Hvers vegna munar um Miðflokkinn í borgarstjórn? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar 13. maí 2022 17:01 Á morgun verður kosið til sveitarstjórnarkosninga á Íslandi og mikið af öflugu fólki býður sig fram fyrir Miðflokkinn um land allt. Ómar Már Jónsson, fyrrum sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, skipar oddvitasæti Miðflokksins í Reykjavík og tekur þar við keflinu af Vigdísi Hauksdóttur, sitjandi borgarfulltrúa. Vigdís Hauksdóttir, hefur síðustu fjögur ár veitt meirihlutanum aðhald sem eftir hefur verið tekið í rekstri borgarinnar. Hún hefur vakið athygli á þeirri óreiðu sem ríkir í fjármálum borgarinnar, þ.á.m. Braggamálinu, dönsku stráunum, pálmatrjám í Vogabyggð, endalausum mannaráðningum á skrifstofu borgarstjóra, framúrakstri framkvæmda í miðbænum og margt fleira. Kosningarnar á morgun eru mikilvægar fyrir borgina og í mínum huga verður endanlega kosið um borgarlínu og flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur staðið í lappirnar hvað varðar borgarlínu og flugvöllinn. Við höfum alfarið verið á móti borgarlínu miðað við núverandi forsendur en viljum þess í stað stuðla að því að byggja upp núverandi almenningssamgöngur. Ef borgarlína verður að veruleika munum við Reykvíkingar sjá gríðarlega mikla þrengingu að einkabílnum, þar sem Suðurlandsbraut mun fækka um eina akrein í hvora átt. Sama má segja um Sæbraut, þar verður þrengt að umferð og flæði truflað. Fjármögnun borgarlínu er ein allsherjar óvissuferð, enginn getur sagt fyrir um hvað hún mun kosta. Nú þegar er búið að eyða gríðarlegum upphæðum í undirbúning sem vel hefði mátt nýta í að reka strætó gjaldfrjálsan. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni mun fara ef Miðflokkurinn verður ekki sterkur í borgarstjórn, aðrir stjórnmálaflokkar hafa ítrekað lýst yfir vilja til að færa flugvöllinn, þó að engin valkostur sé til staðar eftir að Hvassahraun var úr sögunni. Allir vita að flugvöllurinn verður að vera nálægt Landspítala, þar sem sjúkraflugið fer þar um. Nú hefur ríkisstjórnin hafið uppbyggingu á Landspítala við Hringbraut og því ekkert mikilvægara en að sjúkraflugið sé í nálægð við spítalann. Ómar Már Jónsson hefur sýnt það í sinni tíð sem sveitarstjóri að hann stendur við gefin loforð. Í sinni tíð sem sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi kom hann því á árið 2005 að hreppurinn væri fyrsta sveitarfélagið á Íslandi sem bauð upp á gjaldfrjálsan leikskóla fyrir alla. Þess vegna munar um Miðflokkinn í borgarstjórn. Ég treysti Ómari Má Jónssyni, oddvita Miðflokksins, til að stöðva borgarlínubrjálæðið og verja flugvöllinn. Tryggjum Ómar Má í borgarstjórn, hann mun standa við gefin loforð. Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Hrund Björnsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Á morgun verður kosið til sveitarstjórnarkosninga á Íslandi og mikið af öflugu fólki býður sig fram fyrir Miðflokkinn um land allt. Ómar Már Jónsson, fyrrum sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, skipar oddvitasæti Miðflokksins í Reykjavík og tekur þar við keflinu af Vigdísi Hauksdóttur, sitjandi borgarfulltrúa. Vigdís Hauksdóttir, hefur síðustu fjögur ár veitt meirihlutanum aðhald sem eftir hefur verið tekið í rekstri borgarinnar. Hún hefur vakið athygli á þeirri óreiðu sem ríkir í fjármálum borgarinnar, þ.á.m. Braggamálinu, dönsku stráunum, pálmatrjám í Vogabyggð, endalausum mannaráðningum á skrifstofu borgarstjóra, framúrakstri framkvæmda í miðbænum og margt fleira. Kosningarnar á morgun eru mikilvægar fyrir borgina og í mínum huga verður endanlega kosið um borgarlínu og flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur staðið í lappirnar hvað varðar borgarlínu og flugvöllinn. Við höfum alfarið verið á móti borgarlínu miðað við núverandi forsendur en viljum þess í stað stuðla að því að byggja upp núverandi almenningssamgöngur. Ef borgarlína verður að veruleika munum við Reykvíkingar sjá gríðarlega mikla þrengingu að einkabílnum, þar sem Suðurlandsbraut mun fækka um eina akrein í hvora átt. Sama má segja um Sæbraut, þar verður þrengt að umferð og flæði truflað. Fjármögnun borgarlínu er ein allsherjar óvissuferð, enginn getur sagt fyrir um hvað hún mun kosta. Nú þegar er búið að eyða gríðarlegum upphæðum í undirbúning sem vel hefði mátt nýta í að reka strætó gjaldfrjálsan. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni mun fara ef Miðflokkurinn verður ekki sterkur í borgarstjórn, aðrir stjórnmálaflokkar hafa ítrekað lýst yfir vilja til að færa flugvöllinn, þó að engin valkostur sé til staðar eftir að Hvassahraun var úr sögunni. Allir vita að flugvöllurinn verður að vera nálægt Landspítala, þar sem sjúkraflugið fer þar um. Nú hefur ríkisstjórnin hafið uppbyggingu á Landspítala við Hringbraut og því ekkert mikilvægara en að sjúkraflugið sé í nálægð við spítalann. Ómar Már Jónsson hefur sýnt það í sinni tíð sem sveitarstjóri að hann stendur við gefin loforð. Í sinni tíð sem sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi kom hann því á árið 2005 að hreppurinn væri fyrsta sveitarfélagið á Íslandi sem bauð upp á gjaldfrjálsan leikskóla fyrir alla. Þess vegna munar um Miðflokkinn í borgarstjórn. Ég treysti Ómari Má Jónssyni, oddvita Miðflokksins, til að stöðva borgarlínubrjálæðið og verja flugvöllinn. Tryggjum Ómar Má í borgarstjórn, hann mun standa við gefin loforð. Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar