Sækja ástvini á flugvöllinn þvert á tilmæli Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2020 16:15 Bílaröð fyrir utan Keflavíkurflugvöll síðdegis í dag. Aðsend Nokkuð hefur borið á því að farþegar sem komið hafa til landsins með flugi síðustu daga séu sóttir á Keflavíkurflugvöll, þvert á tilmæli sóttvarnayfirvalda. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir í samtali við Vísi að almannavarnir hafi heyrt af slíkum málum. Mælt sé með því að fólk sé ekki sótt á flugvöllinn en ferðalangar eru í sóttkví að minnsta kosti fram að seinni skimun við komuna til landsins. Leiðbeiningar sem blasa við þegar komið er inn á vefsíðu Keflavíkurflugvallar. Hann hefur ekki tölu á því hversu margar tilkynningar hafi borist almannavörnum um mál af þessu tagi en segir eðlilegt að þeim fjölgi samhliða því að flugferðum fjölgi í aðdraganda jóla. Almannavarnir reyni að halda þeim tilmælum á lofti að komufarþegar taki rútu, leigubíl eða aki einir heim. Þessi skilaboð blasa einmitt við á heimasíðu Keflavíkurflugvallar þegar flugáætlun er skoðuð. Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar um að mikil umferð sé um flugvöllinn nú síðdegis og að mjög beri á því að þar sé fólk komið að sækja ástvini, nýlenta frá útlöndum. Sjónarvottar hafa lýst því að fólk taki jafnvel af sér grímurnar, faðmist og kyssist. Beðið eftir farþegum á Keflavíkurflugvelli á fimmta tímanum í dag.Vísir/Egill Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir í samtali við Vísi að gild ástæða sé fyrir því að mælt sé gegn því að fólk sé sótt á flugvöllinn. „Ég myndi geyma það alveg og það er full ástæða til. Það er verið að snarherða aðgerðir því veiran er að ganga mjög bratt í löndunum í kringum okkur þannig að líkur á að fólk komi heim smitað eru nokkrar. Það er alltaf ákveðinn hluti þeirra sem koma til landsins sem reynist jákvæður. Það er slatti,“ segir Rögnvaldur og bendir á að hingað til hafi 450 greinst með kórónuveiruna á landamærunum. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.Vísir/Baldur Fram kemur á vef Landlæknisembættisins að komufarþegar til landsins þurfi að sæta sóttkví uns niðurstöður úr síðari sýnatöku eru tilkynntar. „Einstaklingar í sóttkví eiga ekki ekki nota almenningssamgöngur til að komast á áfangastað (en þó má nota leigubíla) og þeir eiga ekki að vera á ferðinni. Það má nota flugrútu frá Keflavík. Allir ættu að þvo hendur og/eða nota handspritt, forðast að snerta sameiginlega snertifleti, varast að snerta andlit (augu, munn og nef) með óþvegnum höndum, og takmarka nánd við aðra (virða 2ja metra nándarmörk),“ segir á vef embættisins. Rögnvaldur segist ekki klár á því hvort það sé beinlínis „bannað“ að sækja ferðalanga á flugvöllinn en skýrt sé að ekki sé mælt með því. Hann beinir því jafnframt til fólks að „geyma það alveg“ að taka niður grímur og faðmast áður en sóttkví er lokið. Fréttin hefur verið uppfærð. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir í samtali við Vísi að almannavarnir hafi heyrt af slíkum málum. Mælt sé með því að fólk sé ekki sótt á flugvöllinn en ferðalangar eru í sóttkví að minnsta kosti fram að seinni skimun við komuna til landsins. Leiðbeiningar sem blasa við þegar komið er inn á vefsíðu Keflavíkurflugvallar. Hann hefur ekki tölu á því hversu margar tilkynningar hafi borist almannavörnum um mál af þessu tagi en segir eðlilegt að þeim fjölgi samhliða því að flugferðum fjölgi í aðdraganda jóla. Almannavarnir reyni að halda þeim tilmælum á lofti að komufarþegar taki rútu, leigubíl eða aki einir heim. Þessi skilaboð blasa einmitt við á heimasíðu Keflavíkurflugvallar þegar flugáætlun er skoðuð. Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar um að mikil umferð sé um flugvöllinn nú síðdegis og að mjög beri á því að þar sé fólk komið að sækja ástvini, nýlenta frá útlöndum. Sjónarvottar hafa lýst því að fólk taki jafnvel af sér grímurnar, faðmist og kyssist. Beðið eftir farþegum á Keflavíkurflugvelli á fimmta tímanum í dag.Vísir/Egill Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir í samtali við Vísi að gild ástæða sé fyrir því að mælt sé gegn því að fólk sé sótt á flugvöllinn. „Ég myndi geyma það alveg og það er full ástæða til. Það er verið að snarherða aðgerðir því veiran er að ganga mjög bratt í löndunum í kringum okkur þannig að líkur á að fólk komi heim smitað eru nokkrar. Það er alltaf ákveðinn hluti þeirra sem koma til landsins sem reynist jákvæður. Það er slatti,“ segir Rögnvaldur og bendir á að hingað til hafi 450 greinst með kórónuveiruna á landamærunum. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.Vísir/Baldur Fram kemur á vef Landlæknisembættisins að komufarþegar til landsins þurfi að sæta sóttkví uns niðurstöður úr síðari sýnatöku eru tilkynntar. „Einstaklingar í sóttkví eiga ekki ekki nota almenningssamgöngur til að komast á áfangastað (en þó má nota leigubíla) og þeir eiga ekki að vera á ferðinni. Það má nota flugrútu frá Keflavík. Allir ættu að þvo hendur og/eða nota handspritt, forðast að snerta sameiginlega snertifleti, varast að snerta andlit (augu, munn og nef) með óþvegnum höndum, og takmarka nánd við aðra (virða 2ja metra nándarmörk),“ segir á vef embættisins. Rögnvaldur segist ekki klár á því hvort það sé beinlínis „bannað“ að sækja ferðalanga á flugvöllinn en skýrt sé að ekki sé mælt með því. Hann beinir því jafnframt til fólks að „geyma það alveg“ að taka niður grímur og faðmast áður en sóttkví er lokið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira