Hjúkrunarheimilin og heimsóknir um jólin Anna Birna Jensdóttir, Eybjörg Hauksdóttir og María Fjóla Harðardóttir skrifa 16. desember 2020 13:00 Árið 2020 og COVID heimsfaraldurinn mun seint líða úr manna minnum. Öll höfum við þurft að færa einhverjar fórnir vegna þessarar óvelkomnu veiru. Alls hafa 27 einstaklingar látist vegna COVID – 19 á Íslandi. Fjölskyldur og vinir þessara einstaklinga sitja eftir í sorg og eru að fara að upplifa fyrstu jólin án sinna ástvina. Margir þeirra sem fengu veiruna glíma enn við afleiðingar þess og upplifa óvissu um hversu langt er í fullan bata. Fjölskyldur og einstaklingar hafa misst lífsviðurværið um skemmri eða lengri tíma, hafa misst af dýrmætum samverustundum með sínum nánustu, jafnvel á þeirra erfiðustu eða gleðilegustu tímamótum í lífinu. Fáir hafa sloppið við hin margvíslegu áhrif faraldursins. Strax í upphafi var hér á Íslandi tekin sú ákvörðun að slá skjaldborg um einn okkar viðkvæmasta hóp, íbúa hjúkrunarheimilanna. Íbúarnir og aðstandendur þeirra hafa sjálfið verið því afskaplega þakklátir. Þau hafa sýnt ótrúlega þolinmæði og mikið langlundargeð á þessum erfiðu tímum, þrátt fyrir talsverðar takmarkanir á heimsóknum inná hjúkrunarheimilin og miklar breytingar í starfseminni. Öll vita þau og skilja að enginn bað um þessa hörmung inn í samfélagið okkar. Starfsfólk heimilanna hefur lagt sig fram við að hlú að íbúum og helga sig starfinu við þessa óvenjulegu aðstæður. En ljósið blasir við okkur við enda ganganna og það eru einungis nokkrar vikur þar til bólusetning hefst og hafa íbúar hjúkrunarheimilanna verið settir í sérstakan forgang í bólusetningarferlinu. En farsóttarþreytu gætir víða og allir vilja geta hitt ömmur, afa, mömmur og pabba um jólin. Eðlilega. Við viljum geta notið nærveru við ástvini okkar um hátíðarnar. En nú þurfum við að halda í okkur og bíða, þetta er bara spursmál um einhverjar vikur. Ömurlega reynsla hérlendis og erlendis hefur kennt okkur að veiran er lúmsk og á auðvelt með að dreifa sér innan veggja heilbrigðisstofnana. Hagsmunir einstaklinganna verða að víkja fyrir hagsmunum heildarinnar. Samstarfshópur Sóttvarnarlæknis, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, heilbrigðisráðuneytisins og fleiri aðila hefur því gefið út þær leiðbeiningar að einungis sé opið fyrir heimsóknir frá einum til tveimur gestum á dag um hátíðirnar og að ekki sé opið fyrir heimsóknir á hjúkrunarheimilum á matmálstímum. Möguleiki er því að eiga gæðastund saman þó það sé ekki yfir máltíð og lykilatriði er að það séu sömu gestirnir sem koma. Einnig er mælt gegn því að íbúar hjúkrunarheimila fari í boð heim til ættingja á þessum tíma. Þetta eru þung skref sem enginn vill í raun þurfa að taka, en eru nauðsynleg. Fólk vill ekki þurfa að vera eitt í sóttkví yfir hátíðarnar vegna þess að það varð útsett fyrir smiti í heimsókn úti í bæ og fólk vill ekki bera með sér smit inná hjúkrunarheimili. Allt er þetta gert til verndar íbúum heimilanna. Við huggum okkur við að það glittir í ljósið og líklega fá allir að hitta ömmu og afa, pabba eða mömmu, í janúar. Við megum ekki missa þetta frá okkur á lokametrunum - við höfum þegar misst of marga í þessum faraldri. Anna Birna Jensdóttir, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og framkvæmdastjóri Sóltúns Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu María Fjóla Harðardóttir, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og forstjóri Hrafnistu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2020 og COVID heimsfaraldurinn mun seint líða úr manna minnum. Öll höfum við þurft að færa einhverjar fórnir vegna þessarar óvelkomnu veiru. Alls hafa 27 einstaklingar látist vegna COVID – 19 á Íslandi. Fjölskyldur og vinir þessara einstaklinga sitja eftir í sorg og eru að fara að upplifa fyrstu jólin án sinna ástvina. Margir þeirra sem fengu veiruna glíma enn við afleiðingar þess og upplifa óvissu um hversu langt er í fullan bata. Fjölskyldur og einstaklingar hafa misst lífsviðurværið um skemmri eða lengri tíma, hafa misst af dýrmætum samverustundum með sínum nánustu, jafnvel á þeirra erfiðustu eða gleðilegustu tímamótum í lífinu. Fáir hafa sloppið við hin margvíslegu áhrif faraldursins. Strax í upphafi var hér á Íslandi tekin sú ákvörðun að slá skjaldborg um einn okkar viðkvæmasta hóp, íbúa hjúkrunarheimilanna. Íbúarnir og aðstandendur þeirra hafa sjálfið verið því afskaplega þakklátir. Þau hafa sýnt ótrúlega þolinmæði og mikið langlundargeð á þessum erfiðu tímum, þrátt fyrir talsverðar takmarkanir á heimsóknum inná hjúkrunarheimilin og miklar breytingar í starfseminni. Öll vita þau og skilja að enginn bað um þessa hörmung inn í samfélagið okkar. Starfsfólk heimilanna hefur lagt sig fram við að hlú að íbúum og helga sig starfinu við þessa óvenjulegu aðstæður. En ljósið blasir við okkur við enda ganganna og það eru einungis nokkrar vikur þar til bólusetning hefst og hafa íbúar hjúkrunarheimilanna verið settir í sérstakan forgang í bólusetningarferlinu. En farsóttarþreytu gætir víða og allir vilja geta hitt ömmur, afa, mömmur og pabba um jólin. Eðlilega. Við viljum geta notið nærveru við ástvini okkar um hátíðarnar. En nú þurfum við að halda í okkur og bíða, þetta er bara spursmál um einhverjar vikur. Ömurlega reynsla hérlendis og erlendis hefur kennt okkur að veiran er lúmsk og á auðvelt með að dreifa sér innan veggja heilbrigðisstofnana. Hagsmunir einstaklinganna verða að víkja fyrir hagsmunum heildarinnar. Samstarfshópur Sóttvarnarlæknis, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, heilbrigðisráðuneytisins og fleiri aðila hefur því gefið út þær leiðbeiningar að einungis sé opið fyrir heimsóknir frá einum til tveimur gestum á dag um hátíðirnar og að ekki sé opið fyrir heimsóknir á hjúkrunarheimilum á matmálstímum. Möguleiki er því að eiga gæðastund saman þó það sé ekki yfir máltíð og lykilatriði er að það séu sömu gestirnir sem koma. Einnig er mælt gegn því að íbúar hjúkrunarheimila fari í boð heim til ættingja á þessum tíma. Þetta eru þung skref sem enginn vill í raun þurfa að taka, en eru nauðsynleg. Fólk vill ekki þurfa að vera eitt í sóttkví yfir hátíðarnar vegna þess að það varð útsett fyrir smiti í heimsókn úti í bæ og fólk vill ekki bera með sér smit inná hjúkrunarheimili. Allt er þetta gert til verndar íbúum heimilanna. Við huggum okkur við að það glittir í ljósið og líklega fá allir að hitta ömmu og afa, pabba eða mömmu, í janúar. Við megum ekki missa þetta frá okkur á lokametrunum - við höfum þegar misst of marga í þessum faraldri. Anna Birna Jensdóttir, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og framkvæmdastjóri Sóltúns Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu María Fjóla Harðardóttir, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og forstjóri Hrafnistu
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun