Stöðvum flótta fyrirtækja úr Reykjavík Jósteinn Þorgrímsson skrifar 9. maí 2022 10:01 Undanfarin kjörtímabil hefur átt sér stað verulegur flótti stórra og smárra fyrirtækja úr höfuðborginni. Fyrir því eru margar ástæður, sum fyrirtæki flýja skipulagið, þrengingu gatna og óþægindi sem fylgja bílastæðaleysi og heftrar aðkomu, jafnt fyrir viðskiptavini sem og starfsfólk. Önnur fyrirtæki flýja skattastefnu borgarinnar og þá rekstrarumgjörð sem borgin býður fyrirtækjum. Það vekur auðvitað mesta athygli þegar stór fyrirtæki flytja starfsemi sýna úr borginni en þau smærri flýja líka og það er í raun sami skaðinn og af sama meiði. Listi fyrirtækja sem hafa kvatt borgina er langur en Marel og Valitor fluttu fyrir áratug eða svo. Þá má einnig nefna að sýslumaður höfuðborgarsvæðisins flutti til Kópavogs árið 2016, Íslandsbanki flutti höfuðstöðvar sínar í Kópavog sama ár og Tryggingastofnun ríkisins fór í Kópavoginn árið 2019 og sama ár fór starfsemi Orkuhússins við Suðurlandsbraut í Kópavog. Hafrannsóknarstofnun flytur til Hafnarfjarðar árið 2020 og nú á sjálf Landhelgisgæslan að færa sig um set á suðurnesin, ýmis heilbrigðisfyrirtæki í Urðarhvarf í Kópavogi árin 2019-2021 og Vegagerðin í Garðabæinn 2021. Nú er ætlun Tækniskólans að færa sig um set til Hafnarfjarðar svo og Icelandair og Víkingbátar hafa yfirgefið samkvæmið. Þá má nefna flutning ýmissa verslunarfyrirtækja, svo sem ILVA sem flytur í Kauptún í Garðabæ. Þá eru ótalin þau fyrirtæki sem færa sig frá Reykjavík eða jafnvel af höfuðborgarsvæðinu vegna þess að þau hafa ekki trú á framtíð sinni hér. Þessi listi er ekki tæmandi, því miður. Verri samgöngur - hærra vöruverð Flutningar og samgöngur í Reykjavík kosta atvinnulífið háar fjárhæðir. Tafir á lagningu Sundabrautar kostar stærstu flutningafyrirtæki landsins gríðarlegar upphæðir í Sundahöfn og Holtagörðum sem neyðast til þess að taka þennan kostnað af sínum viðskiptavinum sínum úti á landi sérstaklega fyrir hve langan tíma tekur að komast út úr borginni. Þannig hefur borgarstjórnarmeirihluti Dags B.beinlínis stuðlað að hærra vöruverði úti á landi og aukið kostnað innflutnings- og flutningsfyrirtækja. Um leið eru fjölmörg dæmi þess að verktakar hafi tekið pokann sinn og gefist upp á skipulagsyfirvöldum í Reykjavík og hætt uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur. Áhersla meirihluta Dags B. Eggertssonar gengur út á að þétta byggð í flest öllum núverandi iðnaðarhverfum, boðar hann íbúðabyggð og með þeim orðum felst bara eitt, burt með allan iðnað og fyrirtækjarekstur í sinni víðustu mynd, með öðrum orðum þá vill hann fyrirtækjarekstur burt á svæðum eins og Ártúnshöfða, Skeifunni, Mjódd og Múlahverfi og reyndar fleiri hverfum. Það er engin trygging fyrir því að fyrirtæki í þessum hverfum samþykki að fara upp á Esjumela sem er á hjara veraldar fyrir ýmsa starfsemi. Þau leita til sveitarfélaga sem búa þeim stöðugara og tryggara umhverfi, og bjóða byggingalóðir í réttu hlutfalli við eftirspurn. Það er margt í stefnu meirihluta Dags B. Eggertssonar sem stuðlar að þessu og mun líklega gera það enn frekar á næstu misserum ef ekki verður horfið af þessari leið. Álagningarprósenta Reykjvíkur á fasteignagjöld er sú hæsta meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eða 1,6%, rétt undir lögbundnu hámarki sem er1,65%. Á sama tíma hafa sveitarstjórnir Kópavogs og Hafnarfjarðar mætt hærra fasteignamati með því að lækka skattprósentuna umtalsvert og létta þannig undir með fyrirtækjum. Frá 2017 hefur Hafnarfjarðarbær og Kópavogsbær lækkað prósentuna verulega, Hafnarfjörður miðar nú við 1,4%. Miðflokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að styðja við starfsemi atvinnulífsins í höfuðborginni, bæði með einfaldara og skilvirkara regluverki, meiri þjónustulund meðal stofnanna borgarinnar og með lækkun á álögum á fólk og fyrirtæki. Þannig bætum við hag allra borgarbúa Það þarf ekki að rýna lengi í aðstæður til þess að átta sig á þessum vanda, nema auðvitað að þetta sé í raun dulin stefna meirihlutans, það er að hrekja burt fyrirtæki og stofnanir þá skal þeim hrósað fyrir vel unnið verk. Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 2. sæti Miðflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Undanfarin kjörtímabil hefur átt sér stað verulegur flótti stórra og smárra fyrirtækja úr höfuðborginni. Fyrir því eru margar ástæður, sum fyrirtæki flýja skipulagið, þrengingu gatna og óþægindi sem fylgja bílastæðaleysi og heftrar aðkomu, jafnt fyrir viðskiptavini sem og starfsfólk. Önnur fyrirtæki flýja skattastefnu borgarinnar og þá rekstrarumgjörð sem borgin býður fyrirtækjum. Það vekur auðvitað mesta athygli þegar stór fyrirtæki flytja starfsemi sýna úr borginni en þau smærri flýja líka og það er í raun sami skaðinn og af sama meiði. Listi fyrirtækja sem hafa kvatt borgina er langur en Marel og Valitor fluttu fyrir áratug eða svo. Þá má einnig nefna að sýslumaður höfuðborgarsvæðisins flutti til Kópavogs árið 2016, Íslandsbanki flutti höfuðstöðvar sínar í Kópavog sama ár og Tryggingastofnun ríkisins fór í Kópavoginn árið 2019 og sama ár fór starfsemi Orkuhússins við Suðurlandsbraut í Kópavog. Hafrannsóknarstofnun flytur til Hafnarfjarðar árið 2020 og nú á sjálf Landhelgisgæslan að færa sig um set á suðurnesin, ýmis heilbrigðisfyrirtæki í Urðarhvarf í Kópavogi árin 2019-2021 og Vegagerðin í Garðabæinn 2021. Nú er ætlun Tækniskólans að færa sig um set til Hafnarfjarðar svo og Icelandair og Víkingbátar hafa yfirgefið samkvæmið. Þá má nefna flutning ýmissa verslunarfyrirtækja, svo sem ILVA sem flytur í Kauptún í Garðabæ. Þá eru ótalin þau fyrirtæki sem færa sig frá Reykjavík eða jafnvel af höfuðborgarsvæðinu vegna þess að þau hafa ekki trú á framtíð sinni hér. Þessi listi er ekki tæmandi, því miður. Verri samgöngur - hærra vöruverð Flutningar og samgöngur í Reykjavík kosta atvinnulífið háar fjárhæðir. Tafir á lagningu Sundabrautar kostar stærstu flutningafyrirtæki landsins gríðarlegar upphæðir í Sundahöfn og Holtagörðum sem neyðast til þess að taka þennan kostnað af sínum viðskiptavinum sínum úti á landi sérstaklega fyrir hve langan tíma tekur að komast út úr borginni. Þannig hefur borgarstjórnarmeirihluti Dags B.beinlínis stuðlað að hærra vöruverði úti á landi og aukið kostnað innflutnings- og flutningsfyrirtækja. Um leið eru fjölmörg dæmi þess að verktakar hafi tekið pokann sinn og gefist upp á skipulagsyfirvöldum í Reykjavík og hætt uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur. Áhersla meirihluta Dags B. Eggertssonar gengur út á að þétta byggð í flest öllum núverandi iðnaðarhverfum, boðar hann íbúðabyggð og með þeim orðum felst bara eitt, burt með allan iðnað og fyrirtækjarekstur í sinni víðustu mynd, með öðrum orðum þá vill hann fyrirtækjarekstur burt á svæðum eins og Ártúnshöfða, Skeifunni, Mjódd og Múlahverfi og reyndar fleiri hverfum. Það er engin trygging fyrir því að fyrirtæki í þessum hverfum samþykki að fara upp á Esjumela sem er á hjara veraldar fyrir ýmsa starfsemi. Þau leita til sveitarfélaga sem búa þeim stöðugara og tryggara umhverfi, og bjóða byggingalóðir í réttu hlutfalli við eftirspurn. Það er margt í stefnu meirihluta Dags B. Eggertssonar sem stuðlar að þessu og mun líklega gera það enn frekar á næstu misserum ef ekki verður horfið af þessari leið. Álagningarprósenta Reykjvíkur á fasteignagjöld er sú hæsta meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eða 1,6%, rétt undir lögbundnu hámarki sem er1,65%. Á sama tíma hafa sveitarstjórnir Kópavogs og Hafnarfjarðar mætt hærra fasteignamati með því að lækka skattprósentuna umtalsvert og létta þannig undir með fyrirtækjum. Frá 2017 hefur Hafnarfjarðarbær og Kópavogsbær lækkað prósentuna verulega, Hafnarfjörður miðar nú við 1,4%. Miðflokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að styðja við starfsemi atvinnulífsins í höfuðborginni, bæði með einfaldara og skilvirkara regluverki, meiri þjónustulund meðal stofnanna borgarinnar og með lækkun á álögum á fólk og fyrirtæki. Þannig bætum við hag allra borgarbúa Það þarf ekki að rýna lengi í aðstæður til þess að átta sig á þessum vanda, nema auðvitað að þetta sé í raun dulin stefna meirihlutans, það er að hrekja burt fyrirtæki og stofnanir þá skal þeim hrósað fyrir vel unnið verk. Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 2. sæti Miðflokksins í Reykjavík.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar