Miðflokkurinn

Fréttamynd

Saka fulltrúa Miðflokks um brask á bæjarstjórnarfundi

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks eru sakaðir um lygar og ósannindi í bæjarstjórn Árborgar. Sökuðu þeir bæjarfulltrúa um lóðabrask. Meirihlutinn vill skoða hvort ummælin stangist á við siðareglur kjörinna fulltrúa. Siðareglur segja til um að bæjarfulltrúar skuli sýna störfum annarra virðingu.

Innlent
Fréttamynd

Sigmundur Davíð einn á móti þriðja orkupakkanum í utanríkismálanefnd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði á Alþingi í gærkvöldi í umræðu um þriðja orkupakkann að veik staða Eftirlitsstofnunar EFTA gagnvart ACER, stofnun Evrópusambandsins, hefði það í för með sér að gengið væri framhjá tveggja stoða kerfi EES-samningsins með þriðja orkupakkanum.

Innlent
Fréttamynd

Karl leiðir unga Miðflokksmenn

Ungliðahreyfing Miðflokksins var formlega stofnuð um liðna helgi. Karl Liljendal Hólmgeirsson, varaþingmaður flokksins, var kjörinn formaður. Karl settist á þing fyrir flokkinn síðasta sumar og varð þá yngsti þingmaður frá upphafi, 20 ára og 355 daga gamall.

Innlent
Fréttamynd

Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu

Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur "ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru var að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar Bragi snýr aftur eftir leyfi

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, tekur aftur sæti á Alþingi í dag eftir að hann tók sér leyfi vegna sonar hans sem fótbrotnaði í dráttarvélarslysi.

Innlent
Fréttamynd

Sigmundur Davíð braut ekki siðareglur með ummælum í viðtali

Forsætisnefnd Alþingis, skipuð þeim Steinunni Þóru Árnadóttur og Haraldi Benediktssyni, hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi ekki brotið siðareglur Alþings með ummælum sem hann lét falla í viðtali í kvöldfréttum RÚV þann 3. desember á síðasta ári.

Innlent