Það sem ekki sést í heilbrigðiskerfinu Sólveig Bjarney Daníelsdóttir skrifar 13. maí 2022 13:31 Í dag eru langflestar heilsugæslustöðvar reknar af sveitarfélögunum. Á þessum stöðvum er veitt svokölluð fyrsta stigs þjónusta en þangað á fólk að geta leitað til að fá aðstoð við andlegum og líkamlegum kvillum. Í seinni tíð hefur mörgum verið tíðrætt um að búið sé að efla þjónustuna a heilsugæslum fyrir þá sem leita þangað með andleg veikindi. Í því samhengi má nefna að stór hluti af þeim geðlæknum, sem hafa hætt á Landspítalanum síðustu tvö árin, hafi fært sig yfir í störf á heilsugæslunum til dæmis í geðheilsuteymunum, geðráðgjöf fyrir heimilislækna og fleira. Samhliða þessu hafa margir sálfræðingar verið ráðnir inn á heilsugæslustöðvarnar til að sinna þessari þjónustu. Þrátt fyrir þessa viðbót hefur þjónusta gagnvart einstaklingum með andleg veikindi ekki aukist inni á stöðvunum eins og ætla mætti. Ríkisendurskoðun réðist í gerð skýrslu um stöðu heilbrigðismála á Íslandi og var hún birt í apríl 2022. Þar kom fram að meðalbiðtími eftir geðheilbrigðisþjónustu hjá heilsugæslum landsins væri upp undir eitt ár. Ef rétt væri að öllu staðið ætti heilsugæslurnar að geta gripið þessa einstaklinga miklu fyrr en ekki þegar veikindin eru orðin það mikil að þörf sé að aðkomu Landspítalans. Samhliða því ætti aðflæði að geðheilbrigðisþjónustu á Landspítalanum að minnka. Þetta hefur ekki gerst, þvert á móti hefur aðflæðið að Landspítalanum aukist. Sem dæmi um það má sjá aukningu í komu veikra á Bráðaþjónustu geðsviðs síðastliðna mánuði, þar sem meðaltals koma á dag sjö daga vikunnar hefur verið um 15 einstaklingar sem telst mikið fyrir lágmarks mönnun. Aðflæðið hefur ekki bara aukist, heldur er fólkið sem kemur þangað veikara en það þyrfti að vera ef viðeigandi þjónusta hefði fengist fyrr. Vert er að hafa í huga að veita skal rétta þjónustu á réttum stað til að ná sem besta árangri. Greinilegt er að ekki hefur tekist að standa við þetta, þrátt fyrir ráðningar á hinum ýmsu sérfræðingum. Þetta er enn eitt dæmið um hinn mikla vanda sem á sér stað innan borgarinnar, þar sem rekstur og þjónusta heilsugæslustöðvanna er engan vegin í samræmi við óskir og þarfir þeirra sem þangað leita. Settu X við M á morgun svo ég geti lagað þessi mál. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri Bráðaþjónustu geðsviðs og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjavík Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í dag eru langflestar heilsugæslustöðvar reknar af sveitarfélögunum. Á þessum stöðvum er veitt svokölluð fyrsta stigs þjónusta en þangað á fólk að geta leitað til að fá aðstoð við andlegum og líkamlegum kvillum. Í seinni tíð hefur mörgum verið tíðrætt um að búið sé að efla þjónustuna a heilsugæslum fyrir þá sem leita þangað með andleg veikindi. Í því samhengi má nefna að stór hluti af þeim geðlæknum, sem hafa hætt á Landspítalanum síðustu tvö árin, hafi fært sig yfir í störf á heilsugæslunum til dæmis í geðheilsuteymunum, geðráðgjöf fyrir heimilislækna og fleira. Samhliða þessu hafa margir sálfræðingar verið ráðnir inn á heilsugæslustöðvarnar til að sinna þessari þjónustu. Þrátt fyrir þessa viðbót hefur þjónusta gagnvart einstaklingum með andleg veikindi ekki aukist inni á stöðvunum eins og ætla mætti. Ríkisendurskoðun réðist í gerð skýrslu um stöðu heilbrigðismála á Íslandi og var hún birt í apríl 2022. Þar kom fram að meðalbiðtími eftir geðheilbrigðisþjónustu hjá heilsugæslum landsins væri upp undir eitt ár. Ef rétt væri að öllu staðið ætti heilsugæslurnar að geta gripið þessa einstaklinga miklu fyrr en ekki þegar veikindin eru orðin það mikil að þörf sé að aðkomu Landspítalans. Samhliða því ætti aðflæði að geðheilbrigðisþjónustu á Landspítalanum að minnka. Þetta hefur ekki gerst, þvert á móti hefur aðflæðið að Landspítalanum aukist. Sem dæmi um það má sjá aukningu í komu veikra á Bráðaþjónustu geðsviðs síðastliðna mánuði, þar sem meðaltals koma á dag sjö daga vikunnar hefur verið um 15 einstaklingar sem telst mikið fyrir lágmarks mönnun. Aðflæðið hefur ekki bara aukist, heldur er fólkið sem kemur þangað veikara en það þyrfti að vera ef viðeigandi þjónusta hefði fengist fyrr. Vert er að hafa í huga að veita skal rétta þjónustu á réttum stað til að ná sem besta árangri. Greinilegt er að ekki hefur tekist að standa við þetta, þrátt fyrir ráðningar á hinum ýmsu sérfræðingum. Þetta er enn eitt dæmið um hinn mikla vanda sem á sér stað innan borgarinnar, þar sem rekstur og þjónusta heilsugæslustöðvanna er engan vegin í samræmi við óskir og þarfir þeirra sem þangað leita. Settu X við M á morgun svo ég geti lagað þessi mál. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri Bráðaþjónustu geðsviðs og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar