Það sem ekki sést í heilbrigðiskerfinu Sólveig Bjarney Daníelsdóttir skrifar 13. maí 2022 13:31 Í dag eru langflestar heilsugæslustöðvar reknar af sveitarfélögunum. Á þessum stöðvum er veitt svokölluð fyrsta stigs þjónusta en þangað á fólk að geta leitað til að fá aðstoð við andlegum og líkamlegum kvillum. Í seinni tíð hefur mörgum verið tíðrætt um að búið sé að efla þjónustuna a heilsugæslum fyrir þá sem leita þangað með andleg veikindi. Í því samhengi má nefna að stór hluti af þeim geðlæknum, sem hafa hætt á Landspítalanum síðustu tvö árin, hafi fært sig yfir í störf á heilsugæslunum til dæmis í geðheilsuteymunum, geðráðgjöf fyrir heimilislækna og fleira. Samhliða þessu hafa margir sálfræðingar verið ráðnir inn á heilsugæslustöðvarnar til að sinna þessari þjónustu. Þrátt fyrir þessa viðbót hefur þjónusta gagnvart einstaklingum með andleg veikindi ekki aukist inni á stöðvunum eins og ætla mætti. Ríkisendurskoðun réðist í gerð skýrslu um stöðu heilbrigðismála á Íslandi og var hún birt í apríl 2022. Þar kom fram að meðalbiðtími eftir geðheilbrigðisþjónustu hjá heilsugæslum landsins væri upp undir eitt ár. Ef rétt væri að öllu staðið ætti heilsugæslurnar að geta gripið þessa einstaklinga miklu fyrr en ekki þegar veikindin eru orðin það mikil að þörf sé að aðkomu Landspítalans. Samhliða því ætti aðflæði að geðheilbrigðisþjónustu á Landspítalanum að minnka. Þetta hefur ekki gerst, þvert á móti hefur aðflæðið að Landspítalanum aukist. Sem dæmi um það má sjá aukningu í komu veikra á Bráðaþjónustu geðsviðs síðastliðna mánuði, þar sem meðaltals koma á dag sjö daga vikunnar hefur verið um 15 einstaklingar sem telst mikið fyrir lágmarks mönnun. Aðflæðið hefur ekki bara aukist, heldur er fólkið sem kemur þangað veikara en það þyrfti að vera ef viðeigandi þjónusta hefði fengist fyrr. Vert er að hafa í huga að veita skal rétta þjónustu á réttum stað til að ná sem besta árangri. Greinilegt er að ekki hefur tekist að standa við þetta, þrátt fyrir ráðningar á hinum ýmsu sérfræðingum. Þetta er enn eitt dæmið um hinn mikla vanda sem á sér stað innan borgarinnar, þar sem rekstur og þjónusta heilsugæslustöðvanna er engan vegin í samræmi við óskir og þarfir þeirra sem þangað leita. Settu X við M á morgun svo ég geti lagað þessi mál. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri Bráðaþjónustu geðsviðs og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjavík Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Í dag eru langflestar heilsugæslustöðvar reknar af sveitarfélögunum. Á þessum stöðvum er veitt svokölluð fyrsta stigs þjónusta en þangað á fólk að geta leitað til að fá aðstoð við andlegum og líkamlegum kvillum. Í seinni tíð hefur mörgum verið tíðrætt um að búið sé að efla þjónustuna a heilsugæslum fyrir þá sem leita þangað með andleg veikindi. Í því samhengi má nefna að stór hluti af þeim geðlæknum, sem hafa hætt á Landspítalanum síðustu tvö árin, hafi fært sig yfir í störf á heilsugæslunum til dæmis í geðheilsuteymunum, geðráðgjöf fyrir heimilislækna og fleira. Samhliða þessu hafa margir sálfræðingar verið ráðnir inn á heilsugæslustöðvarnar til að sinna þessari þjónustu. Þrátt fyrir þessa viðbót hefur þjónusta gagnvart einstaklingum með andleg veikindi ekki aukist inni á stöðvunum eins og ætla mætti. Ríkisendurskoðun réðist í gerð skýrslu um stöðu heilbrigðismála á Íslandi og var hún birt í apríl 2022. Þar kom fram að meðalbiðtími eftir geðheilbrigðisþjónustu hjá heilsugæslum landsins væri upp undir eitt ár. Ef rétt væri að öllu staðið ætti heilsugæslurnar að geta gripið þessa einstaklinga miklu fyrr en ekki þegar veikindin eru orðin það mikil að þörf sé að aðkomu Landspítalans. Samhliða því ætti aðflæði að geðheilbrigðisþjónustu á Landspítalanum að minnka. Þetta hefur ekki gerst, þvert á móti hefur aðflæðið að Landspítalanum aukist. Sem dæmi um það má sjá aukningu í komu veikra á Bráðaþjónustu geðsviðs síðastliðna mánuði, þar sem meðaltals koma á dag sjö daga vikunnar hefur verið um 15 einstaklingar sem telst mikið fyrir lágmarks mönnun. Aðflæðið hefur ekki bara aukist, heldur er fólkið sem kemur þangað veikara en það þyrfti að vera ef viðeigandi þjónusta hefði fengist fyrr. Vert er að hafa í huga að veita skal rétta þjónustu á réttum stað til að ná sem besta árangri. Greinilegt er að ekki hefur tekist að standa við þetta, þrátt fyrir ráðningar á hinum ýmsu sérfræðingum. Þetta er enn eitt dæmið um hinn mikla vanda sem á sér stað innan borgarinnar, þar sem rekstur og þjónusta heilsugæslustöðvanna er engan vegin í samræmi við óskir og þarfir þeirra sem þangað leita. Settu X við M á morgun svo ég geti lagað þessi mál. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri Bráðaþjónustu geðsviðs og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun