Þrepaskipt útsvar Eggert Sigurbergsson skrifar 13. maí 2022 21:00 Þegar þrepaskipt útsvar er nefnt gætu einhverjir hugsað, þýðir það ekki bara auknir skattar? Staðreyndin er aftur á móti sú að þrepaskipt útsvar breytir ekki á nokkurn hátt heildar skattbyrgði einstaklinga heldur færir til skatttekjur frá ríki til sveitarfélaga á sanngjarnari hátt en nú er. Þrepaskipting tekjuskatts Hugmyndin með þrepaskiptingu skatta á sínum tíma, um 2010, var að bæta upp fall í skatttekjum eftir fjármálahrunið og ekki síður að stoppa upp í fjárlagahallann sem þá var. Nú eru hörmungar hrunsins að baki hjá ríkinu, ekki síst með stöðuleikaframlögum bankanna sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og þáverandi forsætisráðherra, átti stærstan þá í að gera að veruleika. Um leið situr enn fjöldi fólks eftir með sárt ennið eftir að hafa lent í „skjaldborg“ Samfylkingarinnar og VG sem sneri ekki að því að hugsa um hag fjölskyldna heldur fjármagnseigenda. Nú rúmum áratugi eftir upptöku þrepaskiptingar er sama skipting við lýði þótt eitthvað hafi verið krukkað í kerfið sem er þó en að mestu leyti óbreytt. Þrepaskipting útsvars Útsvar til sveitarfélagsins er í dag línuleg hlutfall af tekjum sem leggst á allar tekjur jafnt innan skilgreinds hámarks og lámarks sem er í dag 12,44% til 14,52%. Afleiðingin er að tekjur sveitarfélaga taka ekki mið af getu fólks til að greiða í samfélagslega þjónustu sveitarfélagana. Ein birtingarmynd þessa skekkju er sú að lágtekjuhópar greiða mun hærra til samfélagsins sem hlutfall af ráðstöfunartekjum en þeir efnameiri og getur munurinn jafnvel verið margfaldur eins og t.d. í leikskólum, íþróttum, tómstundum og listgreinastarfi svo fátt eitt sé nefnt. Við hjá Miðflokknum í Reykjanesbæ teljum það sanngirnismál að útsvar bæjarins fylgi skattþrepum þannig að þeir greiða meira sem geta. Vissulega er það ekki á valdi bæjarins að breyta skattkerfinu en bærinn getur beitt sér í þessu máli og munum við gera það veiti bæjarbúar okkur umboð til þess í komandi sveitarstjórnakosningum laugardaginn 14. maí 2022. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þegar þrepaskipt útsvar er nefnt gætu einhverjir hugsað, þýðir það ekki bara auknir skattar? Staðreyndin er aftur á móti sú að þrepaskipt útsvar breytir ekki á nokkurn hátt heildar skattbyrgði einstaklinga heldur færir til skatttekjur frá ríki til sveitarfélaga á sanngjarnari hátt en nú er. Þrepaskipting tekjuskatts Hugmyndin með þrepaskiptingu skatta á sínum tíma, um 2010, var að bæta upp fall í skatttekjum eftir fjármálahrunið og ekki síður að stoppa upp í fjárlagahallann sem þá var. Nú eru hörmungar hrunsins að baki hjá ríkinu, ekki síst með stöðuleikaframlögum bankanna sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og þáverandi forsætisráðherra, átti stærstan þá í að gera að veruleika. Um leið situr enn fjöldi fólks eftir með sárt ennið eftir að hafa lent í „skjaldborg“ Samfylkingarinnar og VG sem sneri ekki að því að hugsa um hag fjölskyldna heldur fjármagnseigenda. Nú rúmum áratugi eftir upptöku þrepaskiptingar er sama skipting við lýði þótt eitthvað hafi verið krukkað í kerfið sem er þó en að mestu leyti óbreytt. Þrepaskipting útsvars Útsvar til sveitarfélagsins er í dag línuleg hlutfall af tekjum sem leggst á allar tekjur jafnt innan skilgreinds hámarks og lámarks sem er í dag 12,44% til 14,52%. Afleiðingin er að tekjur sveitarfélaga taka ekki mið af getu fólks til að greiða í samfélagslega þjónustu sveitarfélagana. Ein birtingarmynd þessa skekkju er sú að lágtekjuhópar greiða mun hærra til samfélagsins sem hlutfall af ráðstöfunartekjum en þeir efnameiri og getur munurinn jafnvel verið margfaldur eins og t.d. í leikskólum, íþróttum, tómstundum og listgreinastarfi svo fátt eitt sé nefnt. Við hjá Miðflokknum í Reykjanesbæ teljum það sanngirnismál að útsvar bæjarins fylgi skattþrepum þannig að þeir greiða meira sem geta. Vissulega er það ekki á valdi bæjarins að breyta skattkerfinu en bærinn getur beitt sér í þessu máli og munum við gera það veiti bæjarbúar okkur umboð til þess í komandi sveitarstjórnakosningum laugardaginn 14. maí 2022. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar