Sækja ástvini á flugvöllinn þvert á tilmæli Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2020 16:15 Bílaröð fyrir utan Keflavíkurflugvöll síðdegis í dag. Aðsend Nokkuð hefur borið á því að farþegar sem komið hafa til landsins með flugi síðustu daga séu sóttir á Keflavíkurflugvöll, þvert á tilmæli sóttvarnayfirvalda. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir í samtali við Vísi að almannavarnir hafi heyrt af slíkum málum. Mælt sé með því að fólk sé ekki sótt á flugvöllinn en ferðalangar eru í sóttkví að minnsta kosti fram að seinni skimun við komuna til landsins. Leiðbeiningar sem blasa við þegar komið er inn á vefsíðu Keflavíkurflugvallar. Hann hefur ekki tölu á því hversu margar tilkynningar hafi borist almannavörnum um mál af þessu tagi en segir eðlilegt að þeim fjölgi samhliða því að flugferðum fjölgi í aðdraganda jóla. Almannavarnir reyni að halda þeim tilmælum á lofti að komufarþegar taki rútu, leigubíl eða aki einir heim. Þessi skilaboð blasa einmitt við á heimasíðu Keflavíkurflugvallar þegar flugáætlun er skoðuð. Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar um að mikil umferð sé um flugvöllinn nú síðdegis og að mjög beri á því að þar sé fólk komið að sækja ástvini, nýlenta frá útlöndum. Sjónarvottar hafa lýst því að fólk taki jafnvel af sér grímurnar, faðmist og kyssist. Beðið eftir farþegum á Keflavíkurflugvelli á fimmta tímanum í dag.Vísir/Egill Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir í samtali við Vísi að gild ástæða sé fyrir því að mælt sé gegn því að fólk sé sótt á flugvöllinn. „Ég myndi geyma það alveg og það er full ástæða til. Það er verið að snarherða aðgerðir því veiran er að ganga mjög bratt í löndunum í kringum okkur þannig að líkur á að fólk komi heim smitað eru nokkrar. Það er alltaf ákveðinn hluti þeirra sem koma til landsins sem reynist jákvæður. Það er slatti,“ segir Rögnvaldur og bendir á að hingað til hafi 450 greinst með kórónuveiruna á landamærunum. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.Vísir/Baldur Fram kemur á vef Landlæknisembættisins að komufarþegar til landsins þurfi að sæta sóttkví uns niðurstöður úr síðari sýnatöku eru tilkynntar. „Einstaklingar í sóttkví eiga ekki ekki nota almenningssamgöngur til að komast á áfangastað (en þó má nota leigubíla) og þeir eiga ekki að vera á ferðinni. Það má nota flugrútu frá Keflavík. Allir ættu að þvo hendur og/eða nota handspritt, forðast að snerta sameiginlega snertifleti, varast að snerta andlit (augu, munn og nef) með óþvegnum höndum, og takmarka nánd við aðra (virða 2ja metra nándarmörk),“ segir á vef embættisins. Rögnvaldur segist ekki klár á því hvort það sé beinlínis „bannað“ að sækja ferðalanga á flugvöllinn en skýrt sé að ekki sé mælt með því. Hann beinir því jafnframt til fólks að „geyma það alveg“ að taka niður grímur og faðmast áður en sóttkví er lokið. Fréttin hefur verið uppfærð. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir í samtali við Vísi að almannavarnir hafi heyrt af slíkum málum. Mælt sé með því að fólk sé ekki sótt á flugvöllinn en ferðalangar eru í sóttkví að minnsta kosti fram að seinni skimun við komuna til landsins. Leiðbeiningar sem blasa við þegar komið er inn á vefsíðu Keflavíkurflugvallar. Hann hefur ekki tölu á því hversu margar tilkynningar hafi borist almannavörnum um mál af þessu tagi en segir eðlilegt að þeim fjölgi samhliða því að flugferðum fjölgi í aðdraganda jóla. Almannavarnir reyni að halda þeim tilmælum á lofti að komufarþegar taki rútu, leigubíl eða aki einir heim. Þessi skilaboð blasa einmitt við á heimasíðu Keflavíkurflugvallar þegar flugáætlun er skoðuð. Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar um að mikil umferð sé um flugvöllinn nú síðdegis og að mjög beri á því að þar sé fólk komið að sækja ástvini, nýlenta frá útlöndum. Sjónarvottar hafa lýst því að fólk taki jafnvel af sér grímurnar, faðmist og kyssist. Beðið eftir farþegum á Keflavíkurflugvelli á fimmta tímanum í dag.Vísir/Egill Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir í samtali við Vísi að gild ástæða sé fyrir því að mælt sé gegn því að fólk sé sótt á flugvöllinn. „Ég myndi geyma það alveg og það er full ástæða til. Það er verið að snarherða aðgerðir því veiran er að ganga mjög bratt í löndunum í kringum okkur þannig að líkur á að fólk komi heim smitað eru nokkrar. Það er alltaf ákveðinn hluti þeirra sem koma til landsins sem reynist jákvæður. Það er slatti,“ segir Rögnvaldur og bendir á að hingað til hafi 450 greinst með kórónuveiruna á landamærunum. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.Vísir/Baldur Fram kemur á vef Landlæknisembættisins að komufarþegar til landsins þurfi að sæta sóttkví uns niðurstöður úr síðari sýnatöku eru tilkynntar. „Einstaklingar í sóttkví eiga ekki ekki nota almenningssamgöngur til að komast á áfangastað (en þó má nota leigubíla) og þeir eiga ekki að vera á ferðinni. Það má nota flugrútu frá Keflavík. Allir ættu að þvo hendur og/eða nota handspritt, forðast að snerta sameiginlega snertifleti, varast að snerta andlit (augu, munn og nef) með óþvegnum höndum, og takmarka nánd við aðra (virða 2ja metra nándarmörk),“ segir á vef embættisins. Rögnvaldur segist ekki klár á því hvort það sé beinlínis „bannað“ að sækja ferðalanga á flugvöllinn en skýrt sé að ekki sé mælt með því. Hann beinir því jafnframt til fólks að „geyma það alveg“ að taka niður grímur og faðmast áður en sóttkví er lokið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira