Neita öllum ásökunum um samráð Smári Jökull Jónsson skrifar 24. október 2025 12:06 Fyrirtækin Terra og Kubbur eru grunuð um samráð. Terra/Kubbur Staðfest er að sex voru handteknir en síðan sleppt eftir skýrslutöku vegna meintra brota fyrirtækjanna Terra og Kubbs á samkeppnislögum. Forráðamenn Kubbs hafna öllum ásökunum. Samkeppniseftirlitið birti í gær tilkynningu á vef sínum þar sem greint var frá að embætti héraðssaksóknara hefði framkvæmt húsleitir og aðrar aðgerðir til að afla gagna og upplýsinga vegna meints samráðs fyrirtækjanna Terra og Kubbs. Bæði fyrirtækin sjá um sorphirðu og endurvinnslu úrgangs. Alls tóku þrjátíu starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, héraðssaksóknara og Samkeppniseftirlitsins þátt í aðgerðunum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari gat ekki veitt viðtal þegar fréttastofa falaðist eftir því en staðfesti að sex hafi verið handteknir en sleppt að lokinni skýrslutöku. Kubbur birti tilkynningu á vef sínum í morgun þar sem fyrirtækið hafnar öllum ásökunum. Þar er húsleit hjá fyrirtækinu staðfest sem og að stjórnendur Kubbs hafi verið yfirheyrðir. Þá gaf Terra út tilkynningu í gær þar sem kom fram að málið kæmi þeim á óvart en bæði fyrirtæki segjast vinna með yfirvöldum að því að upplýsa málið. Framkvæmdastjóri Kubbs vildi ekki veita fréttastofu viðtal í morgun og þá hefur ekki náðst í forráðamenn Terra. Einar Örn stærsti einstaki hluthafinn Fyrirtækið Terra, sem áður hét Gámaþjónustan, er með starfsstöðvar á átta stöðum um allt land og sér meðal annars um sorphirðu í Vestmannaeyjum og Akureyri og rekur endurvinnslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækið er í eigu fjölda lífeyrissjóða og þá er Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Play, stærsti einstaki hluthafinn í gegnum félagið GÞ Holding. Fyrirtækið Kubbur er með bækistöðvar sínar á Ísafirði og sinnir sorphirðu víða á Vestfjörðum, Múlaþingi og í Fjarðabyggð. Þá tók Kubbur við sorpþjónustu í Kópavogi á síðsta ári. Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is eða hafðu samband á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði heitið. Sorphirða Samkeppnismál Lögreglumál Grunur um samráð í sorphirðu Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Samkeppniseftirlitið birti í gær tilkynningu á vef sínum þar sem greint var frá að embætti héraðssaksóknara hefði framkvæmt húsleitir og aðrar aðgerðir til að afla gagna og upplýsinga vegna meints samráðs fyrirtækjanna Terra og Kubbs. Bæði fyrirtækin sjá um sorphirðu og endurvinnslu úrgangs. Alls tóku þrjátíu starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, héraðssaksóknara og Samkeppniseftirlitsins þátt í aðgerðunum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari gat ekki veitt viðtal þegar fréttastofa falaðist eftir því en staðfesti að sex hafi verið handteknir en sleppt að lokinni skýrslutöku. Kubbur birti tilkynningu á vef sínum í morgun þar sem fyrirtækið hafnar öllum ásökunum. Þar er húsleit hjá fyrirtækinu staðfest sem og að stjórnendur Kubbs hafi verið yfirheyrðir. Þá gaf Terra út tilkynningu í gær þar sem kom fram að málið kæmi þeim á óvart en bæði fyrirtæki segjast vinna með yfirvöldum að því að upplýsa málið. Framkvæmdastjóri Kubbs vildi ekki veita fréttastofu viðtal í morgun og þá hefur ekki náðst í forráðamenn Terra. Einar Örn stærsti einstaki hluthafinn Fyrirtækið Terra, sem áður hét Gámaþjónustan, er með starfsstöðvar á átta stöðum um allt land og sér meðal annars um sorphirðu í Vestmannaeyjum og Akureyri og rekur endurvinnslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækið er í eigu fjölda lífeyrissjóða og þá er Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Play, stærsti einstaki hluthafinn í gegnum félagið GÞ Holding. Fyrirtækið Kubbur er með bækistöðvar sínar á Ísafirði og sinnir sorphirðu víða á Vestfjörðum, Múlaþingi og í Fjarðabyggð. Þá tók Kubbur við sorpþjónustu í Kópavogi á síðsta ári. Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is eða hafðu samband á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði heitið.
Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is eða hafðu samband á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði heitið.
Sorphirða Samkeppnismál Lögreglumál Grunur um samráð í sorphirðu Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira