Fulltrúar B, D, S og M funda um meirihluta á Akureyri í kvöld Tryggvi Páll Tryggvason og Snorri Másson skrifa 18. maí 2022 10:58 Viðræður standa yfir um hverjir muni stjórna í Ráðhúsinu á Akureyri næstu fjögur árin. Vísir/Vilhelm Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins á Akureyri, virðist nokkuð bjartsýnn á viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Stefnt er að því að fulltrúar flokkanna hittist í kvöld til að ræða málin. Eins og Vísir sagði frá í gær var meirihlutaviðræðum L-listans, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins slitið í gær að frumkvæði síðarnefndu flokkanna. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Vísi í gær að ekki hafi náðst saman um nokkur mál. Halla Björk Reynisdóttir, einn af bæjarfulltrúm L-listans, sagði þó að lítill sem enginn málefnaágreiningur hafi verið uppi. Halla Björk sagði einnig í gær að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hefðu ákveðið að fara í viðræður við Miðflokkinn og Samfylkingunna um myndun meirihluta. Samanlegt eiga þessir flokkar sex fulltrúa í bæjarstjórn þar sem ellefu fulltrúar eiga sæti. „Við höfum það svolítið á tilfinningunni að þau hafi aldrei ætlað sér að mynda meirihluta með okkur,“ segir Halla Björk í stamtali við Vísi í dag. Það er allavega talað um að þau séu að ræða við hina flokkana, BDSM-stjórnin eins og hún var kölluð í Morgunblaðinu, hvernig getur það litið út, yrðuð þið ósátt ef það yrði niðurstaðan? „Við erum auðvitað ósátt við að komast ekki í meirihluta hafandi unnið kosningarnar. En við getum svosem lítið gert í því." Ekki mikið sem standi út af miðað við stefnuskrár flokkanna Hlynur Jóhannsson, bæjarfulltrúi og oddviti Miðflokksins, segir í samtali við Vísi að fulltrúar flokkanna fjögurra, B, D, S og M, muni hittast á fundi í kvöld. Hann virðist nokkuð bjartsýnn á viðræðurnar. „Ef þú skoðar stefnuskrá flokkanna þá er ekkert mikið sem stendur út af, það sem fólk er eitthvað virkilega ósátt um eitthvað. Það eru nú flestir sem sjá hvað þarf að gera í bænum okkar og það eru allir kannski með svipaðar stefnuskrár, það er bara hvernig við ætlum að nálgast það,“ segir Hlynur. Aðspurður um hvort að það hafi komið honum á óvart að upp úr hafi slitnað úr viðræðum L-listans, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins í gær, segir hann að svo hafi verið. „Ég hélt nú að þeir gætu alveg náð þessu saman en eitthvað hefur gerst þarna sem hefur fólk hefur ekki verið sátt við, sem ég veit ekkert um í sjálfu sér,“ segir Hlynur. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Tengdar fréttir Mikil endurnýjun á Akureyri og margar leiðir að meirihluta í boði Á Akureyri hefur frá 2020 verið svokölluð samstjórn í bæjarstjórn. Það er að bæjarfulltrúar allra flokka sem náðu inn manni í kosningunum 2018 hafa haldið sameiginlega um stjórn þessa höfuðbóls manna á Norðurlandi. 15. maí 2022 09:55 Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. 17. maí 2022 21:10 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Eins og Vísir sagði frá í gær var meirihlutaviðræðum L-listans, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins slitið í gær að frumkvæði síðarnefndu flokkanna. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Vísi í gær að ekki hafi náðst saman um nokkur mál. Halla Björk Reynisdóttir, einn af bæjarfulltrúm L-listans, sagði þó að lítill sem enginn málefnaágreiningur hafi verið uppi. Halla Björk sagði einnig í gær að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hefðu ákveðið að fara í viðræður við Miðflokkinn og Samfylkingunna um myndun meirihluta. Samanlegt eiga þessir flokkar sex fulltrúa í bæjarstjórn þar sem ellefu fulltrúar eiga sæti. „Við höfum það svolítið á tilfinningunni að þau hafi aldrei ætlað sér að mynda meirihluta með okkur,“ segir Halla Björk í stamtali við Vísi í dag. Það er allavega talað um að þau séu að ræða við hina flokkana, BDSM-stjórnin eins og hún var kölluð í Morgunblaðinu, hvernig getur það litið út, yrðuð þið ósátt ef það yrði niðurstaðan? „Við erum auðvitað ósátt við að komast ekki í meirihluta hafandi unnið kosningarnar. En við getum svosem lítið gert í því." Ekki mikið sem standi út af miðað við stefnuskrár flokkanna Hlynur Jóhannsson, bæjarfulltrúi og oddviti Miðflokksins, segir í samtali við Vísi að fulltrúar flokkanna fjögurra, B, D, S og M, muni hittast á fundi í kvöld. Hann virðist nokkuð bjartsýnn á viðræðurnar. „Ef þú skoðar stefnuskrá flokkanna þá er ekkert mikið sem stendur út af, það sem fólk er eitthvað virkilega ósátt um eitthvað. Það eru nú flestir sem sjá hvað þarf að gera í bænum okkar og það eru allir kannski með svipaðar stefnuskrár, það er bara hvernig við ætlum að nálgast það,“ segir Hlynur. Aðspurður um hvort að það hafi komið honum á óvart að upp úr hafi slitnað úr viðræðum L-listans, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins í gær, segir hann að svo hafi verið. „Ég hélt nú að þeir gætu alveg náð þessu saman en eitthvað hefur gerst þarna sem hefur fólk hefur ekki verið sátt við, sem ég veit ekkert um í sjálfu sér,“ segir Hlynur.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Tengdar fréttir Mikil endurnýjun á Akureyri og margar leiðir að meirihluta í boði Á Akureyri hefur frá 2020 verið svokölluð samstjórn í bæjarstjórn. Það er að bæjarfulltrúar allra flokka sem náðu inn manni í kosningunum 2018 hafa haldið sameiginlega um stjórn þessa höfuðbóls manna á Norðurlandi. 15. maí 2022 09:55 Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. 17. maí 2022 21:10 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Mikil endurnýjun á Akureyri og margar leiðir að meirihluta í boði Á Akureyri hefur frá 2020 verið svokölluð samstjórn í bæjarstjórn. Það er að bæjarfulltrúar allra flokka sem náðu inn manni í kosningunum 2018 hafa haldið sameiginlega um stjórn þessa höfuðbóls manna á Norðurlandi. 15. maí 2022 09:55
Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. 17. maí 2022 21:10