðsperrur yfir helgina,“ sagði Ragnheiður og hló. „Ég hélt aldrei í byrjun október að þetta myndi vera svona langt. Þetta var orðið rosa þreytt í byrjun desember. Vona innilega að planið haldist eins og það er en maður veit aldrei. Ég ætla bara að njóta þess að mega mæta æfingu og gera allt sem við getum gert,“ sagði skyttan öfluga um ið langa æfingabann hér á landi. „Það er mjög mikil gleði. Það sést alveg að við erum mjög glaðar að fá að byrja aftur, hittast og spila handbolta,“ sagði Ragnheiður aðspurð hvort mannskapurinn væri ekki glaður að komast loks aftur á æfingar. Innslag Seinni bylgjunnar má sjá í heild sinni má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Varðandi æfingabannið og andlega líðan „Þetta er ótrúlega erfitt andlega, finnst mér allavega. Sérstaklega í svona langan tíma. Þetta er allt öðruvísi en að vera í sumarfríi og þú veist að þú ert ekki að spila. Það er ógeðslega erfitt að vera heima og reyna að peppa sig í gang einn inn í stofu eða fara út í þennan kulda. Mér fannst skárra að reyna peppa mig í gang í fyrstu bylgjunni í mars. Núna í skammdeginum er þetta miklu erfiðara, held að flestir séu sammála mér þar.“ „Þetta er frekar erfitt en ég meina, svona er þetta bara. Þetta er alveg erfitt fyrir geðheilsuna þegar maður er vanur að mæta á æfingu, hitta vini og liðsfélaga sína.“ „Ég saknaði þess mjög að mæta á æfingar og átti erfitt með að peppa mig í gang í lokin. Það komu alveg nokkrir dagar, jafnvel vikur, þar sem ég hreyfði mig mjög lítið. Þetta var orðið mjög þungt og mjög mismunandi eftir dögum,“ sagði Ragnheiður jafnframt. „Flestir lifa fyrir þetta og það hjálpar andlegri heilsu mjög mikið að hreyfa sig. Það skiptir mjög miklu máli og við erum mjög fegin með að fara farin af stað aftur,“ bætti hún við. Skil ekki alveg, mega lið í 2. Deild ekki æfa? Má bróðir minn í 3.fl ekki æfa? Megum við í mfl mæta 10 saman eða fleiri? Er 2m regla? Má nota bolta? Skiliiiigggiii — Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) December 8, 2020 Þá var Ragnheiður spurð út í æfingabann táninga á aldrinum 16 til 19 ára og hvað henni fyndist um það. „Ég á bróðir á þessum aldri, mjög efnilegur og er í unglingalandsliðinu. Það er mjög erfitt, sérstaklega fyrir foreldra, að vita af þessum krökkum heima allan daginn í rauninni. Því þeir máttu ekki mæta í skólann heldur.“ „Mér fannst smá skrítið að allir mættu æfa í rauninni nema þessi aldur. Ég skildi ekki alveg rökin á bakvið þetta. Núna eru U-liðin komin með undanþágu sem er mjög gott að mínu mati.“ „Maður skilur þetta samt ekki og þetta er hættulegur aldur. Sumir nenna þessu ekki lengur og hætta, það er því gríðarlega mikilvægt fyrir þessa krakka að fá að æfa. Þetta er leiðinlegt ástand en vonandi fá þau að byrja æfa sem fyrst,“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir að lokum. Klippa: Ragnheiður segir æfingabannið hafa verið erfitt andlega Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Íslenski handboltinn Handbolti Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fram Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira
„Það er ótrúlega skemmtilegt, gaman að fá að byrja aftur og hitta stelpurnar sérstaklega. Ég viðurkenni að það er búið að vera smá erfitt, setja á sig skóna og fara í allar þessar stefnubreytingar og spretti. Er búinn að vera með mjög miklar harðsperrur yfir helgina,“ sagði Ragnheiður og hló. „Ég hélt aldrei í byrjun október að þetta myndi vera svona langt. Þetta var orðið rosa þreytt í byrjun desember. Vona innilega að planið haldist eins og það er en maður veit aldrei. Ég ætla bara að njóta þess að mega mæta æfingu og gera allt sem við getum gert,“ sagði skyttan öfluga um ið langa æfingabann hér á landi. „Það er mjög mikil gleði. Það sést alveg að við erum mjög glaðar að fá að byrja aftur, hittast og spila handbolta,“ sagði Ragnheiður aðspurð hvort mannskapurinn væri ekki glaður að komast loks aftur á æfingar. Innslag Seinni bylgjunnar má sjá í heild sinni má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Varðandi æfingabannið og andlega líðan „Þetta er ótrúlega erfitt andlega, finnst mér allavega. Sérstaklega í svona langan tíma. Þetta er allt öðruvísi en að vera í sumarfríi og þú veist að þú ert ekki að spila. Það er ógeðslega erfitt að vera heima og reyna að peppa sig í gang einn inn í stofu eða fara út í þennan kulda. Mér fannst skárra að reyna peppa mig í gang í fyrstu bylgjunni í mars. Núna í skammdeginum er þetta miklu erfiðara, held að flestir séu sammála mér þar.“ „Þetta er frekar erfitt en ég meina, svona er þetta bara. Þetta er alveg erfitt fyrir geðheilsuna þegar maður er vanur að mæta á æfingu, hitta vini og liðsfélaga sína.“ „Ég saknaði þess mjög að mæta á æfingar og átti erfitt með að peppa mig í gang í lokin. Það komu alveg nokkrir dagar, jafnvel vikur, þar sem ég hreyfði mig mjög lítið. Þetta var orðið mjög þungt og mjög mismunandi eftir dögum,“ sagði Ragnheiður jafnframt. „Flestir lifa fyrir þetta og það hjálpar andlegri heilsu mjög mikið að hreyfa sig. Það skiptir mjög miklu máli og við erum mjög fegin með að fara farin af stað aftur,“ bætti hún við. Skil ekki alveg, mega lið í 2. Deild ekki æfa? Má bróðir minn í 3.fl ekki æfa? Megum við í mfl mæta 10 saman eða fleiri? Er 2m regla? Má nota bolta? Skiliiiigggiii — Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) December 8, 2020 Þá var Ragnheiður spurð út í æfingabann táninga á aldrinum 16 til 19 ára og hvað henni fyndist um það. „Ég á bróðir á þessum aldri, mjög efnilegur og er í unglingalandsliðinu. Það er mjög erfitt, sérstaklega fyrir foreldra, að vita af þessum krökkum heima allan daginn í rauninni. Því þeir máttu ekki mæta í skólann heldur.“ „Mér fannst smá skrítið að allir mættu æfa í rauninni nema þessi aldur. Ég skildi ekki alveg rökin á bakvið þetta. Núna eru U-liðin komin með undanþágu sem er mjög gott að mínu mati.“ „Maður skilur þetta samt ekki og þetta er hættulegur aldur. Sumir nenna þessu ekki lengur og hætta, það er því gríðarlega mikilvægt fyrir þessa krakka að fá að æfa. Þetta er leiðinlegt ástand en vonandi fá þau að byrja æfa sem fyrst,“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir að lokum. Klippa: Ragnheiður segir æfingabannið hafa verið erfitt andlega Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Íslenski handboltinn Handbolti Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fram Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira