Þrepaskipt útsvar Eggert Sigurbergsson skrifar 13. maí 2022 21:00 Þegar þrepaskipt útsvar er nefnt gætu einhverjir hugsað, þýðir það ekki bara auknir skattar? Staðreyndin er aftur á móti sú að þrepaskipt útsvar breytir ekki á nokkurn hátt heildar skattbyrgði einstaklinga heldur færir til skatttekjur frá ríki til sveitarfélaga á sanngjarnari hátt en nú er. Þrepaskipting tekjuskatts Hugmyndin með þrepaskiptingu skatta á sínum tíma, um 2010, var að bæta upp fall í skatttekjum eftir fjármálahrunið og ekki síður að stoppa upp í fjárlagahallann sem þá var. Nú eru hörmungar hrunsins að baki hjá ríkinu, ekki síst með stöðuleikaframlögum bankanna sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og þáverandi forsætisráðherra, átti stærstan þá í að gera að veruleika. Um leið situr enn fjöldi fólks eftir með sárt ennið eftir að hafa lent í „skjaldborg“ Samfylkingarinnar og VG sem sneri ekki að því að hugsa um hag fjölskyldna heldur fjármagnseigenda. Nú rúmum áratugi eftir upptöku þrepaskiptingar er sama skipting við lýði þótt eitthvað hafi verið krukkað í kerfið sem er þó en að mestu leyti óbreytt. Þrepaskipting útsvars Útsvar til sveitarfélagsins er í dag línuleg hlutfall af tekjum sem leggst á allar tekjur jafnt innan skilgreinds hámarks og lámarks sem er í dag 12,44% til 14,52%. Afleiðingin er að tekjur sveitarfélaga taka ekki mið af getu fólks til að greiða í samfélagslega þjónustu sveitarfélagana. Ein birtingarmynd þessa skekkju er sú að lágtekjuhópar greiða mun hærra til samfélagsins sem hlutfall af ráðstöfunartekjum en þeir efnameiri og getur munurinn jafnvel verið margfaldur eins og t.d. í leikskólum, íþróttum, tómstundum og listgreinastarfi svo fátt eitt sé nefnt. Við hjá Miðflokknum í Reykjanesbæ teljum það sanngirnismál að útsvar bæjarins fylgi skattþrepum þannig að þeir greiða meira sem geta. Vissulega er það ekki á valdi bæjarins að breyta skattkerfinu en bærinn getur beitt sér í þessu máli og munum við gera það veiti bæjarbúar okkur umboð til þess í komandi sveitarstjórnakosningum laugardaginn 14. maí 2022. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Þegar þrepaskipt útsvar er nefnt gætu einhverjir hugsað, þýðir það ekki bara auknir skattar? Staðreyndin er aftur á móti sú að þrepaskipt útsvar breytir ekki á nokkurn hátt heildar skattbyrgði einstaklinga heldur færir til skatttekjur frá ríki til sveitarfélaga á sanngjarnari hátt en nú er. Þrepaskipting tekjuskatts Hugmyndin með þrepaskiptingu skatta á sínum tíma, um 2010, var að bæta upp fall í skatttekjum eftir fjármálahrunið og ekki síður að stoppa upp í fjárlagahallann sem þá var. Nú eru hörmungar hrunsins að baki hjá ríkinu, ekki síst með stöðuleikaframlögum bankanna sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og þáverandi forsætisráðherra, átti stærstan þá í að gera að veruleika. Um leið situr enn fjöldi fólks eftir með sárt ennið eftir að hafa lent í „skjaldborg“ Samfylkingarinnar og VG sem sneri ekki að því að hugsa um hag fjölskyldna heldur fjármagnseigenda. Nú rúmum áratugi eftir upptöku þrepaskiptingar er sama skipting við lýði þótt eitthvað hafi verið krukkað í kerfið sem er þó en að mestu leyti óbreytt. Þrepaskipting útsvars Útsvar til sveitarfélagsins er í dag línuleg hlutfall af tekjum sem leggst á allar tekjur jafnt innan skilgreinds hámarks og lámarks sem er í dag 12,44% til 14,52%. Afleiðingin er að tekjur sveitarfélaga taka ekki mið af getu fólks til að greiða í samfélagslega þjónustu sveitarfélagana. Ein birtingarmynd þessa skekkju er sú að lágtekjuhópar greiða mun hærra til samfélagsins sem hlutfall af ráðstöfunartekjum en þeir efnameiri og getur munurinn jafnvel verið margfaldur eins og t.d. í leikskólum, íþróttum, tómstundum og listgreinastarfi svo fátt eitt sé nefnt. Við hjá Miðflokknum í Reykjanesbæ teljum það sanngirnismál að útsvar bæjarins fylgi skattþrepum þannig að þeir greiða meira sem geta. Vissulega er það ekki á valdi bæjarins að breyta skattkerfinu en bærinn getur beitt sér í þessu máli og munum við gera það veiti bæjarbúar okkur umboð til þess í komandi sveitarstjórnakosningum laugardaginn 14. maí 2022. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar