Samkeppnismál

Fréttamynd

Ekki brugðist við til­mælum SKE í þrjú ár

Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár.

Innlent
Fréttamynd

Sam­keppni er lykillinn að arð­semi fyrir­tækja

Félag atvinnurekenda hefur á undanförnum árum tekið á mikilvægum málum sem þjóna hagsmunum fyrirtækja og almennings. FA er að gera góða hluti og tekur á málefnum sem önnur samtök treysta sér ekki í vegna hagsmunatengsla meðlimanna.

Skoðun
Fréttamynd

Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verka­lýðs­fé­laga

ASÍ, Efling og SGS kvörtuðu í dag til  Samkeppniseftirlitins vegna meintra samkeppnislagabrota fyrirtækja á veitingamarkaði. Þau halda því fram að SVEIT hafi stofnað gervistéttarfélag til að veikja kjör launafólks og samið svo við það. Eftirlitið hefur ákveðið að taka málið til skoðunar. Formaður Eflingar segir um að ræða eitt alvarlegasta mál sinnar tegundar.

Innlent
Fréttamynd

Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endur­menntun?

Undirritaður skrifaði opið bréf til frambjóðenda til embættis rektors Háskóla Íslands hér á Vísi fyrir rúmum mánuði. Þar var lagt til að frambjóðendurnir tækju upp það stefnumál að Háskólinn tæki upp sanngjarna samkeppnishætti við rekstur Endurmenntunar HÍ og færi að skilyrðum samkeppnislaga um fjárhagslegan aðskilnað þessarar starfsemi, sem rekin er í beinni samkeppni við einkafyrirtæki á fræðslumarkaði, frá þeirri starfsemi HÍ sem fjármögnuð er af fé skattgreiðenda. Fátt varð um svör.

Skoðun
Fréttamynd

Skilur ekkert í af­stöðu sam­takanna

Til stendur að snúa umdeildri breytingu á Búvörulögum í fyrra horf áður en Hæstiréttur kveður upp sinn dóm um lögin. Formaður Bændasamtakanna segir breytingu í fyrra horf vega að hagsmunum bænda, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir afstöðu samtakanna óskiljanlega.

Innlent
Fréttamynd

Á­rétta að upp­sagnir geti verið liður í fram­kvæmd sam­runa

Samkeppniseftirlitið hefur í kjölfar frétta af uppsögnum 23 starfsmanna SAH Afurða á Blönduósi sent bréf til bæði Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæði Norðlenska þar sem minnt á að stöðva skuli aðgerðir sem tengist samruna kjötvinnslustöðva. Bent er á að uppsagnir á starfsfólki geti verið liður í framkvæmd samruna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sögðu 23 starfs­mönnum slátur­hússins upp

Tuttugu og þremur af tuttugu og átta starfsmönnum sláturhúss SAH afurða á Blönduósi sagt upp á föstudag. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska, segir uppsagnirnar hluta af hagræðingaraðgerðum Norðlenska Kjarnafæðis. Sveitarstjóri segir uppsagnirnar mikið högg fyrir allt samfélagið. 

Innlent
Fréttamynd

Hagur okkar allra

Það þykir eflaust í huga margra rómantískur blær yfir því að vera bóndi. Umvafinn náttúru, dýrum og sveitamenningu. 

Skoðun
Fréttamynd

Banka­bréfin hækka vegna á­huga á risa­sam­runa með veru­lega sam­legð

Umtalsverð utanþingsviðskipti voru með hlutabréf allra fjármálafyrirtækja í Kauphöllinni og hækkaði gengi þeirra við opnun markaða í morgun eftir að Arion banki kunngjörði áhuga sinn fyrir helgi að sameinast Íslandsbanka. Þótt óvíst sé hvort þau viðskipti verði að veruleika vegna samkeppnislegra hindrana þá er ljóst að árleg heildarsamlegð af sameiningu bankanna, einkum með mun minni rekstrarkostnaði og bættum fjármögnunarkjörum, yrði að lágmarki vel á annan tug milljarð.

Innherji
Fréttamynd

Fjöl­margar hindranir yrðu á vegi mögu­legs risa­sam­runa á banka­markaði

Mögulegur samruni Íslandsbanka og Arion, sem myndi búa til stærsta banka landsins og skapa mikla samlegð með aukinni stærðarhagkvæmni, yrði í senn flókinn og erfiður út frá samkeppnislegum sjónarmiðum, meðal annars þegar kæmi að stöðu sameinaðs banka á sviði innlánastarfsemi, eignastýringarmarkaðar og útlánum til fyrirtækja. Það var mat Bankasýslunnar árið 2020, sem þá hélt utan um eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, að af samruna þessara banka gæti ekki orðið nema með sérstökum lögum en á það hefur verið bent að eigi að tryggja virka samkeppni á millibankamarkaði, til dæmis viðskipti með gjaldeyri, þurfi að vera að „lágmarki þrjár burðugar“ innlánstofnanir.

Innherji
Fréttamynd

Bankarnir byrji í brekku

Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir mögulegan samruna Arion banka og Íslandsbanka byrja í brekku hjá Samkeppniseftirlitinu fari hann þangað inn á borð. Hann vill ekki útiloka að samruninn gangi í gegn á endanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Fyrstu við­brögðin voru þetta er ekki hægt“

Stjórn Arion banka lýsti yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna bankanna fyrr í dag. Hagfræðingur telur það ólíklegt að Samkeppniseftirlitið heimili samrunann þar sem fordæmi séu fyrir því að eftirlitið heimili ekki bankasamruna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að sam­keppnis­lögum?

Átta manns sækjast nú eftir embætti rektors Háskóla Íslands og skrifa sumir hverjir greinar hér á Vísi um áherzlur sínar og stefnumál. Hér er tillaga að nýju stefnumáli fyrir rektorsframbjóðendurna, sem hefur enn ekki verið nefnt; að Háskólinn taki upp sanngjarna samkeppnishætti við rekstur Endurmenntunar HÍ og fari að skilyrðum samkeppnislaga.

Skoðun
Fréttamynd

Stór fjár­festir í Icelandair fær meiri tíma frá SKE til að selja öll bréfin sín

Aðaleigenda Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða, sem er jafnframt einn umsvifamesti einkafjárfestirinn í hluthafahópi Icelandair, hefur verið veittur lengri frestur af Samkeppniseftirlitinu til að losa um allan eignarhlut sinn í flugfélaginu en að öðrum kosti hefði hann þurft að bjóða bréfin til sölu innan fárra mánaða. Þá hafa samkeppnisyfirvöld sömuleiðis samþykkt að vegna breyttra markaðsaðstæðna þá sé tilefni til að fella úr gildi öll skilyrði sem hafa gilt undanfarin ár um takmarkanir á samstarfi milli Ferðaskrifstofu Íslands og Icelandair.

Innherji
Fréttamynd

Lands­bankinn að styrkja eigin­fjár­stöðuna í að­draganda kaupanna á TM

Landsbankinn hefur fengið erlenda ráðgjafa til að undirbúa sölu á víkjandi skuldabréfi (AT1) að fjárhæð um 100 milljónir Bandaríkjadala, fyrsta slíka útgáfan af hálfu bankans, í því skyni að styrkja eiginfjárgrunninn í aðdraganda fyrirhugaðra kaupa á TM fyrir um 30 milljarða. Kaupin á tryggingafélaginu, sem eru enn í skoðun hjá Samkeppniseftirlitinu, munu án mótvægisaðgerða lækka eiginfjárhlutföll Landsbankans um 1,5 prósentur.

Innherji
Fréttamynd

Í sam­keppni við Noona með Sinna

Inga Tinna Sigurðardóttir, eigandi Dineout.is, opnaði nýlega nýtt markaðstorg á vefnum sinna.is þar sem hægt er að bóka tíma í hárgreiðslu, á snyrtistofu, heilsulind, nudd og ýmsa þjálfun. Inga Tinna segir þau leggja áherslu á heilsu og vellíðan. Um 60 rekstraraðilar hafa skráð sig á síðuna.

Neytendur