Hvers vegna munar um Miðflokkinn í borgarstjórn? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar 13. maí 2022 17:01 Á morgun verður kosið til sveitarstjórnarkosninga á Íslandi og mikið af öflugu fólki býður sig fram fyrir Miðflokkinn um land allt. Ómar Már Jónsson, fyrrum sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, skipar oddvitasæti Miðflokksins í Reykjavík og tekur þar við keflinu af Vigdísi Hauksdóttur, sitjandi borgarfulltrúa. Vigdís Hauksdóttir, hefur síðustu fjögur ár veitt meirihlutanum aðhald sem eftir hefur verið tekið í rekstri borgarinnar. Hún hefur vakið athygli á þeirri óreiðu sem ríkir í fjármálum borgarinnar, þ.á.m. Braggamálinu, dönsku stráunum, pálmatrjám í Vogabyggð, endalausum mannaráðningum á skrifstofu borgarstjóra, framúrakstri framkvæmda í miðbænum og margt fleira. Kosningarnar á morgun eru mikilvægar fyrir borgina og í mínum huga verður endanlega kosið um borgarlínu og flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur staðið í lappirnar hvað varðar borgarlínu og flugvöllinn. Við höfum alfarið verið á móti borgarlínu miðað við núverandi forsendur en viljum þess í stað stuðla að því að byggja upp núverandi almenningssamgöngur. Ef borgarlína verður að veruleika munum við Reykvíkingar sjá gríðarlega mikla þrengingu að einkabílnum, þar sem Suðurlandsbraut mun fækka um eina akrein í hvora átt. Sama má segja um Sæbraut, þar verður þrengt að umferð og flæði truflað. Fjármögnun borgarlínu er ein allsherjar óvissuferð, enginn getur sagt fyrir um hvað hún mun kosta. Nú þegar er búið að eyða gríðarlegum upphæðum í undirbúning sem vel hefði mátt nýta í að reka strætó gjaldfrjálsan. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni mun fara ef Miðflokkurinn verður ekki sterkur í borgarstjórn, aðrir stjórnmálaflokkar hafa ítrekað lýst yfir vilja til að færa flugvöllinn, þó að engin valkostur sé til staðar eftir að Hvassahraun var úr sögunni. Allir vita að flugvöllurinn verður að vera nálægt Landspítala, þar sem sjúkraflugið fer þar um. Nú hefur ríkisstjórnin hafið uppbyggingu á Landspítala við Hringbraut og því ekkert mikilvægara en að sjúkraflugið sé í nálægð við spítalann. Ómar Már Jónsson hefur sýnt það í sinni tíð sem sveitarstjóri að hann stendur við gefin loforð. Í sinni tíð sem sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi kom hann því á árið 2005 að hreppurinn væri fyrsta sveitarfélagið á Íslandi sem bauð upp á gjaldfrjálsan leikskóla fyrir alla. Þess vegna munar um Miðflokkinn í borgarstjórn. Ég treysti Ómari Má Jónssyni, oddvita Miðflokksins, til að stöðva borgarlínubrjálæðið og verja flugvöllinn. Tryggjum Ómar Má í borgarstjórn, hann mun standa við gefin loforð. Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Hrund Björnsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á morgun verður kosið til sveitarstjórnarkosninga á Íslandi og mikið af öflugu fólki býður sig fram fyrir Miðflokkinn um land allt. Ómar Már Jónsson, fyrrum sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, skipar oddvitasæti Miðflokksins í Reykjavík og tekur þar við keflinu af Vigdísi Hauksdóttur, sitjandi borgarfulltrúa. Vigdís Hauksdóttir, hefur síðustu fjögur ár veitt meirihlutanum aðhald sem eftir hefur verið tekið í rekstri borgarinnar. Hún hefur vakið athygli á þeirri óreiðu sem ríkir í fjármálum borgarinnar, þ.á.m. Braggamálinu, dönsku stráunum, pálmatrjám í Vogabyggð, endalausum mannaráðningum á skrifstofu borgarstjóra, framúrakstri framkvæmda í miðbænum og margt fleira. Kosningarnar á morgun eru mikilvægar fyrir borgina og í mínum huga verður endanlega kosið um borgarlínu og flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur staðið í lappirnar hvað varðar borgarlínu og flugvöllinn. Við höfum alfarið verið á móti borgarlínu miðað við núverandi forsendur en viljum þess í stað stuðla að því að byggja upp núverandi almenningssamgöngur. Ef borgarlína verður að veruleika munum við Reykvíkingar sjá gríðarlega mikla þrengingu að einkabílnum, þar sem Suðurlandsbraut mun fækka um eina akrein í hvora átt. Sama má segja um Sæbraut, þar verður þrengt að umferð og flæði truflað. Fjármögnun borgarlínu er ein allsherjar óvissuferð, enginn getur sagt fyrir um hvað hún mun kosta. Nú þegar er búið að eyða gríðarlegum upphæðum í undirbúning sem vel hefði mátt nýta í að reka strætó gjaldfrjálsan. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni mun fara ef Miðflokkurinn verður ekki sterkur í borgarstjórn, aðrir stjórnmálaflokkar hafa ítrekað lýst yfir vilja til að færa flugvöllinn, þó að engin valkostur sé til staðar eftir að Hvassahraun var úr sögunni. Allir vita að flugvöllurinn verður að vera nálægt Landspítala, þar sem sjúkraflugið fer þar um. Nú hefur ríkisstjórnin hafið uppbyggingu á Landspítala við Hringbraut og því ekkert mikilvægara en að sjúkraflugið sé í nálægð við spítalann. Ómar Már Jónsson hefur sýnt það í sinni tíð sem sveitarstjóri að hann stendur við gefin loforð. Í sinni tíð sem sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi kom hann því á árið 2005 að hreppurinn væri fyrsta sveitarfélagið á Íslandi sem bauð upp á gjaldfrjálsan leikskóla fyrir alla. Þess vegna munar um Miðflokkinn í borgarstjórn. Ég treysti Ómari Má Jónssyni, oddvita Miðflokksins, til að stöðva borgarlínubrjálæðið og verja flugvöllinn. Tryggjum Ómar Má í borgarstjórn, hann mun standa við gefin loforð. Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun