Of svalir fyrir sjálfa sig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 10. maí 2022 15:31 Framsóknarflokkurinn eða Ný Framsókn eins og þeir virðast nú kalla sig, að hætti Tonys Blair, hefur að undanförnu hrakið frá sumt af sínu dyggasta fólki í sveitarstjórnum. Vel liðið og reynslumikið fólk. Í þessu skyni hefur ýmsum aðferðum verið beitt sem allar virðast þó fyrst og fremst snúast um að nota hvaða leiðir sem dygðu til að ná fram vilja „flokkseigenda“. Skýringarnar hafa reynst ekki síður sérkennilegar en aðferðirnar. Fráfarandi forseti bæjarstjórnar í Árborg lýsti því að hann hefði fengið að heyra að „Ný“ Framsókn teldi hann ekki „söluvæna vöru“ og tími til kominn að skipta honum út fyrir „yngra og ferskara fólk“. Forsagan Fyrir síðustu Alþingiskosningar náði Framsóknarflokkurinn óvæntum árangri eftir að auglýsingastofa fann upp slagorð sem hljómaði sérkennilega í fyrstu (með því að spyrja kjósendur hvort það væri ekki bara auðveldast að láta sig hafa það að kjósa Framsókn) en fangaði augljóslega tíðarandann. Flokkurinn leitaði líka hátt og lágt að frægu fólki í framboð og kona sem hafði vakið athygli fyrir að skilgreina sig sem klámstjörnu var fengin á fund flokksins sem eldgleypir. Eftir árangurinn af þessu virðast höndlarar flokksins líta svo á að Framsóknarflokkurinn sé orðinn of svalur fyrir sjálfan sig. Fyrir vikið nálgast þeir hann eins og verslunarstjórar í tískuvöruverslun. Eftir að „flokkseigendur“ endurheimtu yfirráð í flokknum á sínum tíma, með aðferðum sem ég hef lítið rætt opinberlega, og tóku næst til við að ýta út öllum sem þeir töldu geta orðið ógn við nýgripið vald sagði ég skilið við flokkinn. Sama dag veitti ég viðtal á Bylgjunni og fór yfir hvernig „viðskiptamódel“ flokksins yrði. Viðskiptamódelið Ég fór yfir það að flokkurinn myndi snúa sér að því að leita að frægu fólki í framboð og ráða auglýsingastofur til að endurskapa hann fyrir hverjar kosningar. Markmiðið yrði bara að ná nægu fylgi til að skipta máli við stjórnarmyndun þar sem flokkurinn yrði til í hvað sem er með hverjum sem er gegn því að fá ráðherrastóla og geta útdeilt gæðum. Þessi aðferð fellur sérstaklega vel að ímyndar- eða umbúðastjórnmálum samtímans þar sem yfirlýst markmið og umbúðir skipta jafnan meira máli en innihald og raunveruleg áhrif. Þannig gat flokkur sem hafði fengið Samtök um betri spítala á betri stað til að halda með sér blaðamannafund rétt fyrir kosningar gert það að sínu fyrsta verki eftir kosningar að hverfa frá kröfunni um betri spítala á betri stað áður en stjórnarmyndunarviðræður hófust. Þannig gat flokkur sem hafði lofað að fylgja eftir því sem lagt var upp með við uppgjör slitabúanna og endurskipulagningu bankakerfisins tekið U-beygju um leið og hann komst aftur í ríkisstjórn, skilað Arion banka til vogunarsjóðanna og ráðist í einkavæðingu Íslandsbanka án áforma um kerfisbætur. Þannig gat flokkur sem lagðist gegn áformum um óendanlega dýra Borgarlínu (sem er beinlínis ætlað að þrengja að annarri umferð) lagt til ný gjöld á umferð og varið 50 milljörðum af almannafé (til að byrja með) í að koma Borgarlínunni af stað. Ég læt vera að rekja öll einnota kosningaloforðin, svissnesku leiðina, kjarabætur eldri borgara, vexti og verðtryggingu og allt það. En þannig getur flokkur sem áður bauð fram í Reykjavík undir nafninu Framsókn og flugvallarvinir nú boðað brotthvarf Reykjavíkurflugvallar (og þar með staðfest þær ráðstafanir sem fulltrúar flokksins í ríkisstjórn hafa gert með meirihlutanum í Reykjavík). Vegna forsögunnar og vegna þess að í Framsóknarflokknum hefur starfað mjög margt gott fólk hef ég oft eftirlátið öðrum gagnrýni á flokkinn og vonast til að hann yrði aftur prinsippflokkur. Meiri gagnrýni hefur verið beint að Sjálfstæðisflokknum og Vg, sem einnig hafa mjög margt gott fólk innanborðs, og þá einkum fyrir að hverfa frá bestu prinsippum þessara flokka. En er ekki bara best að taka Nýju Framsókn úr umbúðunum? Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn eða Ný Framsókn eins og þeir virðast nú kalla sig, að hætti Tonys Blair, hefur að undanförnu hrakið frá sumt af sínu dyggasta fólki í sveitarstjórnum. Vel liðið og reynslumikið fólk. Í þessu skyni hefur ýmsum aðferðum verið beitt sem allar virðast þó fyrst og fremst snúast um að nota hvaða leiðir sem dygðu til að ná fram vilja „flokkseigenda“. Skýringarnar hafa reynst ekki síður sérkennilegar en aðferðirnar. Fráfarandi forseti bæjarstjórnar í Árborg lýsti því að hann hefði fengið að heyra að „Ný“ Framsókn teldi hann ekki „söluvæna vöru“ og tími til kominn að skipta honum út fyrir „yngra og ferskara fólk“. Forsagan Fyrir síðustu Alþingiskosningar náði Framsóknarflokkurinn óvæntum árangri eftir að auglýsingastofa fann upp slagorð sem hljómaði sérkennilega í fyrstu (með því að spyrja kjósendur hvort það væri ekki bara auðveldast að láta sig hafa það að kjósa Framsókn) en fangaði augljóslega tíðarandann. Flokkurinn leitaði líka hátt og lágt að frægu fólki í framboð og kona sem hafði vakið athygli fyrir að skilgreina sig sem klámstjörnu var fengin á fund flokksins sem eldgleypir. Eftir árangurinn af þessu virðast höndlarar flokksins líta svo á að Framsóknarflokkurinn sé orðinn of svalur fyrir sjálfan sig. Fyrir vikið nálgast þeir hann eins og verslunarstjórar í tískuvöruverslun. Eftir að „flokkseigendur“ endurheimtu yfirráð í flokknum á sínum tíma, með aðferðum sem ég hef lítið rætt opinberlega, og tóku næst til við að ýta út öllum sem þeir töldu geta orðið ógn við nýgripið vald sagði ég skilið við flokkinn. Sama dag veitti ég viðtal á Bylgjunni og fór yfir hvernig „viðskiptamódel“ flokksins yrði. Viðskiptamódelið Ég fór yfir það að flokkurinn myndi snúa sér að því að leita að frægu fólki í framboð og ráða auglýsingastofur til að endurskapa hann fyrir hverjar kosningar. Markmiðið yrði bara að ná nægu fylgi til að skipta máli við stjórnarmyndun þar sem flokkurinn yrði til í hvað sem er með hverjum sem er gegn því að fá ráðherrastóla og geta útdeilt gæðum. Þessi aðferð fellur sérstaklega vel að ímyndar- eða umbúðastjórnmálum samtímans þar sem yfirlýst markmið og umbúðir skipta jafnan meira máli en innihald og raunveruleg áhrif. Þannig gat flokkur sem hafði fengið Samtök um betri spítala á betri stað til að halda með sér blaðamannafund rétt fyrir kosningar gert það að sínu fyrsta verki eftir kosningar að hverfa frá kröfunni um betri spítala á betri stað áður en stjórnarmyndunarviðræður hófust. Þannig gat flokkur sem hafði lofað að fylgja eftir því sem lagt var upp með við uppgjör slitabúanna og endurskipulagningu bankakerfisins tekið U-beygju um leið og hann komst aftur í ríkisstjórn, skilað Arion banka til vogunarsjóðanna og ráðist í einkavæðingu Íslandsbanka án áforma um kerfisbætur. Þannig gat flokkur sem lagðist gegn áformum um óendanlega dýra Borgarlínu (sem er beinlínis ætlað að þrengja að annarri umferð) lagt til ný gjöld á umferð og varið 50 milljörðum af almannafé (til að byrja með) í að koma Borgarlínunni af stað. Ég læt vera að rekja öll einnota kosningaloforðin, svissnesku leiðina, kjarabætur eldri borgara, vexti og verðtryggingu og allt það. En þannig getur flokkur sem áður bauð fram í Reykjavík undir nafninu Framsókn og flugvallarvinir nú boðað brotthvarf Reykjavíkurflugvallar (og þar með staðfest þær ráðstafanir sem fulltrúar flokksins í ríkisstjórn hafa gert með meirihlutanum í Reykjavík). Vegna forsögunnar og vegna þess að í Framsóknarflokknum hefur starfað mjög margt gott fólk hef ég oft eftirlátið öðrum gagnrýni á flokkinn og vonast til að hann yrði aftur prinsippflokkur. Meiri gagnrýni hefur verið beint að Sjálfstæðisflokknum og Vg, sem einnig hafa mjög margt gott fólk innanborðs, og þá einkum fyrir að hverfa frá bestu prinsippum þessara flokka. En er ekki bara best að taka Nýju Framsókn úr umbúðunum? Höfundur er formaður Miðflokksins.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun